Fótbolti

Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra

Aron Guðmundsson skrifar
Pape Abou Cisse er á leiðinni Vestur á firði. Hér má sjá hann fagna marki sínu gegn Arsenal á Emirates leikvanginum árið 2020.
Pape Abou Cisse er á leiðinni Vestur á firði. Hér má sjá hann fagna marki sínu gegn Arsenal á Emirates leikvanginum árið 2020. Vísir/Getty

Vestri hefur samið við senegalska miðvörðinn Pape Abou Cisse og mun hann leika með liðinu í Lengjudeildinni og í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Cisse er 30 ára gamall og kemur til Vestra á frjálsri sölu en hann var síðast á mála hjá Al-Shamal SC í Katar. 

Hann hefur yfir mikilli reynslu að skipa úr Evrópska boltanum hjá liðum á borð við Olympiacos í Grikklandi og AC Ajaccio í Frakklandi. 

Þess er getið í yfirlýsingu Vestra að Cisse hafi skorað á Emriates leikvanginum í einvígi Olympiacos og Ajaccio í Evrópudeildinni árið 2020 þegar að gríska liðið sló Skytturnar út. 

Cisse á að baki 16 A-landsleiki fyrir Senegal og vann Afríkukeppnina með sinni þjóð árið 2022 og spilaði sama ár með liðinu á HM í Katar. Hann er væntanlegur til Íslands í upphafi næsta árs.

Vestir leikur í Lengjudeildinni á næsta tímabili eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni á því síðasta. Liðið varð þó bikarmeistari í fyrsta sinn í sögunni og mun því leika í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×