Sport

„Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakk­lands“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson gegn Shamrock Rovers í kvöld.
Höskuldur Gunnlaugsson gegn Shamrock Rovers í kvöld. Pawel Cieslikiewicz

Breiðablik sigraði Shamrock Rovers 3-1 í kvöld og sótti sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Höskuldur vonast til þess að sjá sem flesta  stuðningsmenn Breiðabliks á vellinum í Frakklandi í næstu viku þegar liðið sækir Strasbourg heim.

„Tilfinningin er geggjuð, við erum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri og flott að gera þetta hérna við erfiðar aðstæður á móti alvöru liði,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir sigur liðsins í Sambandsdeildinni í kvöld.

„Mér fannst þetta vera 50/50 leikur og kannski í enda dagsins það sem skilaði okkur sigrinum var það að við vorum að hlaupa fyrir hvorn annan og selja okkur dýrt varnarlega. Þetta var kannski ekki fallegasti fótboltaleikurinn en aðstæður buðu kannski ekki upp á nema baráttuanda og þannig barning. Mér fannst við vera ofan á heilt yfir í því.“

Lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar lýkur í næstu viku en Breiðablik sækir þá Strasbourg heim. Sigur er nauðsynlegur í leiknum ætli liðið að komast í útsláttakeppnina. Höskuldur vonar að stuðningsmenn fylgi liðinu út til Strasbourg og njóti í leiðinni höfuðborg jólanna eins og borgin hefur verið kölluð í desember.

„Fólk hlýtur að flykkjast út núna, kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands, ég held að það sé nokkuð borðliggjandi.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×