Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar 6. desember 2025 10:01 Nú styttist í að fjárlög þessarar ríkisstjórnar, með breytingum, verði samþykkt. Aðeins er eftir 3. umræða og enn eru vörugjöld á mótorhjól í 40%, hversu galið sem það er. Það sækir að manni hálfgert vonleysi og maður veltir því fyrir sér á svona stundum hvers það á eiginlega að gjalda, mótorhjólafólk á Íslandi. Enn og aftur er verið að hækka gjöld á þennan hóp, að því er virðist án nokkurra raka. Það er því ekki nema von að maður spyrji; „Hvenær fáum við stjórnvöld sem eru vilhöll mótorhjólafólki?“ Einu rök stjórnvalda fyrir þessari hækkun eru að ekki megi hygla ökutækjum sem blása út CO2. Samt virðist það vera í lagi þegar kemur að dráttarvélum í flokki T3 sem fá undanþágu frá vörugjöldum með þeim rökum að „það séu enn sem komið er ekki á markaði hreinorkuökutæki sem þjónað gætu sama tilgangi og dráttarvélar í flokki T3.“ Í þessu sambandi skal bent á það að við mótorhjólafólk höfum einmitt bent á þá staðreynd að ekki megi hækka vörugjöld á okkar flokk þar sem ekki er til annar valkostur í tvíhjóla hreinorkuökutækjum sem heitið getur. Hvað eru dráttarvélar í flokki T3 kynni einhver að spyrja? Jú, það eru einfaldlega fjórhjól og sexhjól. Í frekari rökstuðningi stjórnvalda er svo bent á að fjór- og sexhjól eyði langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar. Það eru svipuð rök og við mótorhjólafólk höfum haldið á lofti varðandi okkar farartæki. Þau eru margfalt léttari en bílar, eyða minna og slíta vegakerfinu margfalt minna. Það sannast því hið forkveðna að það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í að fjárlög þessarar ríkisstjórnar, með breytingum, verði samþykkt. Aðeins er eftir 3. umræða og enn eru vörugjöld á mótorhjól í 40%, hversu galið sem það er. Það sækir að manni hálfgert vonleysi og maður veltir því fyrir sér á svona stundum hvers það á eiginlega að gjalda, mótorhjólafólk á Íslandi. Enn og aftur er verið að hækka gjöld á þennan hóp, að því er virðist án nokkurra raka. Það er því ekki nema von að maður spyrji; „Hvenær fáum við stjórnvöld sem eru vilhöll mótorhjólafólki?“ Einu rök stjórnvalda fyrir þessari hækkun eru að ekki megi hygla ökutækjum sem blása út CO2. Samt virðist það vera í lagi þegar kemur að dráttarvélum í flokki T3 sem fá undanþágu frá vörugjöldum með þeim rökum að „það séu enn sem komið er ekki á markaði hreinorkuökutæki sem þjónað gætu sama tilgangi og dráttarvélar í flokki T3.“ Í þessu sambandi skal bent á það að við mótorhjólafólk höfum einmitt bent á þá staðreynd að ekki megi hækka vörugjöld á okkar flokk þar sem ekki er til annar valkostur í tvíhjóla hreinorkuökutækjum sem heitið getur. Hvað eru dráttarvélar í flokki T3 kynni einhver að spyrja? Jú, það eru einfaldlega fjórhjól og sexhjól. Í frekari rökstuðningi stjórnvalda er svo bent á að fjór- og sexhjól eyði langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar. Það eru svipuð rök og við mótorhjólafólk höfum haldið á lofti varðandi okkar farartæki. Þau eru margfalt léttari en bílar, eyða minna og slíta vegakerfinu margfalt minna. Það sannast því hið forkveðna að það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun