Handbolti

Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi

Aron Guðmundsson skrifar
Elvar Ásgeirsson í baráttunni í leik með Ribe-Esbjerg
Elvar Ásgeirsson í baráttunni í leik með Ribe-Esbjerg Ribe-Esbjerg

Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Ribe-Esbjerg er liðið tapaði fyrir Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ekki er hægt að segja annað en að leikurinn hafi verið býsna þægilegur fyrir heimamenn í Bjerringbro-Silkeborg sem leiddu með sex mörkum í hálfleik, 19-13.

Bilið bara jókst í seinni hálfleiknum og voru margir leikmenn heimamanna að skila góðu framlagi í markaskorun. Anders Zachariassen, Peter Balling og Nikolaj Læso skiluðu sex mörkum hvort og í markinu varði Marko Roganovic ellefu skot og var með 32 prósent markvörslu.

Fjögur mörk Elvars dugðu því skammt í leik sem lauk með níu marka sigri Bjerringbro Silkeborg, 36-27.

Ribe-Esbjerg er eftir leikinn í 10.sæti dönsku deildarinnar með 13 stig. Bjerringbro-Silkeborg er í 7.sæti með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×