Þungt yfir Austfirðingum í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2025 12:33 Jónína Brynjólfsdóttir segir samfélagið á Austfjörðum í sárum eftir fregnir gærdagsins. Vísir Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar. Ný samgönguáætlun var kynnt í gær þar sem ný jarðgangaáætlun var sett fram. Á henni eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng, sem lengi hafa verið efst á lista, sett á ís. Þungt yfir Austfirðingum Klukkan tvö í gær voru viðbragðsaðilar á Austfjörðum kallaðir út vegna alvarlegs bílslyss á heiðinni þar sem tveir bílar skullu saman. Í öðrum bílanna voru Íslendingar að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjónst, en erlendir ferðamenn í hinum. Átta voru í bílunum og lést einn. Kristján vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. „Hér er afskaplega þungt. Það var erfiður dagur í gær og það er mikið áfall að vinna úr bæði andlátið, er okkur þungbært, og síðan er framganga ráðherra í gær okkur afskaplega þungbær líka. Það er þung hljóðið í okkur fyrir austan í dag,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar. Villandi málflutningur Á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar fyrir nýja samgönguáætlun í gær sögðu ráðherrar að Fjarðarheiði eins og hún er núna sé hringtenging fyrir Austfirðinga og að göng yrðu afskaplega dýr. „Í dag er mér það bara efst í huga hvort vegir séu svo dýrir að mannslíf megi sín lítils. Með þeirri tillögu að jarðgöngum sem nú liggur fyrir að snúi að jarðgangnaleiðinni á Austurlandi er verið að beina meiri umferð inn á Fjarðarheiðina. Og þau leyfðu sér í gær að kalla hana hringtengingu. Ég hef kallað það villandi málflutning og ég stend við það. Það er villandi málflutningur.“ Mildi að enginn hafi látist í aurskriðunum Jónína bendir á að yfir veturinn sé Fjarðarheiði lokað í fjölmarga daga vegna vetrarfærðar og þar séu ekki með taldir þeir dagar sem heiðin er erfið yfirferðar. „Hér erum við með snjóflóðahættu öðrum megin í firðinum og aurskriðuhættu hinum megin í firðinum. Það er ekki lengra síðan en árið 2020 sem hér varð aurskriða og það er mildi að við skyldum ekki hafa misst nein mannslíf þá,“ segir Jónína. Múlaþing Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Samgönguslys Samgönguáætlun Tengdar fréttir Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. 4. desember 2025 11:04 Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. 4. desember 2025 11:02 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ný samgönguáætlun var kynnt í gær þar sem ný jarðgangaáætlun var sett fram. Á henni eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng, sem lengi hafa verið efst á lista, sett á ís. Þungt yfir Austfirðingum Klukkan tvö í gær voru viðbragðsaðilar á Austfjörðum kallaðir út vegna alvarlegs bílslyss á heiðinni þar sem tveir bílar skullu saman. Í öðrum bílanna voru Íslendingar að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjónst, en erlendir ferðamenn í hinum. Átta voru í bílunum og lést einn. Kristján vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. „Hér er afskaplega þungt. Það var erfiður dagur í gær og það er mikið áfall að vinna úr bæði andlátið, er okkur þungbært, og síðan er framganga ráðherra í gær okkur afskaplega þungbær líka. Það er þung hljóðið í okkur fyrir austan í dag,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar. Villandi málflutningur Á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar fyrir nýja samgönguáætlun í gær sögðu ráðherrar að Fjarðarheiði eins og hún er núna sé hringtenging fyrir Austfirðinga og að göng yrðu afskaplega dýr. „Í dag er mér það bara efst í huga hvort vegir séu svo dýrir að mannslíf megi sín lítils. Með þeirri tillögu að jarðgöngum sem nú liggur fyrir að snúi að jarðgangnaleiðinni á Austurlandi er verið að beina meiri umferð inn á Fjarðarheiðina. Og þau leyfðu sér í gær að kalla hana hringtengingu. Ég hef kallað það villandi málflutning og ég stend við það. Það er villandi málflutningur.“ Mildi að enginn hafi látist í aurskriðunum Jónína bendir á að yfir veturinn sé Fjarðarheiði lokað í fjölmarga daga vegna vetrarfærðar og þar séu ekki með taldir þeir dagar sem heiðin er erfið yfirferðar. „Hér erum við með snjóflóðahættu öðrum megin í firðinum og aurskriðuhættu hinum megin í firðinum. Það er ekki lengra síðan en árið 2020 sem hér varð aurskriða og það er mildi að við skyldum ekki hafa misst nein mannslíf þá,“ segir Jónína.
Múlaþing Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Samgönguslys Samgönguáætlun Tengdar fréttir Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. 4. desember 2025 11:04 Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. 4. desember 2025 11:02 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. 4. desember 2025 11:04
Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. 4. desember 2025 11:02
Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent