Lækka verðmat á Brim vegna skerðingar á kvóta og ráðleggja fjárfestum að selja
Skerðingar í kvóta á makríl og kolmunna ráða hvað mestu um að virðismat Brims lækkar nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er núna ráðlagt að minnka við stöðu sína í sjávarútvegsfélaginu. Nýlega tilkynnt kaup Brims á öllu hlutafé Lýsis eru sögð vera á „þokkalega háu verði“ en þau muni hins vegar meðal annars tryggja Brim kaupanda að hliðarafurðum á borð við þorsklifur og geta þannig mögulega skapað meiri verðmæti úr þeim.
Tengdar fréttir
Hækkun veiðigjalda mun setja „töluverða pressu“ á framlegðarhlutfall Brims
Áhrifin af hækkun veiðigjalda munu þýða að EBITDA-hlutfall Brims lækkar nokkuð á komandi árum og nálgast um fimmtán prósent, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu á félaginu, en líklegt er að stjórnendum takist smám saman að snúa við þeirri þróun með markvissum hagræðingaraðgerðum. Með auknum veiðigjöldum, hækkandi kolefnissköttum og skerðingum í aflamarkaði þá kæmi ekki á óvart ef eldri og óhagkvæmari skipum yrði lagt innan fárra ára.
Hækkun veiðigjalda mun setja „töluverða pressu“ á framlegðarhlutfall Brims
Áhrifin af hækkun veiðigjalda munu þýða að EBITDA-hlutfall Brims lækkar nokkuð á komandi árum og nálgast um fimmtán prósent, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu á félaginu, en líklegt er að stjórnendum takist smám saman að snúa við þeirri þróun með markvissum hagræðingaraðgerðum. Með auknum veiðigjöldum, hækkandi kolefnissköttum og skerðingum í aflamarkaði þá kæmi ekki á óvart ef eldri og óhagkvæmari skipum yrði lagt innan fárra ára.