Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar 11. desember 2025 11:30 Þegar ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær var kunngerð, var það í sjálfu sér ekki ákvörðunin sem vakti mesta athygli, heldur tímasetningin og atburðarásin. Ljóst var frá næstsíðasta fundi stjórnar RÚV að innan hennar var meirihluti fyrir því að draga RÚV út úr keppninni í Vín næsta vor, í ljósi þess að Ísrael hafði þegar fengið aðgöngumiða í boði EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda keppnina. Og eins og tæplega fór fram hjá nokkrum manni biðu fjölmargir með öndina í hálsinum síðdegis í gær eftir að fundi stjórnar lyki og upplýst yrði um þessa stóru og afdrifaríku ákvörðun: hvort Ísland ætlaði að taka þátt eða ekki. En stjórnin fékk ekki, eða þurfti ekki, að taka efnislega afstöðu til málsins. Framkvæmdastjórn RÚV greip inn í og tók af skarið. Útvarpsstjóri tilkynnti um ákvörðunina, ekki stjórnarformaður, og fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir því að framkvæmdastjórnin skyldi nánast hafa „stolið glæpnum“ fyrir framan nefið á stjórninni. Eftir á að hyggja var þessi tímasetning og atburðarás þó líklega skynsamleg, þótt allir sjái hversu klaufalega þetta leit út. Hefði stjórn RÚV tekið þessa ákvörðun, eins og allt leit út fyrir að yrði raunin, er ljóst að hún hefði verið tekin algerlega á pólitískum forsendum. Og auðvitað vita allir að ástæðan fyrir því að Ísland verður ekki með næsta vor er hápólitísk. En útvarpsstjóri mildaði höggið með því að leggja áherslu á að dagskrárvaldið sé hjá framkvæmdastjórninni og að ákvörðunin feli ekki í sér pólitíska afstöðu Íslands, heldur faglegt mat RÚV. Það væri ekki hlutverk pólitískt skipaðrar stjórnar að taka ritstjórnar- eða dagskrárlegar ákvarðanir, var undirliggjandi tónn í orðum hans. Hvort þessi tilgáta er rétt veit ég ekki. Kannski vega önnur rök þyngra. Það væri fróðlegt að heyra. Sjálf Eurovision-keppnin er orðin hálfgert aukaatriði. Sem hún reyndar var orðin hvort sem er. Enginn sómi er að henni lengur: yfirgengilegar skrautlegar umbúðir utan um tónlist og söngva sem skipta stöðugt minna máli. Hvernig stjórn EBU hefur haldið utan um keppnina er mikið rannsóknarefni, reglurnar ýmist óljósar eða ósanngjarnar. Það hefur til dæmis löngum verið mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að halda keppni þar sem frá upphafi er alltaf vitlaust gefið. Eðli máls samkvæmt byggir keppni á því að allir sitji við sama borð, en í Eurovision hefur það viðgengist áratugum saman að þau fimm ríki sem greiða mest til EBU kaupi sér beinlínis sæti á úrslitakvöldinu. Myndi einhver sætta sig við að ríkustu knattspyrnusamböndin sem leggja hvað mest til FIFA fengju sjálfkrafa sæti í átta liða úrslitum í heimsmeistarakeppni? Og svo er gleðin farin. Eftir stendur bara glysið. Þá er betur heima setið en af stað farið. Höfundu er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þegar ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær var kunngerð, var það í sjálfu sér ekki ákvörðunin sem vakti mesta athygli, heldur tímasetningin og atburðarásin. Ljóst var frá næstsíðasta fundi stjórnar RÚV að innan hennar var meirihluti fyrir því að draga RÚV út úr keppninni í Vín næsta vor, í ljósi þess að Ísrael hafði þegar fengið aðgöngumiða í boði EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda keppnina. Og eins og tæplega fór fram hjá nokkrum manni biðu fjölmargir með öndina í hálsinum síðdegis í gær eftir að fundi stjórnar lyki og upplýst yrði um þessa stóru og afdrifaríku ákvörðun: hvort Ísland ætlaði að taka þátt eða ekki. En stjórnin fékk ekki, eða þurfti ekki, að taka efnislega afstöðu til málsins. Framkvæmdastjórn RÚV greip inn í og tók af skarið. Útvarpsstjóri tilkynnti um ákvörðunina, ekki stjórnarformaður, og fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir því að framkvæmdastjórnin skyldi nánast hafa „stolið glæpnum“ fyrir framan nefið á stjórninni. Eftir á að hyggja var þessi tímasetning og atburðarás þó líklega skynsamleg, þótt allir sjái hversu klaufalega þetta leit út. Hefði stjórn RÚV tekið þessa ákvörðun, eins og allt leit út fyrir að yrði raunin, er ljóst að hún hefði verið tekin algerlega á pólitískum forsendum. Og auðvitað vita allir að ástæðan fyrir því að Ísland verður ekki með næsta vor er hápólitísk. En útvarpsstjóri mildaði höggið með því að leggja áherslu á að dagskrárvaldið sé hjá framkvæmdastjórninni og að ákvörðunin feli ekki í sér pólitíska afstöðu Íslands, heldur faglegt mat RÚV. Það væri ekki hlutverk pólitískt skipaðrar stjórnar að taka ritstjórnar- eða dagskrárlegar ákvarðanir, var undirliggjandi tónn í orðum hans. Hvort þessi tilgáta er rétt veit ég ekki. Kannski vega önnur rök þyngra. Það væri fróðlegt að heyra. Sjálf Eurovision-keppnin er orðin hálfgert aukaatriði. Sem hún reyndar var orðin hvort sem er. Enginn sómi er að henni lengur: yfirgengilegar skrautlegar umbúðir utan um tónlist og söngva sem skipta stöðugt minna máli. Hvernig stjórn EBU hefur haldið utan um keppnina er mikið rannsóknarefni, reglurnar ýmist óljósar eða ósanngjarnar. Það hefur til dæmis löngum verið mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að halda keppni þar sem frá upphafi er alltaf vitlaust gefið. Eðli máls samkvæmt byggir keppni á því að allir sitji við sama borð, en í Eurovision hefur það viðgengist áratugum saman að þau fimm ríki sem greiða mest til EBU kaupi sér beinlínis sæti á úrslitakvöldinu. Myndi einhver sætta sig við að ríkustu knattspyrnusamböndin sem leggja hvað mest til FIFA fengju sjálfkrafa sæti í átta liða úrslitum í heimsmeistarakeppni? Og svo er gleðin farin. Eftir stendur bara glysið. Þá er betur heima setið en af stað farið. Höfundu er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun