Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2025 22:37 Brian Cole yngri var handtekinn í Virginíu í dag. Hann ku vera þrjátíu ára gamall. AP/Steve Helber Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í dag mann sem grunaður er um að hafa komið tveimur rörasprengjum fyrir á tveimur stöðum í Washington DC þann 6. janúar 2021. Maðurinn, sem sagður er vera þrjátíu ára gamall og frá Virginíu en hann heitir Brian Cole yngri, kom fyrir sprengjunum fyrir utan höfuðstöðvar landsnefnda bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Hvorug sprengjan sprakk en þennan dag ruddust stuðningsmenn Donalds Trump inn í þinghúsið til að reyna að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump tapaði gegn Joe Biden. Maðurinn sást á upptökum úr öryggismyndavélum en hann var ekki þekkjanlegur á þeim myndum og hefur leitin að honum undanfarin ár ekki gengið vel. Hún hefur sömuleiðis getið af sér ýmsar samsæriskenningar, eins og það að maðurinn hafi í raun og veru verið útsendari djúpríkisins svokallaða og komið fyrir óvirkum sprengjum til að sverta ímynd Trumps og stuðningsmanna hans. Einn þeirra sem haldið hefur þessari kenningu á lofti er Dan Bongino, hægri sinnaður hljóðvarpsmaður sem er nú næstráðandi hjá FBI. Dan Bongino, næstráðandi hjá FBI, var áður hlaðvarpsstjórnandi þar sem hann hélt því fram að sprengjumaðurinn væri útsendari djúpríkisins og starfsmaður FBI.AP/Alex Brandon Fundu nýja vísbendingu í eldri gögnum Leitin að manninum hefur tekið nokkra kippi í gegnum árin. Myndir af manninum hafa verið endurbirtar af og til og hafa rannsakendur rætt við hundruð manna vegna rannsóknarinnar. Samkvæmt frétt New York Times beindu rannsakendur spjótum sínum að allt að tíu aðilum á fyrstu tveimur árum rannsóknarinnar. Rannsakendur reyndu að finna vísbendingar í símagögnum, reyndu að finna fólk sem hafði keypt hluti sem gætu hafa verið notaðir í sprengjurnar og kröfðu átján fyrirtæki sem selja strigaskó eins og maðurinn var í upplýsinga um kaupendur. Tiltölulega nýlega munu rannsakendur hafa ákveðið að rýna enn einu sinni í gögnin sem búið var að afla og eru þeir sagðir hafa rambað á nýja vísbendingu. Hún leiddi til handtöku Coles í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Kash Patel, yfirmaður FBI, að þegar gerð væri árás á höfuðborg Bandaríkjanna og lýðræðislegar stofnanir, væri í raun verið að gera árás á gildi Bandaríkjanna. Slíkt væri ólíðanlegt. Náðaði nærri því 1.600 manns sem réðust á þinghúsið Skömmu eftir að hann tók aftur við embætti forseta í upphafi þessa árs náðaði Trump alla þá sem höfðu verið dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið og felldi niður mál gegn þeim sem höfðu verið ákærðir. Þeirra á meðal voru menn sem voru dæmdir fyrir að ráðast á lögregluþjóna og fjölmargir sem játuðu. Rannsóknin vegna árásarinnar er umfangsmesta sakamálarannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Náðunarskipun Trumps var mjög umfangsmikil og sneri í raun að öllum þeim sem hafa verið dæmdir fyrir eða sakaðir um glæpi sem sneru með nokkrum hætti að árásinni á þinghúsið eða voru framdir nærri þinghúsinu. Mögulegt þykir að verjendur mannsins sem var handtekinn í dag geti reynt að nota þá náðun við varnir mannsins með því að halda því fram að hún nái yfir þá glæpi sem hann er sakaður um. Uppfært: Leitin að sprengjumanninum hefur staðið yfir í tæp fimm ár, ekki sex eins og stóð fyrst í fréttinni. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Hvorug sprengjan sprakk en þennan dag ruddust stuðningsmenn Donalds Trump inn í þinghúsið til að reyna að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump tapaði gegn Joe Biden. Maðurinn sást á upptökum úr öryggismyndavélum en hann var ekki þekkjanlegur á þeim myndum og hefur leitin að honum undanfarin ár ekki gengið vel. Hún hefur sömuleiðis getið af sér ýmsar samsæriskenningar, eins og það að maðurinn hafi í raun og veru verið útsendari djúpríkisins svokallaða og komið fyrir óvirkum sprengjum til að sverta ímynd Trumps og stuðningsmanna hans. Einn þeirra sem haldið hefur þessari kenningu á lofti er Dan Bongino, hægri sinnaður hljóðvarpsmaður sem er nú næstráðandi hjá FBI. Dan Bongino, næstráðandi hjá FBI, var áður hlaðvarpsstjórnandi þar sem hann hélt því fram að sprengjumaðurinn væri útsendari djúpríkisins og starfsmaður FBI.AP/Alex Brandon Fundu nýja vísbendingu í eldri gögnum Leitin að manninum hefur tekið nokkra kippi í gegnum árin. Myndir af manninum hafa verið endurbirtar af og til og hafa rannsakendur rætt við hundruð manna vegna rannsóknarinnar. Samkvæmt frétt New York Times beindu rannsakendur spjótum sínum að allt að tíu aðilum á fyrstu tveimur árum rannsóknarinnar. Rannsakendur reyndu að finna vísbendingar í símagögnum, reyndu að finna fólk sem hafði keypt hluti sem gætu hafa verið notaðir í sprengjurnar og kröfðu átján fyrirtæki sem selja strigaskó eins og maðurinn var í upplýsinga um kaupendur. Tiltölulega nýlega munu rannsakendur hafa ákveðið að rýna enn einu sinni í gögnin sem búið var að afla og eru þeir sagðir hafa rambað á nýja vísbendingu. Hún leiddi til handtöku Coles í dag. Á blaðamannafundi í dag sagði Kash Patel, yfirmaður FBI, að þegar gerð væri árás á höfuðborg Bandaríkjanna og lýðræðislegar stofnanir, væri í raun verið að gera árás á gildi Bandaríkjanna. Slíkt væri ólíðanlegt. Náðaði nærri því 1.600 manns sem réðust á þinghúsið Skömmu eftir að hann tók aftur við embætti forseta í upphafi þessa árs náðaði Trump alla þá sem höfðu verið dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið og felldi niður mál gegn þeim sem höfðu verið ákærðir. Þeirra á meðal voru menn sem voru dæmdir fyrir að ráðast á lögregluþjóna og fjölmargir sem játuðu. Rannsóknin vegna árásarinnar er umfangsmesta sakamálarannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Náðunarskipun Trumps var mjög umfangsmikil og sneri í raun að öllum þeim sem hafa verið dæmdir fyrir eða sakaðir um glæpi sem sneru með nokkrum hætti að árásinni á þinghúsið eða voru framdir nærri þinghúsinu. Mögulegt þykir að verjendur mannsins sem var handtekinn í dag geti reynt að nota þá náðun við varnir mannsins með því að halda því fram að hún nái yfir þá glæpi sem hann er sakaður um. Uppfært: Leitin að sprengjumanninum hefur staðið yfir í tæp fimm ár, ekki sex eins og stóð fyrst í fréttinni.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira