Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 07:30 Norðmenn eru afar spenntir fyrir því að sjá Erling Haaland og félaga í norska landsliðinu fara langt á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Getty/Image Photo Agency Norðmenn eru komnir inn á heimsmeistaramót karla í fótbolta í fyrsta sinn í næstum því þrjá áratugi og það er óhætt að segja að það sé spenna hjá norsku þjóðinni. Ekki spillir fyrir að norska liðið er afar spennandi með marga heimsklassa leikmenn innanborðs. Pressan er því mikil á að Norðmenn fái tækifæri til að njóta HM-veislunnar í botn. Norska ríkisstjórnin vill tryggja að það geti orðið þjóðhátíð meðan á HM stendur jafnvel þótt nokkrir leikjanna verði spilaðir eftir að veitingaleyfi skemmtistaða rennur út. Jú, það kemur til greina að breyta áfengislögum norsku þjóðarinnar vegna HM næsta sumar Munu skoða hvað þarf að gera „Við munum skoða hvað þarf að gera, hvort sem það verða lagabreytingar eða aðrar aðgerðir sem þarf,“ sagði Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs Norðmenn spila leiki sína í nokkrum borgum í Bandaríkjunum, landi sem er á nokkrum tímabeltum á eftir Noregi. Það þýðir að nokkrir leikjanna fara fram á tímum sem fyrir okkur eru seint að kvöldi eða um miðja nótt. Þegar er vitað að Noregur mun spila tvo af HM-leikjunum að næturlagi að norskum tíma. „Það er hefð í Noregi að fólk fari á skemmtistaði til að horfa á leiki saman, og við teljum að það eigi að geta gert það allan leikinn. Þetta er eitthvað sem við munum finna lausn á í tæka tíð fyrir HM,“ sagði Störe. Einnig á pöbbnum Tonje Brenna, þingflokksformaður Verkamannaflokksins, lofar því sama. „Auðvitað á fólk að fá að horfa á HM í fótbolta. Einnig á pöbbnum. Einnig þegar leikirnir eru spilaðir að næturlagi. Ef við höfum reglur sem koma í veg fyrir þetta, verðum við að leysa það. Því lofar Verkamannaflokkurinn,“ skrifar hún á Facebook. Þetta fær veitingageirann til að fagna. „Þetta eru frábærar fréttir. Það er gott að Tonje Brenna og ríkisstjórnin grípi inn í og tryggi að HM verði þjóðhátíð. Veitingageirinn er tilbúinn að leggja sitt af mörkum,“ sagði Tobias Strandskog-Christensen, sviðsstjóri veitingasviðs hjá NHO Reiseliv. Reglurna strangar Í grundvallaratriðum eru strangar reglur um áfengisveitingar í Noregi. Það eru sveitarfélögin sem ákveða hvenær skemmtistaðir mega veita áfengi og flestir hafa haft veitingastopp í kringum klukkan tvö til þrjú í mörg ár. Í samanburði við nágrannalönd þeirra eru reglurnar því frekar strangar. Í Svíþjóð geta sveitarfélög veitt lengri veitingatíma, en oft loka þau í kringum klukkan eitt. Í Danmörku eru reglurnar mun frjálslegri. Þar mega margir staðir hafa opið til klukkan fimm eða jafnvel lengur, ef þeir fá leyfi til þess. Í Noregi hafa áfengislögin verið nánast óbreytt í mörg ár. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Ekki spillir fyrir að norska liðið er afar spennandi með marga heimsklassa leikmenn innanborðs. Pressan er því mikil á að Norðmenn fái tækifæri til að njóta HM-veislunnar í botn. Norska ríkisstjórnin vill tryggja að það geti orðið þjóðhátíð meðan á HM stendur jafnvel þótt nokkrir leikjanna verði spilaðir eftir að veitingaleyfi skemmtistaða rennur út. Jú, það kemur til greina að breyta áfengislögum norsku þjóðarinnar vegna HM næsta sumar Munu skoða hvað þarf að gera „Við munum skoða hvað þarf að gera, hvort sem það verða lagabreytingar eða aðrar aðgerðir sem þarf,“ sagði Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs Norðmenn spila leiki sína í nokkrum borgum í Bandaríkjunum, landi sem er á nokkrum tímabeltum á eftir Noregi. Það þýðir að nokkrir leikjanna fara fram á tímum sem fyrir okkur eru seint að kvöldi eða um miðja nótt. Þegar er vitað að Noregur mun spila tvo af HM-leikjunum að næturlagi að norskum tíma. „Það er hefð í Noregi að fólk fari á skemmtistaði til að horfa á leiki saman, og við teljum að það eigi að geta gert það allan leikinn. Þetta er eitthvað sem við munum finna lausn á í tæka tíð fyrir HM,“ sagði Störe. Einnig á pöbbnum Tonje Brenna, þingflokksformaður Verkamannaflokksins, lofar því sama. „Auðvitað á fólk að fá að horfa á HM í fótbolta. Einnig á pöbbnum. Einnig þegar leikirnir eru spilaðir að næturlagi. Ef við höfum reglur sem koma í veg fyrir þetta, verðum við að leysa það. Því lofar Verkamannaflokkurinn,“ skrifar hún á Facebook. Þetta fær veitingageirann til að fagna. „Þetta eru frábærar fréttir. Það er gott að Tonje Brenna og ríkisstjórnin grípi inn í og tryggi að HM verði þjóðhátíð. Veitingageirinn er tilbúinn að leggja sitt af mörkum,“ sagði Tobias Strandskog-Christensen, sviðsstjóri veitingasviðs hjá NHO Reiseliv. Reglurna strangar Í grundvallaratriðum eru strangar reglur um áfengisveitingar í Noregi. Það eru sveitarfélögin sem ákveða hvenær skemmtistaðir mega veita áfengi og flestir hafa haft veitingastopp í kringum klukkan tvö til þrjú í mörg ár. Í samanburði við nágrannalönd þeirra eru reglurnar því frekar strangar. Í Svíþjóð geta sveitarfélög veitt lengri veitingatíma, en oft loka þau í kringum klukkan eitt. Í Danmörku eru reglurnar mun frjálslegri. Þar mega margir staðir hafa opið til klukkan fimm eða jafnvel lengur, ef þeir fá leyfi til þess. Í Noregi hafa áfengislögin verið nánast óbreytt í mörg ár.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira