Formúla 1

Heims­meistarinn vill gleyma því að hann keyri í For­múlu 1

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lando Norris fagnaði heimsmeistaratitlinum vel en nú vill hann fá að lifa eðlilegu lífi í smá tíma áður en alvaran tekur aftur við.
Lando Norris fagnaði heimsmeistaratitlinum vel en nú vill hann fá að lifa eðlilegu lífi í smá tíma áður en alvaran tekur aftur við. Getty/Mario Renzi

Ökuþórinn Lando Norris náði ævilöngu markmiði sínu um að vinna heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 um helgina en nú vill hann fá tíma til að jafna sig og losna undan öllu stressinu og frá allri streitunni sem fylgir því að keyra formúlubíl.

McLaren-ökumaðurinn fagnaði sigri sínum í Abú Dabí frá sunnudagskvöldi fram á mánudagsmorgun en hann mætti afslappaður, í góðu skapi og spjallglaður þegar hann fór yfir ferilinn til þessa með blaðamanni breska ríkisútvarpsins.

Næst á dagskrá er heimsókn í verksmiðju McLaren til að greina árið og vinna í herminum, þegar byrjaður að hugsa um næsta tímabil.

Meiri hátíðarhöld eru fram undan í vikunni, þar á meðal að taka á móti opinbera meistaragripnum á verðlaunaafhendingu í Tashkent í Úsbekistan á föstudag, áður en jólapartí McLaren fer fram í London á laugardag.

„Satt best að segja að reyna að gleyma þessu tímabili, reyna að gleyma svolítið því sem við náðum að afreka saman. Gleyma því að ég keyri í Formúlu 1,“ sagði Norris.

„Ég vil ekki gleyma því sem við afrekuðum á þessu tímabili, heldur bara reyna að lifa eðlilegu lífi í nokkra daga ársins, fara í golf og gera eitthvað venjulegt og það er allt og sumt,“ sagði Norris.

Það er að renna upp fyrir 26 ára Bretanum hvað hann hefur afrekað en hann segir að honum „finnist þetta enn mjög súrrealískt“.

„Ég var við sundlaugina áðan,“ segir hann. „Og þegar einhver segir: ‚Til hamingju, heimsmeistari‘ eða eitthvað slíkt, þá er allt öðruvísi hljómur í því þegar það er bara ‚Til hamingju, Lando‘ eða hvað sem það nú er,“ sagði Norris.

„Ég veit það ekki. Þetta er svo stórt afrek. Að gera foreldra sína stolta er „það besta sem hægt er að biðja um,“ sagði Norris.

Á hátíðarhöldunum og í anddyri hótelsins biðu faðir hans, Adam, og móðir hans, Cisca. Fjölskyldan er vel stæð, þökk sé velgengni Adams Norris sem lífeyrissjóðskaupmanns, sem gerði hann að margmilljónamæringi.

En til að verða afreksíþróttamaður þarf samt að byrja að læra iðn sína á mjög ungum aldri og fórna miklu persónulega.

„Allt er öðruvísi fyrir alla þannig að fórnirnar sem maður hefur fært eru bara allt öðruvísi fórnir en allir aðrir í heiminum hafa fært. Svo ég vil ekki að neinn vorkenni mér,“ sagði Norris.

„En sem fjölskylda viltu samt eyða tíma saman. Og það er eitthvað sem við höfum ekki gert mikið af síðan ég byrjaði þegar ég var svona sjö, átta ára,“ sagði Norris.

„Pabbi fór með mig alls staðar. Ég eyddi miklu meiri tíma með pabba mínum en mömmu. Mamma var heima að passa systur mínar. Ég sé mömmu kannski 20 daga á ári, eitthvað svoleiðis. Sem er ekki mikið,“ sagði Norris.

„En sigurinn og afrekið sem við náðum í gær gerði þetta allt þess virði, allan þennan tíma að heiman. Eitt sem allir vilja gera er að gera foreldra sína stolta. Svo sú staðreynd að ég náði að gera það í gær, og vonandi gera þá enn stoltari, er það besta sem hægt er að biðja um,“ sagði Norris.

Það má finna allt viðtalið við hann hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×