Innlent

Al­var­legt slys á Suður­lands­braut

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi slyssins upp úr klukkan hálf ellefu í morgun.
Frá vettvangi slyssins upp úr klukkan hálf ellefu í morgun. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt slys varð við gönguljós á Suðurlandsbraut vestan við Reykjaveg um klukkan 10 í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var einn fluttur á slysadeild. 

Á vettvangi má sjá verulega skemmdan fólksbíl. Lögregla og Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka vettvanginn.

Nokkrum lögreglumótorhjólum var stillt upp með blikkandi ljós til að loka fyrir umferð um Suðurlandsbraut í vesturátt. Umferð var um tíma beint norður Reykjaveg.

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×