Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2025 11:03 Viktor Bjarki Daðason er að slá í gegn hjá FC Kaupmannahöfn. Samlandi hans, nú landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, hefur verið í þeirri stöðu hjá sama liði. Vísir/Samsett Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, viðurkennir að slæm reynsla hans af aðkasti sem Orri Steinn Óskarsson fékk á sínum tíma, er hann tók sín fyrstu skref sem ungur leikmaður með liðinu, spili inn í það hversu varfærnislega hann hafi spilað hinum unga Viktori Bjarka Daðasyni sem hefur undanfarið slegið í gegn með FCK. Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki var á skotskónum í Meistaradeildinni í gær í 3-2 sigri á Parken gegn Kairat Almaty. Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni þetta tímabilið og sló hann met spænska ungstirnisins Lamine Yamal hjá Barcelona, með því að verða yngsti leikmaðurinn til þess að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni. Viktor Bjarki gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Fram á síðasta ári og eftir að hafa slegið í gegn með yngri liðum félagsins hefur hann reglulega fengið tækifæri með aðalliðinu á yfirstandandi tímabili, komið að mörkum bæði í dönsku deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni. En mörgum finnst Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, hafa farið helst til of sparlega með Íslendinginn og telja að hann eigi skilið meiri spilatíma en Neestrup hefur sínar ástæður fyrir því, tímabilið hefur varið sveiflukennt hjá FC Kaupmannahöfn sem er að elta topplið AGF í deildinni heima fyrir. „Það má vel vera að ég hafi átt að gefa honum tækifæri fyrr og það hefði kannski alveg geta farið vel. En ef það hefði ekki farið vel þá hefði þessi sautján ára gamli strákur geta orðið fyrir aðkasti,“ sagði Neestrup í samtali við danska vefmiðilinn Bold eftir leik í gær. Jacob Neestrup, þjálfari FC KaupmannahafnarVísir/Getty Nú hafi Viktor tekið góð framfaraskref, náð að skora og leggja upp mörk en ekki orðið fyrir aðkasti þrátt fyrir að töp hafi læðst inn hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég man þegar að Orri var hjá okkur fyrir þremur árum síðan, þá vorum við í basli þegar að ég tók við liðinu í áttunda og svo níunda sæti dönsku deildarinnar. Hann spilaði nokkra leiki fyrst um sinn þar sem að hann brenndi af nokkrum færum, tapaði boltum og grátkórinn fór að hnýta í hann. Það var erfitt og ég dró lærdóm af þeirri biturri reynslu. Ef við hefðum unnið fimmtán leiki í röð þá hefði Viktor Bjarki ábyggilega fengið tækifærið hjá mér fyrr. Nú höfum við aðeins falið hann, séð um hann en þegar að hann á fullkomna frammistöðu í leik, eins og í kvöld, þá bankar hann fast á hurðina þegar kemur að meiri spilatíma. Það segir sig sjálft.“ Athyglisvert verður að sjá hvort Viktor Bjarki fái tækifærið í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar um komandi helgi þegar að liðið heimsækir AGF í afar mikilvægum leik þar sem að FC Kaupmannahöfn getur með sigri minnkað bilið í AGF á toppnum niður í þrjú stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Viktor Bjarki var á skotskónum í Meistaradeildinni í gær í 3-2 sigri á Parken gegn Kairat Almaty. Þetta var annað mark Viktors í Meistaradeildinni þetta tímabilið og sló hann met spænska ungstirnisins Lamine Yamal hjá Barcelona, með því að verða yngsti leikmaðurinn til þess að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni. Viktor Bjarki gekk í raðir FC Kaupmannahafnar frá Fram á síðasta ári og eftir að hafa slegið í gegn með yngri liðum félagsins hefur hann reglulega fengið tækifæri með aðalliðinu á yfirstandandi tímabili, komið að mörkum bæði í dönsku deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni. En mörgum finnst Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, hafa farið helst til of sparlega með Íslendinginn og telja að hann eigi skilið meiri spilatíma en Neestrup hefur sínar ástæður fyrir því, tímabilið hefur varið sveiflukennt hjá FC Kaupmannahöfn sem er að elta topplið AGF í deildinni heima fyrir. „Það má vel vera að ég hafi átt að gefa honum tækifæri fyrr og það hefði kannski alveg geta farið vel. En ef það hefði ekki farið vel þá hefði þessi sautján ára gamli strákur geta orðið fyrir aðkasti,“ sagði Neestrup í samtali við danska vefmiðilinn Bold eftir leik í gær. Jacob Neestrup, þjálfari FC KaupmannahafnarVísir/Getty Nú hafi Viktor tekið góð framfaraskref, náð að skora og leggja upp mörk en ekki orðið fyrir aðkasti þrátt fyrir að töp hafi læðst inn hjá FC Kaupmannahöfn. „Ég man þegar að Orri var hjá okkur fyrir þremur árum síðan, þá vorum við í basli þegar að ég tók við liðinu í áttunda og svo níunda sæti dönsku deildarinnar. Hann spilaði nokkra leiki fyrst um sinn þar sem að hann brenndi af nokkrum færum, tapaði boltum og grátkórinn fór að hnýta í hann. Það var erfitt og ég dró lærdóm af þeirri biturri reynslu. Ef við hefðum unnið fimmtán leiki í röð þá hefði Viktor Bjarki ábyggilega fengið tækifærið hjá mér fyrr. Nú höfum við aðeins falið hann, séð um hann en þegar að hann á fullkomna frammistöðu í leik, eins og í kvöld, þá bankar hann fast á hurðina þegar kemur að meiri spilatíma. Það segir sig sjálft.“ Athyglisvert verður að sjá hvort Viktor Bjarki fái tækifærið í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar um komandi helgi þegar að liðið heimsækir AGF í afar mikilvægum leik þar sem að FC Kaupmannahöfn getur með sigri minnkað bilið í AGF á toppnum niður í þrjú stig.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira