Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 07:02 Leikmenn á HM kvenna í handbolta mega mála neglurnar en þær verða að klippa þær stutt. Getty/Marijan Murat/ Heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta er í fullum gangi en á þessu móti þurfa handboltakonurnar að standast skoðun. Eins og þegar takkarnir eru skoðaðir hjá fótboltafólkinu þá þurfa handboltakonurnar að fara í skoðun fyrir leik. Langar og gervineglur eru nefnilega stórt vandamál á handboltavellinum. Nú eiga leikmenn á hættu að vera sendir í búningsklefann ef neglurnar eru of langar. Langar og gervineglur hafa valdið alvarlegum meiðslum á handboltavellinum, þar á meðal skurðum sem þurfti að sauma. Ný regla í alþjóðlegum handbolta krefst þess að leikmenn séu með stuttar neglur til að forðast meiðsli. Frétt um neglurnar á HM í handbolta hjá norska ríkisútvarpinu.NRK Sport Það er á ábyrgð liðsstjóra að tryggja að leikmenn fylgi reglunum því það verða ekki framkvæmdar kerfisbundnar naglaskoðanir af dómurum fyrir leiki. Sendar inn i klefa í klippingu Dómarar geta hins vegar tekið á slíku í leikjum. Brot á reglunni getur leitt til þess að leikmenn verði sendir í búningsklefann og fái ekki að spila fyrr en neglurnar eru nógu stuttar. Reglan hljómar þannig: Bannað er að vera með hluti sem geta skaðað aðra leikmenn eða veitt leikmanni ótilhlýðilegt forskot. Þetta nær til dæmis yfir höfuð- eða andlitshlífar, hanska, armbönd, úr, hringa, sýnileg göt, hálsmen eða keðjur, eyrnalokka, gleraugu með harðri umgjörð eða án festingar, hluti sem geta valdið skurðum og sárum (fingurneglur verða að vera stuttar) eða aðra hluti sem geta verið hættulegir.+ Per Morten Sødal er dómarastjóri hjá Alþjóða handknattleikssambandinu. „Leikmaðurinn sjálfur verður að yfirgefa völlinn og fær ekki að spila aftur fyrr en það er komið í lag,“ útskýrir Södal í samtali við norska ríkisútvarpið. Hann leggur þó áherslu á að ekki sé gert ráð fyrir mikilli naglaskoðun þegar heimsmeistaramótið í handbolta hefst í þessari viku. Þurfa ekki að sýna neglurnar fyrir leik „Það verður engin naglalögregla. Þær þurfa ekki að standa og sýna neglurnar fyrir leik, svo það sé sagt hreint út. Þetta er fyrst og fremst á ábyrgð leikmanna og liðsstjóra. En ef maður sér einhvern með of langar neglur fyrir leik, þá verður auðvitað bent á það,“ sagði Södal. Tilkynningar um nokkur ljót meiðsli urðu til þess að dómarastjórinn Espen Modahl hjá norska handknattleikssambandinu ákvað að grípa til aðgerða. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar um meiðsli vegna langra nagla eða gervinagla sem hafa valdið meiðslum bæði á höndum og í andliti með skurðum sem þurfti að sauma,“ sagði Espen Modahl við NRK. Atvikin sem hann vísar til hafa átt sér stað í neðri deildum í Noregi og í yngri flokkum. Voru ansi ljót sár Modahl leit meiðslin svo alvarlegum augum að hann ákvað að koma málinu áfram til alþjóðasambandsins. Per Morten Sødal, yfirdómari alþjóðasambandsins, átti ekki í neinum vandræðum með að breyta reglugerðinni. „Þetta voru ansi ljót sár. Það var í raun engin mikil umræða um þetta. Okkur fannst þetta skynsamlegt,“ sagði Sødal. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Langar og gervineglur eru nefnilega stórt vandamál á handboltavellinum. Nú eiga leikmenn á hættu að vera sendir í búningsklefann ef neglurnar eru of langar. Langar og gervineglur hafa valdið alvarlegum meiðslum á handboltavellinum, þar á meðal skurðum sem þurfti að sauma. Ný regla í alþjóðlegum handbolta krefst þess að leikmenn séu með stuttar neglur til að forðast meiðsli. Frétt um neglurnar á HM í handbolta hjá norska ríkisútvarpinu.NRK Sport Það er á ábyrgð liðsstjóra að tryggja að leikmenn fylgi reglunum því það verða ekki framkvæmdar kerfisbundnar naglaskoðanir af dómurum fyrir leiki. Sendar inn i klefa í klippingu Dómarar geta hins vegar tekið á slíku í leikjum. Brot á reglunni getur leitt til þess að leikmenn verði sendir í búningsklefann og fái ekki að spila fyrr en neglurnar eru nógu stuttar. Reglan hljómar þannig: Bannað er að vera með hluti sem geta skaðað aðra leikmenn eða veitt leikmanni ótilhlýðilegt forskot. Þetta nær til dæmis yfir höfuð- eða andlitshlífar, hanska, armbönd, úr, hringa, sýnileg göt, hálsmen eða keðjur, eyrnalokka, gleraugu með harðri umgjörð eða án festingar, hluti sem geta valdið skurðum og sárum (fingurneglur verða að vera stuttar) eða aðra hluti sem geta verið hættulegir.+ Per Morten Sødal er dómarastjóri hjá Alþjóða handknattleikssambandinu. „Leikmaðurinn sjálfur verður að yfirgefa völlinn og fær ekki að spila aftur fyrr en það er komið í lag,“ útskýrir Södal í samtali við norska ríkisútvarpið. Hann leggur þó áherslu á að ekki sé gert ráð fyrir mikilli naglaskoðun þegar heimsmeistaramótið í handbolta hefst í þessari viku. Þurfa ekki að sýna neglurnar fyrir leik „Það verður engin naglalögregla. Þær þurfa ekki að standa og sýna neglurnar fyrir leik, svo það sé sagt hreint út. Þetta er fyrst og fremst á ábyrgð leikmanna og liðsstjóra. En ef maður sér einhvern með of langar neglur fyrir leik, þá verður auðvitað bent á það,“ sagði Södal. Tilkynningar um nokkur ljót meiðsli urðu til þess að dómarastjórinn Espen Modahl hjá norska handknattleikssambandinu ákvað að grípa til aðgerða. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar um meiðsli vegna langra nagla eða gervinagla sem hafa valdið meiðslum bæði á höndum og í andliti með skurðum sem þurfti að sauma,“ sagði Espen Modahl við NRK. Atvikin sem hann vísar til hafa átt sér stað í neðri deildum í Noregi og í yngri flokkum. Voru ansi ljót sár Modahl leit meiðslin svo alvarlegum augum að hann ákvað að koma málinu áfram til alþjóðasambandsins. Per Morten Sødal, yfirdómari alþjóðasambandsins, átti ekki í neinum vandræðum með að breyta reglugerðinni. „Þetta voru ansi ljót sár. Það var í raun engin mikil umræða um þetta. Okkur fannst þetta skynsamlegt,“ sagði Sødal.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira