Erlent

Tveir þjóð­varð­liðar skotnir ná­lægt Hvíta húsinu

Agnar Már Másson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Viðbraðgsaðilar á vettvagi, nokkrum húsum frá Hvíta húsinu.
Viðbraðgsaðilar á vettvagi, nokkrum húsum frá Hvíta húsinu. AP

Tveir einkennisklæddir hermenn í Þjóðvarðaiði Bandaríkjanna voru skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washinton D.C., rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn, að sögn lögregluyfirvalda. 

Kristi Noem heimavarnaráðherra staðfestir á samfélagsmiðlum að tveir þjóðvarðliðar hafi verið skotnir. Hún segir að yfirvöld vinni náið með viðbragðsaðilum á svæðinu.

Tugir viðbragðsaðila eru á vettvangi skotárásarinnar, sem varð á gatnamótum 17th Street NW og I Street, sem er aðeins einni götu frá Hvíta húsinu. Lögreglan í borginni bendir fólki á að forðast svæðið.

Ástand þjóðvarðliðanna liggur ekki fyrir. Viðbragðsaðilar hafa gefið út að að meintur árásarmaður hafi verið handtekinn.

Þyrla á vettvangi árásarinnar.AP

Trump í Flórída

Talsmenn Donalds Trump forseta hafa ekki tjáð sig um málið enn, að undanskildri yfirlýsingu Karoline Leavitte fjölmiðlafulltrúa sem segir að ráðamenn séu meðvitaðir um málið og „fylgist grannt með þessu hörmulega ástandi.“

Leavitt sagði enn fremur að forsetinn hafi verið upplýstur um málið en hann er staddur í heimaríki sínu, Flórída, þar sem hann heldur upp á þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna.

Umdeild viðvera þjóðvarðliða

Sem fyrr segir liggur ástand þjóðvarðliðanna tveggja ekki fyrir.

Viðvera þjóðvarðliða í Washington hefur verið umdeil og í síðustu viku dæmdi dómari í ríkinu að hún væri líklegst ólögleg, einkum þar sem fjöldi þeirra hafði verið ræstur út frá öðrum ríkjum. Hann skipaði því Trump-stjórninni að þjóðvarðliða til baka en réttaráhrifum var frestað tl 11. desember. 

Frétt verður uppfærð.

Rauða blaðran merkir gatnamótin þar sem árásin átti sér stað.AP

Ath. Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að hinn grunaði hafi verið felldur. Hið rétta er að hann hafi verið handtekinn, samkvæmt fjölmiðlum i Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×