Handbolti

„Bæði að öskra á hana og í ein­hverri störukeppni við hana“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Matthildur Lilja fékk ekki sanngjarna meðferð frá dómurum leiksins að mati Arnars.
Matthildur Lilja fékk ekki sanngjarna meðferð frá dómurum leiksins að mati Arnars. getty images

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fékk að líta rautt spjald í 23-30 tapi Íslands gegn Spáni á HM í handbolta.

„Ég er alls ekki stoltur af því að fá rautt spjald, þetta var algjört rugl í mér, en mér fannst halla á okkur. Það voru dómar þarna sem mér fannst skrítnir“ sagði Arnar eftir leik og taldi upp nokkur atvik sem honum fannst dómurunum yfirsjást.

„Svo var attitude í dómaranum út í Matthildi, lengi vel var hann bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana, sem mér fannst alveg fáránlegt. En ég þarf að halda aftur af mér og haga mér“ bætti hann svo við.

Arnar sagði tilburði dómara við Matthildi þó ekki hafa verið ástæðuna fyrir rauða spjaldinu.

„Nei það átti sér stað fyrr. Það sem mér fannst þarna undir lokin var að við fáum á okkur ruðning, þær keyra upp og mér fannst ruðningur á þær en þær fá víti. Þá sagði ég eitthvað, sem mun nú kannski ekki teljast alvarlegt, en uppsafnað þá fékk ég rautt.“

Þjálfarinn var þó sáttur með frammistöðu liðsins í kvöld, eða allavega fyrstu fjörutíu mínúturnar og segir margt til að byggja ofan á þar fyrir lokaleik HM gegn Færeyjum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Arnar um rauða spjaldið sem hann fékk gegn Spáni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×