Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2025 12:00 Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira. Þetta tímabil getur verið eins og tvíeggja sverð, þar sem þunn lína er á milli þess að upplifa það á jákvæðan hátt, njóta þess sem það hefur upp á að bjóða og þess að upplifa það á neikvæðan hátt, kikna undan álagi og kröfum og missa sjónar á því sem skiptir mestu máli. Það er því ennþá mikilvægara að gefa sér tíma til að staldra við á þessum tíma og spyrja sjálfan sig: Hvað er það sem ég vil gera þessi jól? Hvað hef ég tíma og orku til að gera núna? Hvernig get ég notið þess? Hverju vil ég sleppa og hvað má bíða? Hvað gæti ég fengið hjálp með? Slíkar spurningar hjálpa okkur að bera kennsl á hvað það er sem við viljum í raun og veru þessi jól, þar sem það getur verið mjög auðvelt að láta ytri væntingar stjórna og enda á því að eltast við skyldur sem okkur finnst við eiga að sinna. Taugakerfið, tvær rásir sem móta upplifunina Annað stórt atriði sem mótar upplifun okkar á þessu tímabili er innra ástandið, ástand taugakerfisins. Það getur skipt sköpum hvort við séum í of miklu streituástandi (sympatíska kerfinu) eða í róandi ástandi (parasympatíska kerfinu). Það má líkja þessu við tvær rásir sem við stillum okkur inná, og hvor rásin hefur afgerandi áhrif á hvernig við skynjum daginn okkar. Dagur sem við upplifum í streiturásinni getur virst erfiður, orkufrekur og fullur af hindrunum og erfiðum samskiptum. Þegar við erum í streiturásinni er líkaminn á varðbergi, hjartsláttur verður örari, öndun grynnri og heilinn tekur frekar eftir vandamálum. Dagur upplifaður í róandi rásinni getur hins vegar verið ljúfur, skemmtilegur og fullur af góðum augnablikum og samskiptum. Þegar við erum í róandi rásinni hægist á líkamanum, öndunin verður dýpri, melting og endurheimt fara í gang og heilinn á auðveldara með að sjá lausnir, hlýju og tengsl. Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft áhrif á hvaða rás við erum í. Við getum róað taugakerfið með ýmsum leiðum og stillt okkur inn á róandi rásina þegar við finnum að streiturásin hefur náð yfirhöndinni, til dæmis með því að gefa okkur tíma fyrir samverustundir með fólki sem okkur líður vel með, með nægum og reglulegum hvíldum og með hægari og dýpri öndun. Við höfum tækifæri til þess að upplifa jólin á jákvæðari hátt, með því að vera meðvitaðri um hvorri rásinni við erum í. Á þessu annasama tímabili eru góðar líkur á því að við séum oftar stillt inn á streiturásina, án þess að taka eftir því. Því skiptir það enn meira máli að muna eftir athöfnum sem stilla okkur inn á róandi rásina. Það hjálpar okkur að nálgast jólahátíðina með meiri ró, að njóta fleiri góðra stunda og að eiga auðveldara með að finna tengsl og bandamenn í kringum okkur. Höfundur er doktor í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Jól Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira. Þetta tímabil getur verið eins og tvíeggja sverð, þar sem þunn lína er á milli þess að upplifa það á jákvæðan hátt, njóta þess sem það hefur upp á að bjóða og þess að upplifa það á neikvæðan hátt, kikna undan álagi og kröfum og missa sjónar á því sem skiptir mestu máli. Það er því ennþá mikilvægara að gefa sér tíma til að staldra við á þessum tíma og spyrja sjálfan sig: Hvað er það sem ég vil gera þessi jól? Hvað hef ég tíma og orku til að gera núna? Hvernig get ég notið þess? Hverju vil ég sleppa og hvað má bíða? Hvað gæti ég fengið hjálp með? Slíkar spurningar hjálpa okkur að bera kennsl á hvað það er sem við viljum í raun og veru þessi jól, þar sem það getur verið mjög auðvelt að láta ytri væntingar stjórna og enda á því að eltast við skyldur sem okkur finnst við eiga að sinna. Taugakerfið, tvær rásir sem móta upplifunina Annað stórt atriði sem mótar upplifun okkar á þessu tímabili er innra ástandið, ástand taugakerfisins. Það getur skipt sköpum hvort við séum í of miklu streituástandi (sympatíska kerfinu) eða í róandi ástandi (parasympatíska kerfinu). Það má líkja þessu við tvær rásir sem við stillum okkur inná, og hvor rásin hefur afgerandi áhrif á hvernig við skynjum daginn okkar. Dagur sem við upplifum í streiturásinni getur virst erfiður, orkufrekur og fullur af hindrunum og erfiðum samskiptum. Þegar við erum í streiturásinni er líkaminn á varðbergi, hjartsláttur verður örari, öndun grynnri og heilinn tekur frekar eftir vandamálum. Dagur upplifaður í róandi rásinni getur hins vegar verið ljúfur, skemmtilegur og fullur af góðum augnablikum og samskiptum. Þegar við erum í róandi rásinni hægist á líkamanum, öndunin verður dýpri, melting og endurheimt fara í gang og heilinn á auðveldara með að sjá lausnir, hlýju og tengsl. Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft áhrif á hvaða rás við erum í. Við getum róað taugakerfið með ýmsum leiðum og stillt okkur inn á róandi rásina þegar við finnum að streiturásin hefur náð yfirhöndinni, til dæmis með því að gefa okkur tíma fyrir samverustundir með fólki sem okkur líður vel með, með nægum og reglulegum hvíldum og með hægari og dýpri öndun. Við höfum tækifæri til þess að upplifa jólin á jákvæðari hátt, með því að vera meðvitaðri um hvorri rásinni við erum í. Á þessu annasama tímabili eru góðar líkur á því að við séum oftar stillt inn á streiturásina, án þess að taka eftir því. Því skiptir það enn meira máli að muna eftir athöfnum sem stilla okkur inn á róandi rásina. Það hjálpar okkur að nálgast jólahátíðina með meiri ró, að njóta fleiri góðra stunda og að eiga auðveldara með að finna tengsl og bandamenn í kringum okkur. Höfundur er doktor í lífeðlislegri sálfræði.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun