Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 12. desember 2025 09:01 Nú þegar jólin nálgast og stressið og hraðinn tekur völdin þá er mikilvægt að ná ró. Jólin eru einmitt tíminn sem hægt er að nota til að tengjast sjálfum sér og fólkinu sínu betur. Tíminn milli jólaboða og sælgætisáts getur verið vel nýttur, og þar kemur stóísk heimspeki fullkomnlega inn. Þar eru lexíur sem hver og einn getur tekið með sér inn í daginn sinn og nýja árið. Hvað er stóísk heimspeki? Stóísk heimspeki á rætur sínar að rekja til Grikklands á 3. öld f.Kr., stofnuð af Zeno frá Citium. Hún snýst í grunninn um að lifa í samræmi við rökræna hugsun, náttúruna og innri ró. Kjarninn í því er að skilja á milli þess sem þú sem einstaklingur hefur stjórn á eins og viðhorfum, viðbrögðum og að einhverju leiti hugsunum, og þess sem þú hefur ekki stjórn á, eins og skoðunum annarra, fortíð og framtíð. Þegar ég nefni hugsanir er ég alls ekki að meina að við getum stjórnað hugsunum okkar. En það er hægt að gangast við þeim og taka bara eftir þeim. Þá ertu að aðskilja sjálfan þig frá þeim hugsunum sem koma upp. Þar með að aftengjast þínu eigin egoi Egoið virðist í dag vera að stjórna öllum. Streitan og hraðinn keyrir marga í uppgjöf og kulnun. Það birtist líka í innri hvötum eins og löngun til að græða meiri peninga, fara fleiri utanlandsferðir og eignast flottari bíla en Jói nágranni. Ef horft er á stærra samhengið, þegar fólk er of tengt eigin egoi, eins og við sjáum í núverandi hernaðarátökum víða um heim. Þar sem trúarbrögð eða hugmyndafræði fær fólk til að fara í stríð og jafnvel drepa náungann vegna ótta við að missa eitthvað sem það skilgreinir sem „sitt“. En hvernig getur þú nýtt þér þennan ævaforna boðskap sem stóísk heimspeki er? Það gerir þú með því að sleppa sögunum sem þú heldur um sjálfan þig og aðra. Fyrir mitt leyti þýðir það að hætta stundum að hugsa um Magnús Jóhann sem einkaþjálfara, borðtennisleikmann, hlaupara og einhvers konar áhrifavald. Þess í stað að vera tengdur tilfinningum mínum, líkama og þakklæti fyrir það að vera til. Það er nú alveg sturlað að ég og þú, kæri lesandi, erum gangandi á þessari jörð, andandi að okkur súrefni, flest með mat á disknum okkar og vonandi með þak yfir höfuðið. Ég legg til að stóísk heimspeki ætti að vera kennd í öllum grunnskólum landsins. Ég kynntist henni ekki í gegnum skólakerfi landsins, hvorki grunnskóla, menntaskóla né háskóla. Ég kynntist henni í gegnum í samfélagsmiðla eins og youtube og erlend hlaðvörp. Ég las bækur og æfði mig markvist í þessari tækni sem hefur hjálpað mér gífurlega að ná þeim árangri sem ég hef í dag. Ég trúi því að það gæti verið ómetanlegt fyrir ungt fólk að kynnast þessari stóísku heimspeki sem fyrst og byrja að tileinka sér tækni hennar. Þannig getur þú lesandi góður strax í dag fengið að upplifa gleðina og frelsið sem felst í því að vera hér og nú. Kennum börnum landsins íhugun og tileinkum okkur meiri stóíska heimspeki. Því það er alveg hægt. Þú þarft ekki að fara til Balí á jóganámskeið eða hlaupa 100 km til að upplifa þetta. Það er hægt hér og nú. Þannig náum að minnka stressið og ná meiri ró. Gleðileg jól. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar jólin nálgast og stressið og hraðinn tekur völdin þá er mikilvægt að ná ró. Jólin eru einmitt tíminn sem hægt er að nota til að tengjast sjálfum sér og fólkinu sínu betur. Tíminn milli jólaboða og sælgætisáts getur verið vel nýttur, og þar kemur stóísk heimspeki fullkomnlega inn. Þar eru lexíur sem hver og einn getur tekið með sér inn í daginn sinn og nýja árið. Hvað er stóísk heimspeki? Stóísk heimspeki á rætur sínar að rekja til Grikklands á 3. öld f.Kr., stofnuð af Zeno frá Citium. Hún snýst í grunninn um að lifa í samræmi við rökræna hugsun, náttúruna og innri ró. Kjarninn í því er að skilja á milli þess sem þú sem einstaklingur hefur stjórn á eins og viðhorfum, viðbrögðum og að einhverju leiti hugsunum, og þess sem þú hefur ekki stjórn á, eins og skoðunum annarra, fortíð og framtíð. Þegar ég nefni hugsanir er ég alls ekki að meina að við getum stjórnað hugsunum okkar. En það er hægt að gangast við þeim og taka bara eftir þeim. Þá ertu að aðskilja sjálfan þig frá þeim hugsunum sem koma upp. Þar með að aftengjast þínu eigin egoi Egoið virðist í dag vera að stjórna öllum. Streitan og hraðinn keyrir marga í uppgjöf og kulnun. Það birtist líka í innri hvötum eins og löngun til að græða meiri peninga, fara fleiri utanlandsferðir og eignast flottari bíla en Jói nágranni. Ef horft er á stærra samhengið, þegar fólk er of tengt eigin egoi, eins og við sjáum í núverandi hernaðarátökum víða um heim. Þar sem trúarbrögð eða hugmyndafræði fær fólk til að fara í stríð og jafnvel drepa náungann vegna ótta við að missa eitthvað sem það skilgreinir sem „sitt“. En hvernig getur þú nýtt þér þennan ævaforna boðskap sem stóísk heimspeki er? Það gerir þú með því að sleppa sögunum sem þú heldur um sjálfan þig og aðra. Fyrir mitt leyti þýðir það að hætta stundum að hugsa um Magnús Jóhann sem einkaþjálfara, borðtennisleikmann, hlaupara og einhvers konar áhrifavald. Þess í stað að vera tengdur tilfinningum mínum, líkama og þakklæti fyrir það að vera til. Það er nú alveg sturlað að ég og þú, kæri lesandi, erum gangandi á þessari jörð, andandi að okkur súrefni, flest með mat á disknum okkar og vonandi með þak yfir höfuðið. Ég legg til að stóísk heimspeki ætti að vera kennd í öllum grunnskólum landsins. Ég kynntist henni ekki í gegnum skólakerfi landsins, hvorki grunnskóla, menntaskóla né háskóla. Ég kynntist henni í gegnum í samfélagsmiðla eins og youtube og erlend hlaðvörp. Ég las bækur og æfði mig markvist í þessari tækni sem hefur hjálpað mér gífurlega að ná þeim árangri sem ég hef í dag. Ég trúi því að það gæti verið ómetanlegt fyrir ungt fólk að kynnast þessari stóísku heimspeki sem fyrst og byrja að tileinka sér tækni hennar. Þannig getur þú lesandi góður strax í dag fengið að upplifa gleðina og frelsið sem felst í því að vera hér og nú. Kennum börnum landsins íhugun og tileinkum okkur meiri stóíska heimspeki. Því það er alveg hægt. Þú þarft ekki að fara til Balí á jóganámskeið eða hlaupa 100 km til að upplifa þetta. Það er hægt hér og nú. Þannig náum að minnka stressið og ná meiri ró. Gleðileg jól. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar