Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2025 15:35 Sami miðinn kostaði 85 þúsund krónur hjá Icelandair en 51 þúsund krónur hjá SAS. Vísir/Vilhelm Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga. Sami miðinn kostaði 85 þúsund krónur hjá Icelandair en 51 þúsund krónur hjá SAS. Jóhann Örn B. Benediktsson segir í samtali við Vísi að hann hafi verið að skoða farmiða hjá Icelandair og hafi tekið eftir því að seinni liður ferðarinnar væri með flugvél SAS. Þá hafi hann kíkt á vef þess flugfélags til að skoða verðið. „Fyrst þegar ég skoðaði flugið með Icelandair kostaði það 85 þúsund krónur. Á vef SAS kostaði það 51 þúsund,“ segir Jóhann. Hann keypti miða af vef SAS og fór til baka inn á vef Icelandair til að taka skjáskot af verðinu þar. Þá hafði verðið hækkað um tuttugu þúsund krónur og var nú 105 þúsund. „Þetta er sami farmiðinn og hjá Icelandair, sama farangursheimildin og sömu flugvélarnar,“ segir Jóhann. Verðið hafði ekkert hækkað á vef SAS á sama tíma hjá Jóhanni en það var fyrir hádegi. Verðið hefur enn ekki breyst á vef SAS. Fyrst stóð hér að verðið hefði hækkað en það var rangt og hefur fréttinni verið breytt til marks um það. Uppfært kl. 18: Í skriflegu svari Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn fréttastofu segir að ástæðan fyrir muninum virðist aðallega liggja í því að SAS bjóði lægri fargjöld á sínum flugleggjum í gegnum heimasíðu sína en Icelandair greiði fyrir leggina samkvæmt samningi á milli félaganna. Fréttir af flugi Icelandair Tékkland Danmörk Neytendur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Sjá meira
Sami miðinn kostaði 85 þúsund krónur hjá Icelandair en 51 þúsund krónur hjá SAS. Jóhann Örn B. Benediktsson segir í samtali við Vísi að hann hafi verið að skoða farmiða hjá Icelandair og hafi tekið eftir því að seinni liður ferðarinnar væri með flugvél SAS. Þá hafi hann kíkt á vef þess flugfélags til að skoða verðið. „Fyrst þegar ég skoðaði flugið með Icelandair kostaði það 85 þúsund krónur. Á vef SAS kostaði það 51 þúsund,“ segir Jóhann. Hann keypti miða af vef SAS og fór til baka inn á vef Icelandair til að taka skjáskot af verðinu þar. Þá hafði verðið hækkað um tuttugu þúsund krónur og var nú 105 þúsund. „Þetta er sami farmiðinn og hjá Icelandair, sama farangursheimildin og sömu flugvélarnar,“ segir Jóhann. Verðið hafði ekkert hækkað á vef SAS á sama tíma hjá Jóhanni en það var fyrir hádegi. Verðið hefur enn ekki breyst á vef SAS. Fyrst stóð hér að verðið hefði hækkað en það var rangt og hefur fréttinni verið breytt til marks um það. Uppfært kl. 18: Í skriflegu svari Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn fréttastofu segir að ástæðan fyrir muninum virðist aðallega liggja í því að SAS bjóði lægri fargjöld á sínum flugleggjum í gegnum heimasíðu sína en Icelandair greiði fyrir leggina samkvæmt samningi á milli félaganna.
Fréttir af flugi Icelandair Tékkland Danmörk Neytendur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Sjá meira