Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 07:27 Heimir Hallgrímsson og markvörðurinn Caoimhin Kelleher féllust í faðma eftir að Írland komst áfram í HM-umspilið. GEtty/Stephen McCarthy John Martin, yfirmaður knattspyrnumála írska knattspyrnusambandsins, færir í viðtali mörg rök fyrir því að vilja halda Heimi Hallgrímssyni sem landsliðsþjálfara en neitar þó að svara því hvort honum verði boðinn nýr samningur á næstunni. „Planið er að setjast niður fyrir jól og fara yfir það hvernig árið 2025 leit út,“ sagði Martin við Off the Ball. Heimir tók við írska landsliðinu í fyrrasumar og gerði þá samning sem gildir eins lengi og HM-draumur Íra. Samningurinn framlengdist því sjálfkrafa fram yfir HM-umspilið sem verður í lok mars, þar sem Írar mæta Tékkum í undanúrslitum á útivelli og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik í Dublin. Komist Írar á HM framlengist samningurinn svo fram yfir mótið næsta sumar. Írar bíða hins vegar einnig spenntir eftir undankeppni EM 2028 því mótið fer meðal annars fram á Írlandi og því miklar vonir bundnar við að liðið verði með þar. Þrátt fyrir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og svo Ungverjalandi á útivelli fyrr í þessum mánuði er enn óvíst hvort það verður Heimir sem fær EM-verkefnið og hvort rætt verður um nýjan samning á fundi þeirra Martins. Allt mjög jákvætt „Það góða varðandi Heimi er að það er allt mjög jákvætt. Þetta er jákvætt samtal. Ég þarf ekki að reyna að beina athyglinni annað vegna þess að við höfum náð slæmum úrslitum. Eins og maðurinn sagði sjálfur, breytum ekki jákvæðri sögu í neikvæða. Eins og ég sé þetta, ef við förum aftur til september áður en við spiluðum við Ungverjaland, þá átti hann í raun og veru mögulega minna eftir af samningnum sínum þá en hann á í dag. Þannig að það er jákvætt, það er vegna úrslitanna. Ég myndi segja að þetta sé allt saman mjög gott. Við setjumst niður með honum fyrir jól og sjáum hvernig gengur,“ sagði Martin. Í september virtist orðið afar líklegt að Heimir yrði ekki áfram þjálfari Íra, eftir tap gegn Armeníu, en nú er umræðan allt önnur. Líkar mjög vel við Heimi „Mér líkar bara mjög vel við hann, mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Ef þú skoðar sum úrslitin og undirliggjandi gögn, sem eru mjög mikilvæg, þá unnum við tvo af 16 leikjum í Þjóðadeildinni [áður en Heimir tók við] en hann hefur unnið fjóra af átta. Við höfðum aldrei unnið á útivelli í Þjóðadeildinni en hann hefur unnið tvo slíka leiki. Við höfðum ekki unnið hæst metna liðið í riðli í undankeppni í 10 ár, en hann gerði það. Við höfðum ekki unnið lið í öðrum styrkleikaflokki á útivelli í sjö eða átta ár og hann gerði það.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
„Planið er að setjast niður fyrir jól og fara yfir það hvernig árið 2025 leit út,“ sagði Martin við Off the Ball. Heimir tók við írska landsliðinu í fyrrasumar og gerði þá samning sem gildir eins lengi og HM-draumur Íra. Samningurinn framlengdist því sjálfkrafa fram yfir HM-umspilið sem verður í lok mars, þar sem Írar mæta Tékkum í undanúrslitum á útivelli og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu í úrslitaleik í Dublin. Komist Írar á HM framlengist samningurinn svo fram yfir mótið næsta sumar. Írar bíða hins vegar einnig spenntir eftir undankeppni EM 2028 því mótið fer meðal annars fram á Írlandi og því miklar vonir bundnar við að liðið verði með þar. Þrátt fyrir sigrana mögnuðu gegn Portúgal og svo Ungverjalandi á útivelli fyrr í þessum mánuði er enn óvíst hvort það verður Heimir sem fær EM-verkefnið og hvort rætt verður um nýjan samning á fundi þeirra Martins. Allt mjög jákvætt „Það góða varðandi Heimi er að það er allt mjög jákvætt. Þetta er jákvætt samtal. Ég þarf ekki að reyna að beina athyglinni annað vegna þess að við höfum náð slæmum úrslitum. Eins og maðurinn sagði sjálfur, breytum ekki jákvæðri sögu í neikvæða. Eins og ég sé þetta, ef við förum aftur til september áður en við spiluðum við Ungverjaland, þá átti hann í raun og veru mögulega minna eftir af samningnum sínum þá en hann á í dag. Þannig að það er jákvætt, það er vegna úrslitanna. Ég myndi segja að þetta sé allt saman mjög gott. Við setjumst niður með honum fyrir jól og sjáum hvernig gengur,“ sagði Martin. Í september virtist orðið afar líklegt að Heimir yrði ekki áfram þjálfari Íra, eftir tap gegn Armeníu, en nú er umræðan allt önnur. Líkar mjög vel við Heimi „Mér líkar bara mjög vel við hann, mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega. Ef þú skoðar sum úrslitin og undirliggjandi gögn, sem eru mjög mikilvæg, þá unnum við tvo af 16 leikjum í Þjóðadeildinni [áður en Heimir tók við] en hann hefur unnið fjóra af átta. Við höfðum aldrei unnið á útivelli í Þjóðadeildinni en hann hefur unnið tvo slíka leiki. Við höfðum ekki unnið hæst metna liðið í riðli í undankeppni í 10 ár, en hann gerði það. Við höfðum ekki unnið lið í öðrum styrkleikaflokki á útivelli í sjö eða átta ár og hann gerði það.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira