Hvorki síldarævintýri né gervigreind Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 08:01 Að sögn Vilhelms ná myndirnar ekki að fanga óþefinn sem fylgdi síldinni og fyllti öll vit. Vísir/Vilhelm Það mætti halda að myndin hér að ofan væri unnin af gervigreind en ekki tekin af ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis snemma árs 2013. Þá varð sá fordæmalausi atburður að ríflega 35 þúsund tonn af síld drápust í Kolgrafafirði. Ástæðan var súrefnisþurrð. Fullur fjörður af síld en alls enginn ævintýrabragur. Þetta olli mikilli lífrænni mengun í firðinum, dauðum botndýrum á land í framhaldinu og drógu að sér tugþúsundir fugla og fjölda sjávarspendýra. Um fimmtíu manns, börn úr 5.-10. bekk í Grunnskóla Grundarfjarðar, félagar úr Ungmennafélagi Grundarfjarðar og einhverjir fullorðnir, fóru í Kolgrafafjörð þennan dag til að tína síld úr fjörunni. Síldin var síðan notuð í minkafóður sem selt var til Danmerkur. Sannkallaður síldarharmleikur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísi gerði sér ferð vestur á Snæfellsnes þennan dag og festi á filmu það sem fyrir augu bar. „Þetta var ótrúleg sjón sem blasti við, ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt,“ rifjar Vilhelm upp og segist seint gleyma lyktinni sem fylgdi þessu gífurlega magni af rotnandi fiski. „Sem betur fer hafði ég tekið með mér auka föt og stígvél, og svartan ruslapoka sem ég gat sett hin fötin í og keyrt með heim, ef ég hefði ekki gert það hefði ég líklega skemmt bílinn út af lyktinni.“ Krakkarnir fengu átta krónur fyrir kílóið. Það sást þó ekki högg á vatni en áætlað var að rúm 35 þúsund tonn af síld hefðu drepist í firðinum.Vísir/Vilhelm Síldin var sett í kör og síðan í bíla.Vísir/Vilhelm Síldardauðinn vakti mikla athygli bæði innanlands og utan, en engin önnur dæmi hafa fundist um þvílíkt magn dauðrar síldar í náttúrunni, þótt fjölmörg tilvik megi finna um sjórekna síld hér og annars staðar í mun minna magni.Vísir/Vilhelm Ungir og aldnir komu saman og allir lögðu hönd á bóg.Vísir/Vilhelm Þessi drengur gerði sér lítið fyrir þegar stund var á milli stríða, og lagðist til hvílu ofan á fiskihrúgunni.Vísir/Vilhelm Eftir síldardauðann sóttu fuglarnir bæði í lifandi og dauða síld og streymdu inn á svæðið í tugþúsunda tali.Vísir/Vilhelm Orsök síldardauðans var súrefnisskortur en súrefnismettun sjávarins virðist hafa fallið vegna langvarandi kyrrviðris og mikils lífmagns í firðinum.Vísir/Vilhelm Fullorðnir og börn hjálpuðust að og unnu hörðum höndum allan daginn. Ekki ólíkt síldarævintýrunum í gamla daga en allt öðruvísi stemning enda tilefnið hundleiðinlegt.Vísir/Vilhelm Þessi mynd var tekin í lok dags en og sjá má var ennþá hellingur af síld eftir í fjörunni.Vísir/Vilhelm Að neðan má sjá fyrri greinar þar sem sagan er rifjuð upp með myndum Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara. Ljósmyndun Dýraheilbrigði Grundarfjörður Umhverfismál Einu sinni var... Dýr Tengdar fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist. 23. nóvember 2025 09:00 Þegar allt sauð upp úr Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 16. nóvember 2025 09:00 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Þetta olli mikilli lífrænni mengun í firðinum, dauðum botndýrum á land í framhaldinu og drógu að sér tugþúsundir fugla og fjölda sjávarspendýra. Um fimmtíu manns, börn úr 5.-10. bekk í Grunnskóla Grundarfjarðar, félagar úr Ungmennafélagi Grundarfjarðar og einhverjir fullorðnir, fóru í Kolgrafafjörð þennan dag til að tína síld úr fjörunni. Síldin var síðan notuð í minkafóður sem selt var til Danmerkur. Sannkallaður síldarharmleikur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísi gerði sér ferð vestur á Snæfellsnes þennan dag og festi á filmu það sem fyrir augu bar. „Þetta var ótrúleg sjón sem blasti við, ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt,“ rifjar Vilhelm upp og segist seint gleyma lyktinni sem fylgdi þessu gífurlega magni af rotnandi fiski. „Sem betur fer hafði ég tekið með mér auka föt og stígvél, og svartan ruslapoka sem ég gat sett hin fötin í og keyrt með heim, ef ég hefði ekki gert það hefði ég líklega skemmt bílinn út af lyktinni.“ Krakkarnir fengu átta krónur fyrir kílóið. Það sást þó ekki högg á vatni en áætlað var að rúm 35 þúsund tonn af síld hefðu drepist í firðinum.Vísir/Vilhelm Síldin var sett í kör og síðan í bíla.Vísir/Vilhelm Síldardauðinn vakti mikla athygli bæði innanlands og utan, en engin önnur dæmi hafa fundist um þvílíkt magn dauðrar síldar í náttúrunni, þótt fjölmörg tilvik megi finna um sjórekna síld hér og annars staðar í mun minna magni.Vísir/Vilhelm Ungir og aldnir komu saman og allir lögðu hönd á bóg.Vísir/Vilhelm Þessi drengur gerði sér lítið fyrir þegar stund var á milli stríða, og lagðist til hvílu ofan á fiskihrúgunni.Vísir/Vilhelm Eftir síldardauðann sóttu fuglarnir bæði í lifandi og dauða síld og streymdu inn á svæðið í tugþúsunda tali.Vísir/Vilhelm Orsök síldardauðans var súrefnisskortur en súrefnismettun sjávarins virðist hafa fallið vegna langvarandi kyrrviðris og mikils lífmagns í firðinum.Vísir/Vilhelm Fullorðnir og börn hjálpuðust að og unnu hörðum höndum allan daginn. Ekki ólíkt síldarævintýrunum í gamla daga en allt öðruvísi stemning enda tilefnið hundleiðinlegt.Vísir/Vilhelm Þessi mynd var tekin í lok dags en og sjá má var ennþá hellingur af síld eftir í fjörunni.Vísir/Vilhelm Að neðan má sjá fyrri greinar þar sem sagan er rifjuð upp með myndum Vilhelms Gunnarssonar ljósmyndara.
Ljósmyndun Dýraheilbrigði Grundarfjörður Umhverfismál Einu sinni var... Dýr Tengdar fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist. 23. nóvember 2025 09:00 Þegar allt sauð upp úr Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 16. nóvember 2025 09:00 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Þegar Dorrit var forsetafrú Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist. 23. nóvember 2025 09:00
Þegar allt sauð upp úr Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 16. nóvember 2025 09:00