Handbolti

Ein breyting hjá Ís­landi fyrir kvöldið

Sindri Sverrisson skrifar
Elísa Elíasdóttir meiddist í leik með Val við þýska stórliðið Blomberg-Lippe á dögunum en er nú klár í slaginn.
Elísa Elíasdóttir meiddist í leik með Val við þýska stórliðið Blomberg-Lippe á dögunum en er nú klár í slaginn. vísir/Anton

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á hópi Íslands fyrir leikinn við Serbíu í kvöld, á HM kvenna í handbolta.

Eyjamærin Elísa Elíasdóttir, línumaður Vals, er nú klár í slaginn á ný eftir meiðsli og kemur inn í hópinn eftir að hafa misst af fyrsta leik, gegn Þýskalandi á miðvikudaginn.

Alexandra Líf Arnarsdóttir fær hins vegar hvíld í kvöld og er ekki í hópnum sem sjá má hér að neðan.

Ísland átti fínan leik gegn Þýskalandi en tapaði með sjö marka mun á endanum, 32-25. 

Serbía vann hins vegar, eins og búast mátti við, stórsigur gegn Úrúgvæ, 31-19.

Ljóst er að yfirgnæfandi líkur eru á að sigurliðið í kvöld taki með sér tvö stig inn í milliriðla en þangað fara þrjú efstu lið riðilsins.

Leikur Íslands og Serbíu í kvöld hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV og textalýsingu hér á Vísi.

Markmenn:

  • Hafdís Renötudóttir, Valur (72/5)
  • Sara Sif Helgadóttir, Haukar (16/0)

Aðrir leikmenn:

  • Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (11/8)
  • Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (14/31)
  • Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (67/89)
  • Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (28/99)
  • Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (33/63)
  • Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19)
  • Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (15/26)
  • Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (29/24)
  • Lovísa Thompson, Valur (32/66)
  • Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (3/0)
  • Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (5/3)
  • Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (40/164)
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur (93/207)
  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (49/70)

Tengdar fréttir

„Ég er með mikla orku“

„Hún er frábær liðsfélagi að hafa, gerir einhvern veginn alla í kringum sig glaðari og er bara alveg yndisleg“ sagði Elísa Elíasdóttur um liðsfélaga sinn í íslenska landsliðinu, Dönu Björg Guðmundsdóttir.

„Þær eru með frábæran línumann“

Eftir tap í opnunarleiknum á HM í handbolta tekur annað erfitt verkefni við hjá stelpunum okkar í dag, í formi Serbíu, þar sem sérstakar gætur þarf að hafa á línumanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×