Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2025 15:03 Daníel Bjarnason er tónskáld og tónlistarstjórnandi og vann að nýjustu plötu Rosalíu. Daníel Bjarnason, tónskáld og tónlistarstjórnandi, var í risastóru hlutverki við gerð nýjustu plötu poppstjörnunnar Rosalíu, Lux. Þátttaka Daníels á plötunni kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og mátti hann ekki ræða hana við neinn í heilt ár. Spænska söngkonan Rosalía er fædd árið 1992 í Katalóníu og hefur á undanförnum árum skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Hún gaf út sína fyrstu plötu 2017 og sló svo rækilega í gegn fyrir sína næstu plötu, El Mal Querer, sem kom út ári síðar. Þriðja platan, Motomami, skilaði henni engu minna en heimsfrægð, en fjórða og nýjasta platan hennar Lux, sem kom út í byrjun nóvember, hefur hins vegar sprengt alla skala, slíkar voru viðtökurnar. Rosalia hefur safnað að sér verðlaunum.Mynd/Getty Meistaraverk og plata áratugarins eru orð sem notuð hafa verið til að lýsa plötunni sem jafnvel er sögð marka tímamót í tónlistarsögunni. Fimm stjörnur í Rolling Stone og ný met á topplistum Spotify og Billbord eru bara nokkur dæmi um árangur plötunnar til þessa. Rosalía syngur á alls fjórtán tungumálum á plötunni, og þótt íslenska sé ekki þar á meðal, þá koma Íslendingar heldur betur við sögu eins og Elín Margrét Böðvarsdóttir komst að í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. En hvað er það við Rosalíu og plötuna Lux sem þykir svona stórbotið? „Þetta er náttúrulega mjög flókið listaverk og það er ekkert endilega einhver ein túlkun. Fyrstu viðbrögð eru bara þessi músík, því hún er svo svakaleg og hefur svo mikil tilfinningaleg áhrif á mann,“ segir Nína Hjálmars menningarrýnir. „Í grunninn myndi maður halda að hún væri poppstjarna frá Spáni, Barcelona, en hún er miklu meira en það,“ segir Álfgrímur Aðalsteinsson, listamaður og aðdáandi. Björk og Rosalia hafa aldrei unnið saman áður en Björk kemur við sögu á nýjustu plötunni. „Mér finnst hún ótrúlega trú sjálfri sér. Hún er berskjölduð og einlæg og mér finnst það einmitt kristallast í þessari nýju plötu. Hún nær auðveldlega til þín,“ segir Isabel Alejandra Diaz aðdáandi. Rosalía er risaaðdáandi Bjarkar sem kemur við sögu í laginu Berghein. En Björk er sannarlega ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í þessu merkilega verki. Daníel Bjarnason tónskáld var í risastóru hlutverki við gerð plötunnar en hann hvorki meira né minna en stýrði sinfóníuhljómsveitinni sem þar gegnir algjöru lykilhlutverki. „Þetta kom frekar óvænt til. Það var hringt í mig fyrir sirka ári síðan, þá fékk ég símtal frá umboðsskrifstofu minni og ég var spurður hvort ég væri til í að koma eftir viku og stjórna upptöku á nýjustu plötu með Rosalíu. Ég bara sló til og sagði já,“ segir Daníel. Með mörg járn í eldinum „Svo fékk ég demoin af lögunum og fattaði þá að þetta væri kannski enn þá meira spennandi en ég hafði gert ráð fyrir og miklu meiri partur sem hljómsveitin væri af þessari plötu. Þannig byrjaði þetta og kom svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Að vanda er þessi færi og þaulreyndi listamaður með mörg járn í eldinum en hann vinnur sem stendur í nokkrum verkefnum. En honum þætti ekki leiðinlegt að gera eitthvað svipað aftur. Lítið hafði spurst út um hvað væri í vændum þar til Lux komst út svo Daníel þurfti að passa sig að kjafta ekki af sér. Hann skrifaði undir sérstakan samning þar sem kom fram að hann mætti ekki ræða plötuna við neinn í sex mánuði eða fram að útgáfu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar kemur fram að hver Íslendingurinn á fætur öðrum tekur þátt í þessu meistaraverki frá Rosalíu. Tónlist Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Spænska söngkonan Rosalía er fædd árið 1992 í Katalóníu og hefur á undanförnum árum skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Hún gaf út sína fyrstu plötu 2017 og sló svo rækilega í gegn fyrir sína næstu plötu, El Mal Querer, sem kom út ári síðar. Þriðja platan, Motomami, skilaði henni engu minna en heimsfrægð, en fjórða og nýjasta platan hennar Lux, sem kom út í byrjun nóvember, hefur hins vegar sprengt alla skala, slíkar voru viðtökurnar. Rosalia hefur safnað að sér verðlaunum.Mynd/Getty Meistaraverk og plata áratugarins eru orð sem notuð hafa verið til að lýsa plötunni sem jafnvel er sögð marka tímamót í tónlistarsögunni. Fimm stjörnur í Rolling Stone og ný met á topplistum Spotify og Billbord eru bara nokkur dæmi um árangur plötunnar til þessa. Rosalía syngur á alls fjórtán tungumálum á plötunni, og þótt íslenska sé ekki þar á meðal, þá koma Íslendingar heldur betur við sögu eins og Elín Margrét Böðvarsdóttir komst að í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöldi. En hvað er það við Rosalíu og plötuna Lux sem þykir svona stórbotið? „Þetta er náttúrulega mjög flókið listaverk og það er ekkert endilega einhver ein túlkun. Fyrstu viðbrögð eru bara þessi músík, því hún er svo svakaleg og hefur svo mikil tilfinningaleg áhrif á mann,“ segir Nína Hjálmars menningarrýnir. „Í grunninn myndi maður halda að hún væri poppstjarna frá Spáni, Barcelona, en hún er miklu meira en það,“ segir Álfgrímur Aðalsteinsson, listamaður og aðdáandi. Björk og Rosalia hafa aldrei unnið saman áður en Björk kemur við sögu á nýjustu plötunni. „Mér finnst hún ótrúlega trú sjálfri sér. Hún er berskjölduð og einlæg og mér finnst það einmitt kristallast í þessari nýju plötu. Hún nær auðveldlega til þín,“ segir Isabel Alejandra Diaz aðdáandi. Rosalía er risaaðdáandi Bjarkar sem kemur við sögu í laginu Berghein. En Björk er sannarlega ekki eini Íslendingurinn sem tekur þátt í þessu merkilega verki. Daníel Bjarnason tónskáld var í risastóru hlutverki við gerð plötunnar en hann hvorki meira né minna en stýrði sinfóníuhljómsveitinni sem þar gegnir algjöru lykilhlutverki. „Þetta kom frekar óvænt til. Það var hringt í mig fyrir sirka ári síðan, þá fékk ég símtal frá umboðsskrifstofu minni og ég var spurður hvort ég væri til í að koma eftir viku og stjórna upptöku á nýjustu plötu með Rosalíu. Ég bara sló til og sagði já,“ segir Daníel. Með mörg járn í eldinum „Svo fékk ég demoin af lögunum og fattaði þá að þetta væri kannski enn þá meira spennandi en ég hafði gert ráð fyrir og miklu meiri partur sem hljómsveitin væri af þessari plötu. Þannig byrjaði þetta og kom svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Að vanda er þessi færi og þaulreyndi listamaður með mörg járn í eldinum en hann vinnur sem stendur í nokkrum verkefnum. En honum þætti ekki leiðinlegt að gera eitthvað svipað aftur. Lítið hafði spurst út um hvað væri í vændum þar til Lux komst út svo Daníel þurfti að passa sig að kjafta ekki af sér. Hann skrifaði undir sérstakan samning þar sem kom fram að hann mætti ekki ræða plötuna við neinn í sex mánuði eða fram að útgáfu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar kemur fram að hver Íslendingurinn á fætur öðrum tekur þátt í þessu meistaraverki frá Rosalíu.
Tónlist Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“