Innlent

Hand­tekinn á Akra­nesi grunaður um nauðgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Samkvæmt heimildum DV var maðurinn handtekinn á Akranesi í nótt.
Samkvæmt heimildum DV var maðurinn handtekinn á Akranesi í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vesturlandi hefur karlmann í haldi grunaðan um kynferðisbrot. Yfirlögregluþjónn við embættið segir að verið sé að ná utan um málið.

DV greindi frá því í morgun að rúmlega tvítugur karlmaður hefði verið handtekinn á heimili sínu á Akranesi í nótt grunaður um nauðgun. Maðurinn er sagður á skilorði vegna brots er varðar vörslu og dreifingu á barnaníðsefni.

Þá herma heimildir DV að maðurinn hafi verið til rannsóknar í öðru nauðgunarmáli sem nýverið hafi verið tekið til rannsóknar á ný í ljósi nýrra gagna.

Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir að karlmaður sé í haldi í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli. Málið sé til rannsóknar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×