Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. desember 2025 20:39 Ársæll Guðmundsson hefur verið skólameistari Borgarholtsskóla í nær áratug. Vísir/Sammi Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara hefur verið í algleymingi frá því að greint var frá því í gær að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á næsta ári. Ársæll hefur starfað í menntakerfinu í fjóra áratugi og sagði ævistarfinu litla virðingu sýnda með þessari ákvörðun og sömuleiðis því að ráðherra sjálfur hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur fundinn þar sem það var tilkynnt. Rök ráðherra haldi engu vatni Líkt og greint hefur verið frá tekur Ársæll rökstuðningi stjórnvalda um að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi fyrirhugaðra kerfisbreytinga ekki trúlegum. Sjá einnig: Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ „Ráðherra sagði bara í dag að hann væri ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera. Ráðuneytið sagði við Skólameistarafélagafélagið fyrir tveimur dögum að það væri engin stefna í ráðuneytinu um endurskipun skólameistara. Svo segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sem segir eitthvað allt annað,“ segir Ársæll. „Þetta stenst engan veginn [...] Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir. Þessar skýringar halda engan veginn. Þær eru óskiljanlegar,“ segir hann svo. Sjá einnig: Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Hann segir um eftiráskýringar að ræða. „Þetta stenst engan veginn. Hins vegar hef ég sagt að þegar ég fékk þessi skilaboð frá starfsfólki ráðuneytisins, ekki einu sinni ráðherra, um að það eigi að auglýsa stöðu mína án nokkurra skýringa. Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir,“ segir hann. Gagnrýni á stjórnvöld að baki ákvörðuninni Ársæll segir þrjár ástæður liggja ákvörðuninni að baki. Skómálið svokallaða en Inga Sæland félagsmálaráðherra heldur því fram að barnabarn sitt hafi hætt í Borgarholtsskóla vegna þess. Því neitar Ársæll staðfastlega og segir það skráð á bækur skólans. Þá hafi hann einnig verið í hópi skólameistara sem gagnrýndu innleiðingu nýs stjórnsýslustig og samhliða því sviptingu skólameistara á fjárræði og mannaforráðum. Sömuleiðis hafi hann gagnrýnt harkalega stefnuleysi stjórnvalda og menntamálayfirvlada í málefnum fatlaðra framhaldsskólanema. Hann hafi safnað gögnum um innritum nemenda á sérnámsbrautum. Innritunin árið 2024 hafi gengið illa og kallaði Ársæll eftir aðgerðum. Þrátt fyrir þetta segist Ársæll glaður halda störfum sínum áfram. „Ég á frábæran vinnustað í Borgarholtsskóla og ef ráðherra dregur þessa ákvörðun sína til baka mun ég að sjálfsögðu halda áfram að starfa við þennan frábæra skóla,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara hefur verið í algleymingi frá því að greint var frá því í gær að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á næsta ári. Ársæll hefur starfað í menntakerfinu í fjóra áratugi og sagði ævistarfinu litla virðingu sýnda með þessari ákvörðun og sömuleiðis því að ráðherra sjálfur hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur fundinn þar sem það var tilkynnt. Rök ráðherra haldi engu vatni Líkt og greint hefur verið frá tekur Ársæll rökstuðningi stjórnvalda um að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi fyrirhugaðra kerfisbreytinga ekki trúlegum. Sjá einnig: Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ „Ráðherra sagði bara í dag að hann væri ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera. Ráðuneytið sagði við Skólameistarafélagafélagið fyrir tveimur dögum að það væri engin stefna í ráðuneytinu um endurskipun skólameistara. Svo segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sem segir eitthvað allt annað,“ segir Ársæll. „Þetta stenst engan veginn [...] Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir. Þessar skýringar halda engan veginn. Þær eru óskiljanlegar,“ segir hann svo. Sjá einnig: Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Hann segir um eftiráskýringar að ræða. „Þetta stenst engan veginn. Hins vegar hef ég sagt að þegar ég fékk þessi skilaboð frá starfsfólki ráðuneytisins, ekki einu sinni ráðherra, um að það eigi að auglýsa stöðu mína án nokkurra skýringa. Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir,“ segir hann. Gagnrýni á stjórnvöld að baki ákvörðuninni Ársæll segir þrjár ástæður liggja ákvörðuninni að baki. Skómálið svokallaða en Inga Sæland félagsmálaráðherra heldur því fram að barnabarn sitt hafi hætt í Borgarholtsskóla vegna þess. Því neitar Ársæll staðfastlega og segir það skráð á bækur skólans. Þá hafi hann einnig verið í hópi skólameistara sem gagnrýndu innleiðingu nýs stjórnsýslustig og samhliða því sviptingu skólameistara á fjárræði og mannaforráðum. Sömuleiðis hafi hann gagnrýnt harkalega stefnuleysi stjórnvalda og menntamálayfirvlada í málefnum fatlaðra framhaldsskólanema. Hann hafi safnað gögnum um innritum nemenda á sérnámsbrautum. Innritunin árið 2024 hafi gengið illa og kallaði Ársæll eftir aðgerðum. Þrátt fyrir þetta segist Ársæll glaður halda störfum sínum áfram. „Ég á frábæran vinnustað í Borgarholtsskóla og ef ráðherra dregur þessa ákvörðun sína til baka mun ég að sjálfsögðu halda áfram að starfa við þennan frábæra skóla,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent