„Okkar konur eiga meira skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 16:33 Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik á HM á miðvikudaginn, fyrir framan stappfulla höll í Stuttgart. Getty/marijan Murat Formaður þýska handknattleikssambandsins segir það reginhneyksli að þýsku ríkissjónvarpsstöðvarnar ARD og ZDF skuli ekki ætla að gera HM kvenna góð skil fyrr en komi að átta liða úrslitum. Þjóðverjar eru ásamt Hollendingum gestgjafar á mótinu og unnu öruggan sigur gegn Íslandi í fyrsta leik á miðvikudaginn. Þýskur almenningur getur hins vegar ekki fylgst með sínum konum á ARD eða ZDF í fyrstu sex leikjunum, í riðlakeppnunum, en getur greitt fyrir það að sjá beinar útsendingar í streymi. Þessu er Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, alls ekki hrifinn af. Hreint og klárt hneyksli „Hreint út sagt þá finnst mér þetta hneyksli. Okkar konur eiga meira skilið. Það að ARD skuli ekki vera fært um þetta og að sýnin sé ekki mikið betri á HM hjá ZDF er hreinlega skandall,“ sagði Michelmann við Bild í vikunni. Hann var ekki hættur: „Þarna snúa ARD og ZDF jafnréttismálum algjörlega á hvolf. Áhorfendur sjá engan leik hjá konunum okkar í riðlakeppninni og engan leik í milliriðli, stöðvarnar tvær ætla ekki að hefja útsendingar fyrr en í átta liða úrslitum. Þetta er einfaldlega hræðilegt og gerir mig virkilega reiðan. Þær ættu að prófa að leyfa sér þetta í fótboltanum, að byrja ekki að sýna frá kvennaleikjum fyrr en í átta liða úrslitum. Ég vil ekki vita hvað myndi þá gerast,“ sagði Michelmann. Allt önnur staða á Íslandi og í Danmörku Hér á landi er HM kvenna sýnt á RÚV, þar á meðal allir leikir Íslands en auk þess fjöldi fleiri leikja frá mótinu, strax í riðlakeppninni. Torsten Laen, formaður danska handknattleikssambandsins, tekur undir með Michelmann í samtali við Ekstra Bladet: Þetta er virkilega, virkilega svekkjandi. Fyrir handboltann og sérstaklega með tilliti til jafnréttis. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Hvers vegna velja þeir að sleppa þessu? Er virkilega eitthvað sem er mikilvægara? Er þetta of dýrt? Það væri áhugavert að fá þessa hluti útskýrða og rannsakaða, svo við getum tryggt útbreiðslu kvennahandboltans. Því þetta grefur undan jafnréttinu, eins og hann [Andreas Michelmann] segir. „Hneyksli“ er sterkt orð til að nota en hann er jú líka gestgjafi. En ég skal vera hreinskilinn og segja að ég myndi líklega líka nota stór orð ef DR og TV 2 myndu einn daginn ekki vilja sýna leikina okkar,“ sagði Laen. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Þjóðverjar eru ásamt Hollendingum gestgjafar á mótinu og unnu öruggan sigur gegn Íslandi í fyrsta leik á miðvikudaginn. Þýskur almenningur getur hins vegar ekki fylgst með sínum konum á ARD eða ZDF í fyrstu sex leikjunum, í riðlakeppnunum, en getur greitt fyrir það að sjá beinar útsendingar í streymi. Þessu er Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, alls ekki hrifinn af. Hreint og klárt hneyksli „Hreint út sagt þá finnst mér þetta hneyksli. Okkar konur eiga meira skilið. Það að ARD skuli ekki vera fært um þetta og að sýnin sé ekki mikið betri á HM hjá ZDF er hreinlega skandall,“ sagði Michelmann við Bild í vikunni. Hann var ekki hættur: „Þarna snúa ARD og ZDF jafnréttismálum algjörlega á hvolf. Áhorfendur sjá engan leik hjá konunum okkar í riðlakeppninni og engan leik í milliriðli, stöðvarnar tvær ætla ekki að hefja útsendingar fyrr en í átta liða úrslitum. Þetta er einfaldlega hræðilegt og gerir mig virkilega reiðan. Þær ættu að prófa að leyfa sér þetta í fótboltanum, að byrja ekki að sýna frá kvennaleikjum fyrr en í átta liða úrslitum. Ég vil ekki vita hvað myndi þá gerast,“ sagði Michelmann. Allt önnur staða á Íslandi og í Danmörku Hér á landi er HM kvenna sýnt á RÚV, þar á meðal allir leikir Íslands en auk þess fjöldi fleiri leikja frá mótinu, strax í riðlakeppninni. Torsten Laen, formaður danska handknattleikssambandsins, tekur undir með Michelmann í samtali við Ekstra Bladet: Þetta er virkilega, virkilega svekkjandi. Fyrir handboltann og sérstaklega með tilliti til jafnréttis. Þetta er eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Hvers vegna velja þeir að sleppa þessu? Er virkilega eitthvað sem er mikilvægara? Er þetta of dýrt? Það væri áhugavert að fá þessa hluti útskýrða og rannsakaða, svo við getum tryggt útbreiðslu kvennahandboltans. Því þetta grefur undan jafnréttinu, eins og hann [Andreas Michelmann] segir. „Hneyksli“ er sterkt orð til að nota en hann er jú líka gestgjafi. En ég skal vera hreinskilinn og segja að ég myndi líklega líka nota stór orð ef DR og TV 2 myndu einn daginn ekki vilja sýna leikina okkar,“ sagði Laen.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira