Fótbolti

Al­gjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Claudia Pina fagnar þriðja marki Spánar í kvöld og um leið öðru marki sínu.
Claudia Pina fagnar þriðja marki Spánar í kvöld og um leið öðru marki sínu. Getty/Angel Martinez

Spænska kvennalandsliðið vann Þjóðadeildina öðru sinni í kvöld eftir að hafa keyrt yfir þýska landsliðið í seinni leik liðanna.

Þýskaland og Spánn gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Þýskalandi en Spánn vann sannfærandi 3-0 sigur á Metropolitano-leikvanginum í Madrid í kvöld.

Claudia Pina var stjarna kvöldsins því hún skoraði tvö af mörkum spænska liðsins. Pina er leikmaður Barcelona.

Það var enn markalaust í hálfleik og liðin voru búin að spila 151 mínútu án þess að skora þegar Claudia Pina kom Spáni í 1-0 á 61. mínútu eftir sendingu frá assist by Mariona Caldentey.

Vicky Lopez kom Spáni í 2-0 á 68. mínútu með glæsimarki áður en Pina innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki á 74. mínútu en hún átti þá langskot sem hafnaði í markinu.

Spænska liðið er heimsmeistari og vann einnig Þjóðadeild kvenna fyrir tveimur árum þegar spilað var um þennan titil í fyrsta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×