Handbolti

Elísa ekki með og Andrea utan hóps

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elísa Elíasdóttir getur ekki tekið þátt í kvöld.
Elísa Elíasdóttir getur ekki tekið þátt í kvöld. vísir

Andrea Jacobsen er ekki skráð í lokahóp íslenska landsliðsins á HM í Þýskalandi, sem hefst síðar í dag. Elísa Elíasdóttir verður ekki með í opnunarleiknum á eftir vegna meiðsla.

Andrea er að glíma við meiðsli í ökkla og sagðist í fyrsta lagi geta spilað á sunnudaginn, í lokaleik riðlakeppninnar gegn Úrúgvæ. Hún vildi þó ekki gera sér upp of miklar vonir en gæti komið inn á ögurstundu.

Heimilt er þá að bæta henni við sem átjánda leikmanni hópsins en sem stendur eru aðeins sautján leikmenn skráðir til leiks. Auk þess eru allt að fimm breytingar leyfilegar á meðan mótinu stendur.

Af þeim sautján leikmönnum verða sextán á skýrslu í opnunarleiknum gegn Þýskalandi á eftir, Elísa Elíasdóttir situr hjá vegna meiðsla í öxl.

Leikmannahópur Íslands í kvöld er eftirfarandi:

Markmenn 

  • Hafdís Renötudóttir, Valur (71/5) 
  • Sara Sif Helgadóttir, Haukar (15/0)

Aðrir leikmenn

  • Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (3/2)
  • Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (10/8)
  • Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (13/27)
  • Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (66/89)
  • Elín Klara Þorkelsdóttir, Savehof (27/94)
  • Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (32/60)
  • Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (14/26)
  • Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (28/20)
  • Lovísa Thompson, Valur (31/66)
  • Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (2/0)
  • Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (4/2)
  • Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (39/161)
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur (92/203)
  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (48/70)

Elísa Elíasdóttir hvílir í dag.

Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrugvæ sem fram fer í Stuttgart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×