Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 06:32 Hér á Íslandi er mjög algengt að börn og unglingar séu í beinni útsendingu á netinu. Getty/ Shauna Clinton Með nýrri tækni verður auðveldara að senda beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum barna og unglinga. Þetta er slæm þróun að meti þeirra sem ráða í sænsku íþróttalífi. Sænskum íþróttahreyfingum er nú ráðlagt frá því að senda út frá barnaíþróttum í sínum íþróttagreinum. Sænska frjálsíþróttasambandið hefur þegar tekið ákvörðun um að hætta slíkum útsendingum. Engin ástæða tl að sýna börn „Það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn,“ sagði David Fridell, framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, í samtali Í byrjun september gaf Íþróttasamband Svíþjóðar út nýjar leiðbeiningar um útsendingar frá barnaíþróttum. Þá var það látið eftir hverju sérsambandi að taka sína eigin ákvörðun en þeim voru gefnar tvær skýrar ráðleggingar: Íþróttasamband Svíþjóðar mælir með því að hvert sérsamband sem hefur barna- og unglingastarfsemi útbúi leiðbeiningar eða sambærilegt fyrir streymi, þar sem hluta starfseminnar má meta sem hentuga til streymis eftir íþróttalegar og lagalegar íhuganir og þegar metið hefur verið að það sé framkvæmanlegt. Aðeins þegar það er talið réttlætanlegt Almenn ráðlegging Íþróttasambands Svíþjóðar er sú að sérsambönd og félög ættu almennt að forðast að streyma, og að streymi frá unglingaíþróttum ætti aðeins að eiga sér stað þegar það er talið réttlætanlegt eftir vandlega íhugun. Sportbladet fjallar um breytingarnar í Svíþjóð þegar kemur að útsendingum frá íþróttum barna og unglinga.@Sportbladet Í samtali við Sportbladet gefa landssambönd handbolta og innanhússbandýs, sem og hestaíþrótta og sunds, til kynna að þau séu nú að endurskoða leiðbeiningar sínar í þessum greinilega viðkvæma málaflokki. Kannski verið of hröð „Tækniþróunin hefur verið hröð. Að vissu leyti hefur hún kannski verið of hröð. Bara af því að maður getur gert eitthvað þýðir það ekki sjálfkrafa að maður eigi að gera það. Þetta er eitthvað sem öll íþróttahreyfingin þarf að skoða nánar og þess vegna er mjög áríðandi fyrir okkur að gera greiningu á því hvernig nýjar leiðbeiningar Íþróttasambands Svíþjóðar skuli innleiddar innan hestaíþrótta,“ skrifar sænska hestaíþróttasambandið í svari til Sportbladet. „Okkur finnst að það þurfi að vera sérstakar ástæður til að sýna börn á þennan hátt og það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn í þeim keppnum sem við berum ábyrgð á og sendum út í gegnum okkar vettvang,“ sagði Fridell en hvað um það að geta aflað peninga og fengið kynningu fyrir íþróttina sína með því að sýna frá keppnum barna og unglinga? Vekur vissulega upp tilfinningar „Þróunin sem á sér stað vekur vissulega upp tilfinningar, og fyrir einstaka íþróttaforeldra eða aðstandendur er gríðarlega mikið gildi í því að geta séð barnið sitt þótt þú getir ekki verið á staðnum. En við sem samband getum ekki litið á það sem nauðsyn að veita þá þjónustu,“ sagði Fridell. Svíþjóð Íþróttir barna Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir Sjá meira
Sænskum íþróttahreyfingum er nú ráðlagt frá því að senda út frá barnaíþróttum í sínum íþróttagreinum. Sænska frjálsíþróttasambandið hefur þegar tekið ákvörðun um að hætta slíkum útsendingum. Engin ástæða tl að sýna börn „Það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn,“ sagði David Fridell, framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, í samtali Í byrjun september gaf Íþróttasamband Svíþjóðar út nýjar leiðbeiningar um útsendingar frá barnaíþróttum. Þá var það látið eftir hverju sérsambandi að taka sína eigin ákvörðun en þeim voru gefnar tvær skýrar ráðleggingar: Íþróttasamband Svíþjóðar mælir með því að hvert sérsamband sem hefur barna- og unglingastarfsemi útbúi leiðbeiningar eða sambærilegt fyrir streymi, þar sem hluta starfseminnar má meta sem hentuga til streymis eftir íþróttalegar og lagalegar íhuganir og þegar metið hefur verið að það sé framkvæmanlegt. Aðeins þegar það er talið réttlætanlegt Almenn ráðlegging Íþróttasambands Svíþjóðar er sú að sérsambönd og félög ættu almennt að forðast að streyma, og að streymi frá unglingaíþróttum ætti aðeins að eiga sér stað þegar það er talið réttlætanlegt eftir vandlega íhugun. Sportbladet fjallar um breytingarnar í Svíþjóð þegar kemur að útsendingum frá íþróttum barna og unglinga.@Sportbladet Í samtali við Sportbladet gefa landssambönd handbolta og innanhússbandýs, sem og hestaíþrótta og sunds, til kynna að þau séu nú að endurskoða leiðbeiningar sínar í þessum greinilega viðkvæma málaflokki. Kannski verið of hröð „Tækniþróunin hefur verið hröð. Að vissu leyti hefur hún kannski verið of hröð. Bara af því að maður getur gert eitthvað þýðir það ekki sjálfkrafa að maður eigi að gera það. Þetta er eitthvað sem öll íþróttahreyfingin þarf að skoða nánar og þess vegna er mjög áríðandi fyrir okkur að gera greiningu á því hvernig nýjar leiðbeiningar Íþróttasambands Svíþjóðar skuli innleiddar innan hestaíþrótta,“ skrifar sænska hestaíþróttasambandið í svari til Sportbladet. „Okkur finnst að það þurfi að vera sérstakar ástæður til að sýna börn á þennan hátt og það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn í þeim keppnum sem við berum ábyrgð á og sendum út í gegnum okkar vettvang,“ sagði Fridell en hvað um það að geta aflað peninga og fengið kynningu fyrir íþróttina sína með því að sýna frá keppnum barna og unglinga? Vekur vissulega upp tilfinningar „Þróunin sem á sér stað vekur vissulega upp tilfinningar, og fyrir einstaka íþróttaforeldra eða aðstandendur er gríðarlega mikið gildi í því að geta séð barnið sitt þótt þú getir ekki verið á staðnum. En við sem samband getum ekki litið á það sem nauðsyn að veita þá þjónustu,“ sagði Fridell.
Svíþjóð Íþróttir barna Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir Sjá meira