Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. desember 2025 10:26 Gummi lenti í vandræðum vegna myndbirtinga af sér með byssur og hóaði í Villa Vill. Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarna kveðst hafa verið tekinn í skýrslutöku hjá lögreglu eftir að hann birti mynd af sér með tvær óhlaðnar veiðibyssur. Einkaþjálfarinn greinir frá þessu í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar birtir hann mynd af sér ásamt lögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni fyrir utan lögreglustöðina. „Ég var tekinn í skýrslutöku eftir að hafa postað mynd af mér með tveimur óhlöðum veiðibyssum innan veiðisvæðis,“ skrifar einkaþjálfarinn. Lögregla hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hún líti slíkar myndbirtingar alvarlegum augum, síðast fyrir tæpum mánuði þegar þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir eftir að myndskeið af ungum manni með tvo skotvopn fór í dreifingu á netinu. Gummi segir lögregluna hafa gert símann sinn upptækan, hann búist ekki við því að fá hann aftur fyrr en eftir einhverja mánuði. Þá bætir Gummi því við að lögreglan hafi sett út á Instagram myndband þar sem hann braut spegil. „Hafa menn engan húmor lengur? 😅 En svona er þetta.“ „Ég tek fulla ábyrgð á lífi mínu og öllu sem gerist í kringum mig. Þakka lögreglunni – fyrir að halda mér á tánum.“ View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson (@gummiemil) Guðmundur Emil var síðast í fréttum í október, þá fyrir myndband af honum á hesti sem vakti mikla athygli. Hann baðst afsökunar á harkalegri meðferð á hestinum sem hann sat á við tökur á tónlistamyndbandi en Gummi sagði það fjarri lagi að hann hafi gerst sekur um dýraníð og kvaðst hafa beðið hestinn afsökunar. Í fyrra steig hann fram og sagðist feginn því að ekki hafi farið verr eftir misheppnaðan sveppatúr. Þar var Gummi handtekinn á Suðurlandsvegi þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur beðist afsökunar á harkalegri meðferð á hesti sem hann sat, við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Myndband af athæfinu hefur mætt mikilli gagnrýni, og hann verið sakaður um dýraníð. Hann segir það fjarri lagi. 15. október 2025 16:12 Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. 23. september 2024 10:21 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Einkaþjálfarinn greinir frá þessu í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar birtir hann mynd af sér ásamt lögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni fyrir utan lögreglustöðina. „Ég var tekinn í skýrslutöku eftir að hafa postað mynd af mér með tveimur óhlöðum veiðibyssum innan veiðisvæðis,“ skrifar einkaþjálfarinn. Lögregla hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hún líti slíkar myndbirtingar alvarlegum augum, síðast fyrir tæpum mánuði þegar þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir eftir að myndskeið af ungum manni með tvo skotvopn fór í dreifingu á netinu. Gummi segir lögregluna hafa gert símann sinn upptækan, hann búist ekki við því að fá hann aftur fyrr en eftir einhverja mánuði. Þá bætir Gummi því við að lögreglan hafi sett út á Instagram myndband þar sem hann braut spegil. „Hafa menn engan húmor lengur? 😅 En svona er þetta.“ „Ég tek fulla ábyrgð á lífi mínu og öllu sem gerist í kringum mig. Þakka lögreglunni – fyrir að halda mér á tánum.“ View this post on Instagram A post shared by Guðmundur Emil Hercules Jóhannsson (@gummiemil) Guðmundur Emil var síðast í fréttum í október, þá fyrir myndband af honum á hesti sem vakti mikla athygli. Hann baðst afsökunar á harkalegri meðferð á hestinum sem hann sat á við tökur á tónlistamyndbandi en Gummi sagði það fjarri lagi að hann hafi gerst sekur um dýraníð og kvaðst hafa beðið hestinn afsökunar. Í fyrra steig hann fram og sagðist feginn því að ekki hafi farið verr eftir misheppnaðan sveppatúr. Þar var Gummi handtekinn á Suðurlandsvegi þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla.
Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur beðist afsökunar á harkalegri meðferð á hesti sem hann sat, við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Myndband af athæfinu hefur mætt mikilli gagnrýni, og hann verið sakaður um dýraníð. Hann segir það fjarri lagi. 15. október 2025 16:12 Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. 23. september 2024 10:21 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur beðist afsökunar á harkalegri meðferð á hesti sem hann sat, við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Myndband af athæfinu hefur mætt mikilli gagnrýni, og hann verið sakaður um dýraníð. Hann segir það fjarri lagi. 15. október 2025 16:12
Gummi Emil feginn að ekki fór verr eftir misheppnaðan sveppatúr Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur stigið fram og greint frá því að hann sé maðurinn sem var handtekinn á Suðurlandsvegi í gær, þar sem hann gekk nakinn í veg fyrir bíla. 23. september 2024 10:21