Handbolti

Framarar hefndu loks með stór­sigri

Sindri Sverrisson skrifar
Ívar Logi Styrmisson skellti í ellefu marka leik í kvöld.
Ívar Logi Styrmisson skellti í ellefu marka leik í kvöld. Vísir/Anton Brink

Eftir eins marks tap á Selfossi þegar liðin mættust í september þá unnu meistarar Fram stórsigur á Selfyssingum í Úlfarsárdal í kvöld, 38-29, í Olís-deild karla í handbolta.

Eftir sigurinn eru Framarar með 14 stig í 7. sæti en Selfoss er með 9 stig í 10. sæti. Framarar hafa nú unnið tvo stórsigra í röð, eftir sigurinn gegn Þór á Akureyri í síðustu umferð, og nálgast nú þéttan pakka af næstu liðum en aðeins þrjú stig eru til að mynda í FH i 4. sæti.

Framarar voru 17-13 yfir í hálfleik í kvöld og hófu svo seinni hálfleik af miklum krafti og komust í 22-14. Þeir komust svo mest þrettán mörkum yfir, 36-23, en slökuðu aðeins á undir lokin.

Ívar Logi Styrmisson var markahæstur hjá Fram með 11 mörk, Max Emil Stenlund skoraði 10 og Dánjal Ragnarsson 7. Hjá Selfyssingum var Hannes Höskuldsson markahæstur með 7 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×