Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2025 14:46 Pétur Freyr Pétursson. Íþaka Pétur Freyr Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir aðhann muni taka við starfinu af Gunnari Val Gíslasyni sem hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hyggist láta af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins í árslok 2025. Pétur Freyr tekur við starfinu í byrjun árs 2026. „Gunnar Valur mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra móðurfélagsins, Íþöku ehf. Pétur Freyr er vel kunnugur félaginu en hann hefur verið viðskiptastjóri Íþöku fasteigna ehf. frá 1. mars 2023, sat í stjórn félagsins frá 9. apríl 2021 til 30. mars 2023 og sem varastjórnarmaður frá 1. apríl 2023. Pétur Freyr stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og er með BS gráðu í viðskiptafræði og viðbót í markaðsfræðum frá Costal Carolina & Nicholls State University,“ segir í tilkynningunni. „Með komu Péturs Freys heldur þróun félagsins áfram með áherslu á ábyrgan rekstur, styrkingu eignasafnsins og langtímasamstarf við leigutaka. Pétur Freyr er með skýra framtíðarsýn sem fellur vel að stefnu stjórnar um stöðugan og sjálfbæran vöxt,“ er haft eftir Birni Inga Victorssyni, stjórnarformanni Íþöku fasteigna ehf. „Um leið þakkar stjórn félagsins Gunnari Val Gíslasyni fyrir farsæl og öflug störf sem framkvæmdastjóri. Framlag hans hefur lagt traustan grunn að stöðu Íþöku fasteigna ehf. í dag. Við óskum honum velfarnaðar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á öðrum vettvangi,“ segir Björn Ingi. Þá segir Pétur Freyr að það séu forréttindi að taka við stjórnartaumunum hjá Íþöku fasteignum ehf. eftir að hafa notið leiðsagnar Gunnar Vals í nánu samstarfi okkar síðustu þrjú ár. „Hans framlag til samstæðunnar spannar rúm 20 ár og það er mikill styrkur fyrir félagið að njóta reynslu hans áfram. Undirstöður félagsins eru sterkar og telur eignasafn Íþöku samstæðunnar rúmlega 100.000fm af nýlegu og vönduðu húsnæði. Við munum halda áfram að byggja ofan á þennan grunn og horfa til nýrra tækifæra til að efla reksturinn og þjónustu við okkar viðskiptavini enn frekar. Við finnum fyrir vaxandi kröfum markaðarins um fyrsta flokks starfsumhverfi og munum mæta þeim af miklum metnaði.“ Vistaskipti Fasteignamarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir aðhann muni taka við starfinu af Gunnari Val Gíslasyni sem hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hyggist láta af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins í árslok 2025. Pétur Freyr tekur við starfinu í byrjun árs 2026. „Gunnar Valur mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra móðurfélagsins, Íþöku ehf. Pétur Freyr er vel kunnugur félaginu en hann hefur verið viðskiptastjóri Íþöku fasteigna ehf. frá 1. mars 2023, sat í stjórn félagsins frá 9. apríl 2021 til 30. mars 2023 og sem varastjórnarmaður frá 1. apríl 2023. Pétur Freyr stundaði háskólanám í Bandaríkjunum og er með BS gráðu í viðskiptafræði og viðbót í markaðsfræðum frá Costal Carolina & Nicholls State University,“ segir í tilkynningunni. „Með komu Péturs Freys heldur þróun félagsins áfram með áherslu á ábyrgan rekstur, styrkingu eignasafnsins og langtímasamstarf við leigutaka. Pétur Freyr er með skýra framtíðarsýn sem fellur vel að stefnu stjórnar um stöðugan og sjálfbæran vöxt,“ er haft eftir Birni Inga Victorssyni, stjórnarformanni Íþöku fasteigna ehf. „Um leið þakkar stjórn félagsins Gunnari Val Gíslasyni fyrir farsæl og öflug störf sem framkvæmdastjóri. Framlag hans hefur lagt traustan grunn að stöðu Íþöku fasteigna ehf. í dag. Við óskum honum velfarnaðar og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á öðrum vettvangi,“ segir Björn Ingi. Þá segir Pétur Freyr að það séu forréttindi að taka við stjórnartaumunum hjá Íþöku fasteignum ehf. eftir að hafa notið leiðsagnar Gunnar Vals í nánu samstarfi okkar síðustu þrjú ár. „Hans framlag til samstæðunnar spannar rúm 20 ár og það er mikill styrkur fyrir félagið að njóta reynslu hans áfram. Undirstöður félagsins eru sterkar og telur eignasafn Íþöku samstæðunnar rúmlega 100.000fm af nýlegu og vönduðu húsnæði. Við munum halda áfram að byggja ofan á þennan grunn og horfa til nýrra tækifæra til að efla reksturinn og þjónustu við okkar viðskiptavini enn frekar. Við finnum fyrir vaxandi kröfum markaðarins um fyrsta flokks starfsumhverfi og munum mæta þeim af miklum metnaði.“
Vistaskipti Fasteignamarkaður Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira