Erlent

Á­tökin magnast á landa­mærum Kambódíu og Taí­lands

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þúsundir óbreyttra borgagra hafa þurft að flýja heimili sín eftir að átökin blossuðu upp að nýju.
Þúsundir óbreyttra borgagra hafa þurft að flýja heimili sín eftir að átökin blossuðu upp að nýju. AP Photo/Heng Sinith

Átökin sem hófust á landamærum Taílands og Kambódíu í gærnótt eru enn í gangi. Um það bil tíu eru sagðir liggja í valnum og þúsundir íbúa í landamærahéruðum ríkjanna hafa þurft að leggja á flótta.

 Stjórnvöld í Kambódíu segja að taílenski herinn hafi gert stórskotaliðsárásir á þorp í Kambódíu og að sjö óbreyttir borgarar hafi látið lífið hið minnsta og tugir særst.

Taílendingar segja að þrír stjórnarhermenn hafi fallið í átökunum en báðir aðilar saka hinn um árásir á almenna borgara.

Átökin nú eru þau alvarlegustu síðan ríkin undirrituðu samning um vopnahlé í júlí mánuði fyrir tilstilli Donald sTrump Bandaríkjaforseta. Hann hefur nú kallað eftir því að stríðandi fylkingar hætti átökum hið snarasta og standi við vopnahléssamningana frá því í sumar.


Tengdar fréttir

Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu

Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga.

Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu

Taílenski herinn hóf í morgun loftárásir á Kambódíu og þúsundir hafa flúið heimili sín á landamærum ríkjanna. Árásirnar eru gerðar til að bregðast við átökum sem blossuðu aftur upp fyrr í nótt þar sem einn taílenskur hermaður er sagður hafa fallið og fleiri særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×