Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 07:53 Gísli Þorgeir Kristjánsson fór meiddur af velli en harkaði af sér og kom aftur inn. Getty/Frank Molter Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk slæmt högg á síðuna í leik með Magdeburg í þýsku Bundesligunni í handbolta í gærkvöldi. Magdeburg vann fjögurra marka sigur á Melsungen. Gísli fékk slæma byltu í fyrri hálfleiknum og þurfti að fara af velli. Hann harkaði af sér og kom aftur inn í seinni hálfleikinn en var greinilega þjáður. „Vinstra rifbeinið er mjög aumt. Ég finn fyrir smá þrýstingi á maganum núna,“ útskýrði Gísli í samtali við handball-world. Eftir samráð við liðslækninn ákvað hann þó að halda áfram að spila. „Ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Gísli til að rökstyðja ákvörðun sína um að koma aftur inn í leikinn. Þjálfari hans, Bennet Wiegert, lagði þó áherslu á að þeir voru ekki að taka óþarfa áhættu með Gísla: „Að lokum berast upplýsingarnar til mín og ég tek ákvörðunina. Við erum jú hér til að vernda leikmenn okkar,“ sagði Wiegert. Já-ið hans er ekki alltaf já Wiegert veit líka að hann þarf stundum að hægja á leikstjórnanda sínum: „Já-ið hans er ekki alltaf já.“ Hann fullvissar þó: „Ef það hefði verið umferðarljós sem hefði sýnt rautt ljós, hefðum við ekki séð hann aftur inni á vellinum,“ sagði Wiegert. Gísli brosti og sagðist hafa þurft að tala læknana svolítið til svo hann fengi grænt ljós. Nánari upplýsingar eiga að liggja fyrir í dag: „Ég verð að bíða og sjá hvað röntgenmyndatakan segir á morgun. Þá sjáum við hvað er í gangi,“ sagði Gísli. Þá mun koma betur í ljós hvort Gísli sé mikið meiddur og hvort að þessi meiðsli gætu haft einhver áhrif á undirbúning hans með íslenska landsliðinu fyrir Evrópumótið í janúar. Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk í leiknum og gaf eina stoðsendingu. Þýski handboltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira
Magdeburg vann fjögurra marka sigur á Melsungen. Gísli fékk slæma byltu í fyrri hálfleiknum og þurfti að fara af velli. Hann harkaði af sér og kom aftur inn í seinni hálfleikinn en var greinilega þjáður. „Vinstra rifbeinið er mjög aumt. Ég finn fyrir smá þrýstingi á maganum núna,“ útskýrði Gísli í samtali við handball-world. Eftir samráð við liðslækninn ákvað hann þó að halda áfram að spila. „Ég vildi hjálpa liðinu,“ sagði Gísli til að rökstyðja ákvörðun sína um að koma aftur inn í leikinn. Þjálfari hans, Bennet Wiegert, lagði þó áherslu á að þeir voru ekki að taka óþarfa áhættu með Gísla: „Að lokum berast upplýsingarnar til mín og ég tek ákvörðunina. Við erum jú hér til að vernda leikmenn okkar,“ sagði Wiegert. Já-ið hans er ekki alltaf já Wiegert veit líka að hann þarf stundum að hægja á leikstjórnanda sínum: „Já-ið hans er ekki alltaf já.“ Hann fullvissar þó: „Ef það hefði verið umferðarljós sem hefði sýnt rautt ljós, hefðum við ekki séð hann aftur inni á vellinum,“ sagði Wiegert. Gísli brosti og sagðist hafa þurft að tala læknana svolítið til svo hann fengi grænt ljós. Nánari upplýsingar eiga að liggja fyrir í dag: „Ég verð að bíða og sjá hvað röntgenmyndatakan segir á morgun. Þá sjáum við hvað er í gangi,“ sagði Gísli. Þá mun koma betur í ljós hvort Gísli sé mikið meiddur og hvort að þessi meiðsli gætu haft einhver áhrif á undirbúning hans með íslenska landsliðinu fyrir Evrópumótið í janúar. Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk í leiknum og gaf eina stoðsendingu.
Þýski handboltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira