Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 19:30 Tom Aspinall er enn að glíma við afleiðingar þess að potað var í bæði augun hans í síðasta bardaga. Getty/ Chris Unger Bardagakappanum Tom Aspinall hefur verið bannað af læknum sínum að snúa aftur í hringinn. Þetta er komið til vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta bardaga. Aspinall hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn á UFC 321 gegn Ciryl Gane, sem potaði óvart í bæði augu Aspinalls. Aspinall hefur verið greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í báðum augum og hefur ekki enn fengið leyfi til að snúa aftur í hringinn, meira en mánuði eftir að hann hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn. Bardginn dæmdur ógildur Aspinall, 32 ára, gat ekki haldið áfram eftir að franski andstæðingurinn Ciryl Gane potaði óvart í bæði augu hans en hann hélt beltinu sínu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur. Læknaskýrsla, sem Aspinall birti á Instagram-reikningi sínum, sýnir að hann hefur verið greindur með „marktækt tvíhliða Brown-heilkenni af völdum áverka“ og þjáist enn af „viðvarandi“ tvísýni. Breska ríkisútvarpið segir frá. Hefur ekki heyrt í honum Aspinall sagðist ekki hafa heyrt frá Gane síðan í bardaganum og viðurkenndi í uppfærslu á YouTube-rás sinni að hann gæti þurft að fara í aðgerð. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum. Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið, en ég er ekki að æfa í ræktinni eins og er. Ég er ekki að gera neitt sem tengist MMA eins og er. Ég fylgi bara fyrirmælum læknisins núna og sé hvað gerist með heilsuna,“ sagði Aspinall. Með skerta augnhreyfigetu Brown-heilkenni er sjúkdómur þar sem augað getur ekki hreyfst upp á við, sérstaklega þegar horft er inn á við. Aspinall er einnig með skerta augnhreyfigetu, sjónvirkni og verulegt sjónsviðstap. Dómarinn Jason Herzog kaus að dæma bardagann ógildan frekar en að dæma Gane, 35 ára, úr leik fyrir brotið. Með því að dæma bardagann ógildan taldi hann brotið hafa verið óviljandi frekar en viljandi. Ef Gane hefði verið dæmdur úr leik hefði það verið skráð sem sigur fyrir Aspinall, sem vonast til að komast aftur í búrið með Gane þegar hann hefur náð sér. Ákafur í að berja á þessum gaur Aspinall bætti við: „Ég er augljóslega mjög ákafur í að komast aftur og berja á þessum gaur. En ég verð að vera 100% heill. Svo um leið og augað er tilbúið, þá geri ég það,“ sagði Aspinall. UFC-hanskar eru fingralausir og samtökin kynntu endurhannaða hanska í júní 2024 í því skyni að fækka augnpotum, skurðum og handameiðslum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) MMA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjá meira
Aspinall hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn á UFC 321 gegn Ciryl Gane, sem potaði óvart í bæði augu Aspinalls. Aspinall hefur verið greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í báðum augum og hefur ekki enn fengið leyfi til að snúa aftur í hringinn, meira en mánuði eftir að hann hlaut meiðslin þegar hann varði þungavigtartitil sinn. Bardginn dæmdur ógildur Aspinall, 32 ára, gat ekki haldið áfram eftir að franski andstæðingurinn Ciryl Gane potaði óvart í bæði augu hans en hann hélt beltinu sínu þar sem bardaginn var dæmdur ógildur. Læknaskýrsla, sem Aspinall birti á Instagram-reikningi sínum, sýnir að hann hefur verið greindur með „marktækt tvíhliða Brown-heilkenni af völdum áverka“ og þjáist enn af „viðvarandi“ tvísýni. Breska ríkisútvarpið segir frá. Hefur ekki heyrt í honum Aspinall sagðist ekki hafa heyrt frá Gane síðan í bardaganum og viðurkenndi í uppfærslu á YouTube-rás sinni að hann gæti þurft að fara í aðgerð. „Við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum. Það er auðvitað undir sérfræðingunum komið, en ég er ekki að æfa í ræktinni eins og er. Ég er ekki að gera neitt sem tengist MMA eins og er. Ég fylgi bara fyrirmælum læknisins núna og sé hvað gerist með heilsuna,“ sagði Aspinall. Með skerta augnhreyfigetu Brown-heilkenni er sjúkdómur þar sem augað getur ekki hreyfst upp á við, sérstaklega þegar horft er inn á við. Aspinall er einnig með skerta augnhreyfigetu, sjónvirkni og verulegt sjónsviðstap. Dómarinn Jason Herzog kaus að dæma bardagann ógildan frekar en að dæma Gane, 35 ára, úr leik fyrir brotið. Með því að dæma bardagann ógildan taldi hann brotið hafa verið óviljandi frekar en viljandi. Ef Gane hefði verið dæmdur úr leik hefði það verið skráð sem sigur fyrir Aspinall, sem vonast til að komast aftur í búrið með Gane þegar hann hefur náð sér. Ákafur í að berja á þessum gaur Aspinall bætti við: „Ég er augljóslega mjög ákafur í að komast aftur og berja á þessum gaur. En ég verð að vera 100% heill. Svo um leið og augað er tilbúið, þá geri ég það,“ sagði Aspinall. UFC-hanskar eru fingralausir og samtökin kynntu endurhannaða hanska í júní 2024 í því skyni að fækka augnpotum, skurðum og handameiðslum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
MMA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjá meira