Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar 11. desember 2025 10:03 Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Gjaldið, sem á að taka gildi strax eftir áramót, er að mati gagnrýnenda illa ígrundað, óraunhæft og að hluta til afturvirkt og mun koma harkalega niður á fyrirtækjum og heimilum þar sem síst skyldi. Sér í lagi er bent á að bílaleigur, sem hafa þegar gert langtímasamninga við ferðaskrifstofur fyrir komandi sumar, sitji eftir með verulegan kostnaðarauka sem þær geti ekki velt yfir á viðskiptavini. Slík afturvirk forsendubreyting á gerðum samningum er sögð ófagleg og skaði traust á íslenskum stjórnvöldum. Ef kostnaðurinn hleðst upp hjá leigubílstjóra eða bílaleigu tapast hann beint úr rekstri, með tilheyrandi áhrifum á verðlag, þjónustuframboð og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Margir líta eðlilega á þetta sem endurtekningu á innviðagjaldsmálinu, þegar nýtt gjald á farþega skemmtiferðaskipa var sett á án nægs fyrirvara með þeim afleiðingum að skip hættu að koma til landsins. Stór högg dundu þá yfir hafnir vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að gjaldið hafi seint og um síðir verið lækkað reyndist skaðinn verulegur. Nú sé verið að gera sömu mistök aftur en nú með kílómetragjaldi. Í umsögnum og ræðum er einnig gagnrýnt að stjórnvöld noti setninguna „þeir borgi sem nota“ til að réttlæta gjaldið. Sú röksemd er sögð einföldun og ranglega notuð, þar sem allir landsmenn, jafnvel þeir sem ekki eiga bíl, nota vegakerfið óbeint í gegnum allt það vöruflæði sem haldi samfélaginu gangandi. Hækkun á flutningskostnaði mun óhjákvæmilega skila sér í hærra vöruverði, sérstaklega úti á landi þar sem verslanir hafa litla sem enga möguleika á að taka á sig kostnaðinn. Þar að auki búa íbúar landsbyggðarinnar við allt aðrar aðstæður en höfuðborgarbúar. Þar eru engir raunhæfir samgöngukostir aðrir er bílinn í boði fyrir daglegar ferðir og langar vegalengdir eru óumflýjanlegar. Að leggja háan kílómetragjaldsskatt á þá sem hafa enga valkosti er misráðin og ósanngjörn stefna sem dýpki bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Að lokum er varað við því að slík skattheimta ýti undir verðbólgu og torveldi hagstjórn. Því sé erfitt að sjá annað en að kílómetragjaldið sé fyrst og fremst nýr skattur í leit að tekjum, fremur en yfirveguð kerfisbreyting. Fram kemur sífellt skýrari krafa um að ríkisstjórnin staldri við og meti raunverulegar afleiðingar frumvarpsins áður en það verður gert að lögum. Svo mikið á landsbyggðin inni hjá ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Miðflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Byggðamál Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Gjaldið, sem á að taka gildi strax eftir áramót, er að mati gagnrýnenda illa ígrundað, óraunhæft og að hluta til afturvirkt og mun koma harkalega niður á fyrirtækjum og heimilum þar sem síst skyldi. Sér í lagi er bent á að bílaleigur, sem hafa þegar gert langtímasamninga við ferðaskrifstofur fyrir komandi sumar, sitji eftir með verulegan kostnaðarauka sem þær geti ekki velt yfir á viðskiptavini. Slík afturvirk forsendubreyting á gerðum samningum er sögð ófagleg og skaði traust á íslenskum stjórnvöldum. Ef kostnaðurinn hleðst upp hjá leigubílstjóra eða bílaleigu tapast hann beint úr rekstri, með tilheyrandi áhrifum á verðlag, þjónustuframboð og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Margir líta eðlilega á þetta sem endurtekningu á innviðagjaldsmálinu, þegar nýtt gjald á farþega skemmtiferðaskipa var sett á án nægs fyrirvara með þeim afleiðingum að skip hættu að koma til landsins. Stór högg dundu þá yfir hafnir vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að gjaldið hafi seint og um síðir verið lækkað reyndist skaðinn verulegur. Nú sé verið að gera sömu mistök aftur en nú með kílómetragjaldi. Í umsögnum og ræðum er einnig gagnrýnt að stjórnvöld noti setninguna „þeir borgi sem nota“ til að réttlæta gjaldið. Sú röksemd er sögð einföldun og ranglega notuð, þar sem allir landsmenn, jafnvel þeir sem ekki eiga bíl, nota vegakerfið óbeint í gegnum allt það vöruflæði sem haldi samfélaginu gangandi. Hækkun á flutningskostnaði mun óhjákvæmilega skila sér í hærra vöruverði, sérstaklega úti á landi þar sem verslanir hafa litla sem enga möguleika á að taka á sig kostnaðinn. Þar að auki búa íbúar landsbyggðarinnar við allt aðrar aðstæður en höfuðborgarbúar. Þar eru engir raunhæfir samgöngukostir aðrir er bílinn í boði fyrir daglegar ferðir og langar vegalengdir eru óumflýjanlegar. Að leggja háan kílómetragjaldsskatt á þá sem hafa enga valkosti er misráðin og ósanngjörn stefna sem dýpki bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Að lokum er varað við því að slík skattheimta ýti undir verðbólgu og torveldi hagstjórn. Því sé erfitt að sjá annað en að kílómetragjaldið sé fyrst og fremst nýr skattur í leit að tekjum, fremur en yfirveguð kerfisbreyting. Fram kemur sífellt skýrari krafa um að ríkisstjórnin staldri við og meti raunverulegar afleiðingar frumvarpsins áður en það verður gert að lögum. Svo mikið á landsbyggðin inni hjá ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun