Körfubolti

Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana

Sindri Sverrisson skrifar
Dibaji Walker staldraði stutt við hjá Ármanni og er kominn til ÍA. Nú er arftaki hans mættur í Laugardalinn.
Dibaji Walker staldraði stutt við hjá Ármanni og er kominn til ÍA. Nú er arftaki hans mættur í Laugardalinn. Vísir/Diego

Ármenningar tefla á morgun fram nýjum, bandarískum leikmanni þegar þeir mæta Þór Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta. Eftirvænting ríkir í félaginu og ljóst að miklar vonir eru bundnar við leikmanninn.

Ármann situr á botni Bónus-deildarinnar, enn án stiga eftir langþráða endurkomu upp í efstu deild. 

Félagið lét Bandaríkjamanninn Dibaji Walker fara í síðasta mánuði, eftir fjóra leiki, og er hann kominn í lið ÍA.

Í hans stað hefur Ármann nú fengið bakvörðinn Vonterius Woolbright. Sá er 198 sentímetrar á hæð og 98 kg, og átti „sterkan feril“ í bandaríska háskólaboltanum eins og það er orðað í tilkynningu Ármanns.

Í tilkynningunni segir að Woolbright hafi leikið með Western Carolina University, þar sem hann var lykilleikmaður og valinn SoCon leikmaður ársins 2024. Á sínu síðasta tímabili í NCAA skoraði hann að meðaltali 21,1 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á leik.

Eftir háskólaferilinn lék Woolbright í G-League og spilaði síðan í Evrópu. Ármann gerir sér miklar vonir um að hann styrki liðið bæði varnarlega og sóknarlega og verði lykilmaður í baráttunni sem framundan er. Hann komi með reynslu og hæfileika sem muni lyfta liðinu upp á næsta stig, eins og hafi sýnt sig strax á fyrstu dögum hans í Laugardalnum.

Eins og fyrr segir er Woolbright klár í slaginn gegn Þór annað kvöld.

Níunda umferð Bónus-deildar karla:

Föstudagur:

  • 19.15 Keflavík - KR
  • 19.15 ÍR - Álftanes
  • 19.15 Tindastóll - ÍA
  • 19.15 Valur - Njarðvík

Laugardagur:

19.00 Ármann - Þór Þ.

Sunnudagur:

19.15 Stjarnan - Grindavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×