Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2025 08:10 Salvini og Meloni, leiðtogar stjórnarflokkanna, ráða ráðum sínum. Getty/SOPA/Stefano Constantino Ítalska þingið hefur frestað umræðum um frumvarp sem átti að festa samþykki í lög. Frumvarpið byggir á samkomulagi forsætisráðherrans Giorgiu Meloni og helsta andstæðings hennar, Elly Shclein, leiðtoga Demókrata en það var aðstoðar forsætisráðherrann Matteo Salvini sem kom í veg fyrir framgang þess. Samþykkt frumvarpsins, sem hlaut afgreiðslu í neðri deild þingsins í síðustu viku, hefði gert það að verkum að kynmök án samþykkis hefðu verið skilgreind sem nauðgun og varðað allt að tólf ára fangelsi. Salvini, leiðtogi Bandalagsins, sagði lögin hins vegar myndu verða til þess að teppa dómskerfið. Þá væri hætta á því að lögin væru nýtt í hefndarskyni. Eins og sakir standa er kynferðisofbeldi skilgreint þannig í lögum á Ítalíu að um sé að ræða að einhver sé þvingaður til kynmaka undir hótunum eða ofbeldi. Það hefur ekki verið hægt að bera því við að samþykki hafi skort. Þetta gerir það að verkum að konur sem upplifa algjört máttleysi og geta ekki spornað við verknaðinum, hafa ekki fengið réttlætinu fullnægt. Salvini segist styðja lögin en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. Eins og er sé það háð einstaklingsbundnum túlkunum hvort um kynferðisofbeldi sé að ræða. Þannig opni það á að konur og menn noti lögin til að ná fram hefndum. Ráðherrar í ríkisstjórninni segja málið munu fara í gegn eftir lagfæringar. Ítalía Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Samþykkt frumvarpsins, sem hlaut afgreiðslu í neðri deild þingsins í síðustu viku, hefði gert það að verkum að kynmök án samþykkis hefðu verið skilgreind sem nauðgun og varðað allt að tólf ára fangelsi. Salvini, leiðtogi Bandalagsins, sagði lögin hins vegar myndu verða til þess að teppa dómskerfið. Þá væri hætta á því að lögin væru nýtt í hefndarskyni. Eins og sakir standa er kynferðisofbeldi skilgreint þannig í lögum á Ítalíu að um sé að ræða að einhver sé þvingaður til kynmaka undir hótunum eða ofbeldi. Það hefur ekki verið hægt að bera því við að samþykki hafi skort. Þetta gerir það að verkum að konur sem upplifa algjört máttleysi og geta ekki spornað við verknaðinum, hafa ekki fengið réttlætinu fullnægt. Salvini segist styðja lögin en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. Eins og er sé það háð einstaklingsbundnum túlkunum hvort um kynferðisofbeldi sé að ræða. Þannig opni það á að konur og menn noti lögin til að ná fram hefndum. Ráðherrar í ríkisstjórninni segja málið munu fara í gegn eftir lagfæringar.
Ítalía Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira