Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 06:30 Stærstu stjörnur íshokkísins verða kannski ekki með á Ólympíuleikum þrátt fyrir plön um langþáða endurkomu þeirra. Getty/Bruce Bennett Vetrarólympíuleikarnir fara fram á Ítalíu í byrjun næsta árs en gestgjafarnir eru í vandræðum þegar kemur að íshokkíhöllinni sinni. Höllin er ekki enn tilbúin og virðist heldur ekki fylgja alveg þeim stöðlum sem bestu leikmenn heims eru vanir. Þetta þýðir að nú hóta stærstu stjörnur íþróttarinnar því að skrópa á leikana. NHL-leikmenn munu ekki taka þátt í Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu árið 2026 ef gæði íssins eru ekki nægilega góð, en þetta segir Bill Daly, aðstoðarframkvæmdastjóri deildarinnar. Hann er þó „varlega bjartsýnn“ á að málin verði leyst í tæka tíð. Stjörnur úr NHL-íshokkídeildinni, þeirri stærstu í heimi, eiga að keppa á Ólympíuleikunum í Mílanó-Cortina á næsta ári en það yrði í fyrsta sinn sem þeir keppa á Vetrarólympíuleikum síðan árið 2014. Deputy commissioner and chief legal officer, Bill Daly, has said that NHL players will not go to the #MilanoCortina2026 Olympics if the players deem it “unsafe”(via: @reporterchris) pic.twitter.com/JWVhwwZhr1— TSN (@TSN_Sports) December 9, 2025 Hins vegar eru efasemdir um stærð og gæði íssins í Santagiulia-leikvanginum í Mílanó, þar sem framkvæmdum er enn ekki lokið þrátt fyrir að leikarnir hefjist 6. febrúar. Leikir verða einnig haldnir í Milano Rho-leikvanginum. „Ef ísinn er óleikhæfur, þá er ísinn óleikhæfur,“ sagði Daly. „Ég vil ekki gera lítið úr þessu. Við munum líklega vita það áður en leikarnir hefjast formlega. Hvað gert er á þeim tímapunkti verður annað mál. Augljóslega, ef leikmönnum finnst ísinn vera óöruggur, þá munum við ekki spila. Það er ekki flóknara en það,“ sagði Daly. Íshokkívöllurinn í Mílanó, sem Alþjóðaíshokkísambandið hefur samþykkt, er styttri en lágmarkskröfur NHL, sem hefur leitt til vangaveltna um að árekstrum á miklum hraða gæti fjölgað. Leikmannasamtök NHL sögðu á laugardag að áhyggjurnar sneru meira að gæðum íssins en stærðinni. Daly sagði þó að hann teldi ekki að vandamálin væru óyfirstíganleg. „Við höfum boðið fram aðstoð og þeir eru að nýta sér sérfræðinga okkar, tæknimenn og utanaðkomandi þjónustuaðila,“ sagði Daly. „Við erum í raun að flytja alla þangað til að hjálpa til við að klára þetta á þann hátt sem er ásættanlegur fyrir NHL-íþróttamenn. Og ég er varlega bjartsýnn á að það muni bera ávöxt,“ sagði Daly. Threats fly as Olympic ice creating potential NHL nightmare for return to Winter Games https://t.co/ptkJ5K9L0n pic.twitter.com/jLACBUZaq5— New York Post (@nypost) December 9, 2025 Íshokkí Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Þetta þýðir að nú hóta stærstu stjörnur íþróttarinnar því að skrópa á leikana. NHL-leikmenn munu ekki taka þátt í Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu árið 2026 ef gæði íssins eru ekki nægilega góð, en þetta segir Bill Daly, aðstoðarframkvæmdastjóri deildarinnar. Hann er þó „varlega bjartsýnn“ á að málin verði leyst í tæka tíð. Stjörnur úr NHL-íshokkídeildinni, þeirri stærstu í heimi, eiga að keppa á Ólympíuleikunum í Mílanó-Cortina á næsta ári en það yrði í fyrsta sinn sem þeir keppa á Vetrarólympíuleikum síðan árið 2014. Deputy commissioner and chief legal officer, Bill Daly, has said that NHL players will not go to the #MilanoCortina2026 Olympics if the players deem it “unsafe”(via: @reporterchris) pic.twitter.com/JWVhwwZhr1— TSN (@TSN_Sports) December 9, 2025 Hins vegar eru efasemdir um stærð og gæði íssins í Santagiulia-leikvanginum í Mílanó, þar sem framkvæmdum er enn ekki lokið þrátt fyrir að leikarnir hefjist 6. febrúar. Leikir verða einnig haldnir í Milano Rho-leikvanginum. „Ef ísinn er óleikhæfur, þá er ísinn óleikhæfur,“ sagði Daly. „Ég vil ekki gera lítið úr þessu. Við munum líklega vita það áður en leikarnir hefjast formlega. Hvað gert er á þeim tímapunkti verður annað mál. Augljóslega, ef leikmönnum finnst ísinn vera óöruggur, þá munum við ekki spila. Það er ekki flóknara en það,“ sagði Daly. Íshokkívöllurinn í Mílanó, sem Alþjóðaíshokkísambandið hefur samþykkt, er styttri en lágmarkskröfur NHL, sem hefur leitt til vangaveltna um að árekstrum á miklum hraða gæti fjölgað. Leikmannasamtök NHL sögðu á laugardag að áhyggjurnar sneru meira að gæðum íssins en stærðinni. Daly sagði þó að hann teldi ekki að vandamálin væru óyfirstíganleg. „Við höfum boðið fram aðstoð og þeir eru að nýta sér sérfræðinga okkar, tæknimenn og utanaðkomandi þjónustuaðila,“ sagði Daly. „Við erum í raun að flytja alla þangað til að hjálpa til við að klára þetta á þann hátt sem er ásættanlegur fyrir NHL-íþróttamenn. Og ég er varlega bjartsýnn á að það muni bera ávöxt,“ sagði Daly. Threats fly as Olympic ice creating potential NHL nightmare for return to Winter Games https://t.co/ptkJ5K9L0n pic.twitter.com/jLACBUZaq5— New York Post (@nypost) December 9, 2025
Íshokkí Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira