Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 07:07 Ný flugstöð verður byggð á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt samgönguáætlun. Vilhelm Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri og að ný flugstöð verði byggð á vellinum og innviðaráðherra sagði í vikunni að flugvöllurinn yrði „festur í sessi og rekstraröryggi hans tryggt.“ „Þetta gengur í rauninni í berhögg við samninga sem gerðir voru við ríkisvaldið árin 2013, 2016 og 2019,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. „Og mér finnst það kannski verst af því að ég veit ekki annað en að borgin hafi alltaf staðið við sinn hluta þessara samninga. En því miður hefur ríkið ekki gert það og virðist ekki ætla að gera það núna.“ Æfingaflug enn á útleið en stjórnvöld ekki fundið því nýjan stað Hjálmar segir aftur á móti að borgin ætli að halda sinni stefnu sem samþykkt var í vor sem felst í því að æfinga- og kennsluflug, þyrluflug og einkaþotuflug hverfi úr Vatnsmýrinni. Aftur á móti sé farþega- og sjúkraflug ekki á förum í bráð. Samkvæmt samningum frá 2013 sé iðnaðarráðuneytinu og Isavia þó falið að finna nýjan flugvöll fyrir æfingaflug. „En því miður hafa þessir aðilar innan innviðaráðuneytisins ekki gert neitt í því máli, ekki staðið við sinn hluta samninganna frá 2013.“ Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Nýja flugstöðin yrði tímabundin Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar í vikunni að á meðan flugvöllurinn væri í Reykjavík myndi hann verða þjónustaður. Aðrir kostir væru til skoðunar líkt og í Hvassahrauni en illmögulegt væri að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ný flugstöð yrði byggð. Spurður hvort hann teldi það búið spil fyrir borgina að losa sig við flugvöllinn svarar Hjálmar neitandi. „Tölur sýna það að svona almenn notkun á flugvöllunum fer minnkandi og það eina sem að vex er fyrst og fremst þyrluflug og einkaflug,“ segir borgarfulltrúinn og bendir enn fremur á að samkvæmt skipulagi væri sú flugstöð sem kveðið er á í samgönguáætlun, í raun byggð til bráðabirgða. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og samflokksmaður Hjálmars í Samfylkingunni, sagði aðspurð á blaðamannafundi í vikunni að ríkisstjórnin hefði ekki rætt hvort festa ætti Reykjavíkurflugvöll í sessi. Annað stæði fyrir flugvöll hafi ekki fundist. Það myndi taka 15 til 20 ár að ræða það. Hún sagði það sjálfsagt að styrkja Reykjavíkurflugvöll meðan annar kostur væri ekki fyrir hendi. Það væri augljóst að það þyrfti að vera öflug staða. Ekki væri hægt að láta flugvöllinn grotna niður. Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguáætlun Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri og að ný flugstöð verði byggð á vellinum og innviðaráðherra sagði í vikunni að flugvöllurinn yrði „festur í sessi og rekstraröryggi hans tryggt.“ „Þetta gengur í rauninni í berhögg við samninga sem gerðir voru við ríkisvaldið árin 2013, 2016 og 2019,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í samtali við Vísi. „Og mér finnst það kannski verst af því að ég veit ekki annað en að borgin hafi alltaf staðið við sinn hluta þessara samninga. En því miður hefur ríkið ekki gert það og virðist ekki ætla að gera það núna.“ Æfingaflug enn á útleið en stjórnvöld ekki fundið því nýjan stað Hjálmar segir aftur á móti að borgin ætli að halda sinni stefnu sem samþykkt var í vor sem felst í því að æfinga- og kennsluflug, þyrluflug og einkaþotuflug hverfi úr Vatnsmýrinni. Aftur á móti sé farþega- og sjúkraflug ekki á förum í bráð. Samkvæmt samningum frá 2013 sé iðnaðarráðuneytinu og Isavia þó falið að finna nýjan flugvöll fyrir æfingaflug. „En því miður hafa þessir aðilar innan innviðaráðuneytisins ekki gert neitt í því máli, ekki staðið við sinn hluta samninganna frá 2013.“ Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Nýja flugstöðin yrði tímabundin Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar í vikunni að á meðan flugvöllurinn væri í Reykjavík myndi hann verða þjónustaður. Aðrir kostir væru til skoðunar líkt og í Hvassahrauni en illmögulegt væri að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ný flugstöð yrði byggð. Spurður hvort hann teldi það búið spil fyrir borgina að losa sig við flugvöllinn svarar Hjálmar neitandi. „Tölur sýna það að svona almenn notkun á flugvöllunum fer minnkandi og það eina sem að vex er fyrst og fremst þyrluflug og einkaflug,“ segir borgarfulltrúinn og bendir enn fremur á að samkvæmt skipulagi væri sú flugstöð sem kveðið er á í samgönguáætlun, í raun byggð til bráðabirgða. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og samflokksmaður Hjálmars í Samfylkingunni, sagði aðspurð á blaðamannafundi í vikunni að ríkisstjórnin hefði ekki rætt hvort festa ætti Reykjavíkurflugvöll í sessi. Annað stæði fyrir flugvöll hafi ekki fundist. Það myndi taka 15 til 20 ár að ræða það. Hún sagði það sjálfsagt að styrkja Reykjavíkurflugvöll meðan annar kostur væri ekki fyrir hendi. Það væri augljóst að það þyrfti að vera öflug staða. Ekki væri hægt að láta flugvöllinn grotna niður.
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguáætlun Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira