Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar 12. desember 2025 08:03 Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskiptaumhverfi og æ harðari samkeppni í breyttum heimi. Það er ákveðið áhyggjuefni í ljósi þess að velsæld íslensku þjóðarinnar helst að miklu leyti í hendur við velgengni þessara mikilvægu burðarstoða atvinnulífsins. Til viðbótar við hefðbundna stórnotendur hefur ný kynslóð viðskiptavina rutt sér til rúms hér á landi, t.a.m. gagnaver og landeldisfyrirtæki. Þessi aukna fjölbreytni, sem byggist upp víða um land, er í takti við áherslur stjórnvalda á öflugan vöxt útflutningstekna og háframleiðnistörf. Í ljósi nýlegra atburða hefur mikilvægi stórnotenda fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag sýnt sig með skýrum hætti. Rótgrónir stórnotendur á Íslandi hafa unnið að því að þróa vöruframboð sitt yfir í virðisaukandi vörur, eins og sést á nýjum steypuskála Norðuráls. Vörur úr ál- og kísilafurðum eru grundvallarhráefni fyrir breytta heimsmynd. Þessir málmar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum, enda eru þeir nauðsynlegir í orkuinnviði á borð við sólarsellur, vindtúrbínur, raflínur og rafhlöður. Jafnframt eru þeir lykilmálmar í varnar- og öryggismálum. Það er ekki tilviljun að Evrópusambandið hefur skilgreint ál og kísilmálma sem þjóðhagslega mikilvæga málma. Við erum stolt af þessum iðnaði, sem stendur keikur hér á landi þrátt fyrir tímabundin áföll á mörkuðum. Áskoranir á mörkuðum Við Íslendingar erum í hringiðu heimsmála og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákvarðanir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa bein áhrif á framleiðendur hér á landi. Það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Álframleiðsla í heiminum, sem kemur að 60% frá Kína, hefur þrefaldast frá aldamótum. Spáð er áframhaldandi vexti eftirspurnar en hóflegum vexti í frumframleiðslu vegna endurvinnslu áls. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur framleiðsla dregist saman vegna hás raforkuverðs, á meðan staðan hefur styrkst í Noregi og á Íslandi. Markaðsaðstæður fyrir kísilmálm hafa hins vegar verið afar krefjandi vegna offramboðs frá Kína, sem hefur leitt til lágs markaðsverðs, enda getur kínversk framleiðsla annað nær tvöfaldri allri heimsþörfinni fyrir kísilmálm. Nýleg ákvörðun ESB um að setja verndartoll á kísiljárn, þar sem Ísland og Noregur voru ekki undanskilin, er gott dæmi um þessar áskoranir. Tollunum er ætlað að vernda evrópska framleiðendur fyrir ódýru kísiljárni. Elkem á Íslandi, eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi, framleiðir um 100.000 tonn á ári. Tollfrjáls kvóti fyrir Ísland er 53.000 tonn á ári, sem fer nærri því að duga fyrir sölu fyrirtækisins til Evrópu. Sala umfram kvótann er hins vegar óhagstæð framleiðendum vegna hárra tolla sem reiknast af mismuninum á viðmiðunarverði og markaðsverði. Þessi verndartollur hefur þó þegar leitt til verðhækkunar á kísiljárni og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hvað er í okkar höndum? Samkeppnishæfni okkar hefur dregist aftur úr samanburðarlöndum undanfarin ár og þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem eru raunverulega í okkar höndum: Hagkvæmni orkukerfisins: Stórnotendur þurfa hagkvæmt orku- og flutningskerfi. Það krefst þess að mögulegt sé að nýta alþjóðlega samkeppnishæfa orkukosti og að flutningskostnaður raforku sé lágmarkaður. Stöðugleiki í viðskiptaumhverfi: Við þurfum að tryggja að stórnotendum bjóðist áfram langtímasamningar sem tryggja rekstrarskilyrði til lengri tíma. Stöðugleiki er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum einnig að horfa til ytri áhrifaþátta. Ákvarðanir annarra ríkja hafa einnig áhrif á samkeppnishæfni okkar, t.d. niðurgreiðslur til raforkuframleiðenda og notenda og viðskiptahindranir á borð við tolla. Þar verða stjórnvöld að vera á verði og verja hagsmuni okkar. Í kapphlaupinu um samkeppnishæfni þarf stöðugt að vera á varðbergi. Við þurfum að efla þau atriði sem við stjórnum og verja hagsmuni okkar þegar kemur að ákvörðunum annarra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Áliðnaður Landsvirkjun Stóriðja Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskiptaumhverfi og æ harðari samkeppni í breyttum heimi. Það er ákveðið áhyggjuefni í ljósi þess að velsæld íslensku þjóðarinnar helst að miklu leyti í hendur við velgengni þessara mikilvægu burðarstoða atvinnulífsins. Til viðbótar við hefðbundna stórnotendur hefur ný kynslóð viðskiptavina rutt sér til rúms hér á landi, t.a.m. gagnaver og landeldisfyrirtæki. Þessi aukna fjölbreytni, sem byggist upp víða um land, er í takti við áherslur stjórnvalda á öflugan vöxt útflutningstekna og háframleiðnistörf. Í ljósi nýlegra atburða hefur mikilvægi stórnotenda fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag sýnt sig með skýrum hætti. Rótgrónir stórnotendur á Íslandi hafa unnið að því að þróa vöruframboð sitt yfir í virðisaukandi vörur, eins og sést á nýjum steypuskála Norðuráls. Vörur úr ál- og kísilafurðum eru grundvallarhráefni fyrir breytta heimsmynd. Þessir málmar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum, enda eru þeir nauðsynlegir í orkuinnviði á borð við sólarsellur, vindtúrbínur, raflínur og rafhlöður. Jafnframt eru þeir lykilmálmar í varnar- og öryggismálum. Það er ekki tilviljun að Evrópusambandið hefur skilgreint ál og kísilmálma sem þjóðhagslega mikilvæga málma. Við erum stolt af þessum iðnaði, sem stendur keikur hér á landi þrátt fyrir tímabundin áföll á mörkuðum. Áskoranir á mörkuðum Við Íslendingar erum í hringiðu heimsmála og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákvarðanir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa bein áhrif á framleiðendur hér á landi. Það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Álframleiðsla í heiminum, sem kemur að 60% frá Kína, hefur þrefaldast frá aldamótum. Spáð er áframhaldandi vexti eftirspurnar en hóflegum vexti í frumframleiðslu vegna endurvinnslu áls. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur framleiðsla dregist saman vegna hás raforkuverðs, á meðan staðan hefur styrkst í Noregi og á Íslandi. Markaðsaðstæður fyrir kísilmálm hafa hins vegar verið afar krefjandi vegna offramboðs frá Kína, sem hefur leitt til lágs markaðsverðs, enda getur kínversk framleiðsla annað nær tvöfaldri allri heimsþörfinni fyrir kísilmálm. Nýleg ákvörðun ESB um að setja verndartoll á kísiljárn, þar sem Ísland og Noregur voru ekki undanskilin, er gott dæmi um þessar áskoranir. Tollunum er ætlað að vernda evrópska framleiðendur fyrir ódýru kísiljárni. Elkem á Íslandi, eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi, framleiðir um 100.000 tonn á ári. Tollfrjáls kvóti fyrir Ísland er 53.000 tonn á ári, sem fer nærri því að duga fyrir sölu fyrirtækisins til Evrópu. Sala umfram kvótann er hins vegar óhagstæð framleiðendum vegna hárra tolla sem reiknast af mismuninum á viðmiðunarverði og markaðsverði. Þessi verndartollur hefur þó þegar leitt til verðhækkunar á kísiljárni og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hvað er í okkar höndum? Samkeppnishæfni okkar hefur dregist aftur úr samanburðarlöndum undanfarin ár og þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem eru raunverulega í okkar höndum: Hagkvæmni orkukerfisins: Stórnotendur þurfa hagkvæmt orku- og flutningskerfi. Það krefst þess að mögulegt sé að nýta alþjóðlega samkeppnishæfa orkukosti og að flutningskostnaður raforku sé lágmarkaður. Stöðugleiki í viðskiptaumhverfi: Við þurfum að tryggja að stórnotendum bjóðist áfram langtímasamningar sem tryggja rekstrarskilyrði til lengri tíma. Stöðugleiki er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum einnig að horfa til ytri áhrifaþátta. Ákvarðanir annarra ríkja hafa einnig áhrif á samkeppnishæfni okkar, t.d. niðurgreiðslur til raforkuframleiðenda og notenda og viðskiptahindranir á borð við tolla. Þar verða stjórnvöld að vera á verði og verja hagsmuni okkar. Í kapphlaupinu um samkeppnishæfni þarf stöðugt að vera á varðbergi. Við þurfum að efla þau atriði sem við stjórnum og verja hagsmuni okkar þegar kemur að ákvörðunum annarra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun