Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2025 10:30 Konan var flutt á sjúkrahús eftir að maðurinn hennar flutti hana til líkbrennslu. AP/Wat Rat Prakhong Tham Starfsmönnum musteris í Taílandi brá verulega í brún um helgina þegar eldri kona sem komið var með til líkbrennslu reyndist lifandi í kistunni. Bróðir konunnar hafði talið að hún væri dáin og vildi láta brenna hana. AP fréttaveitan hefur eftir Pairat Soodthoop, framkvæmdastjóra musterisins, Wat Rat Prakhong Tham að bróðir 65 ára gamallar konunnar hafi komið með hana í líkkistu í musterið á sunnudaginn og beðið um að hún yrði brennd. Starfsmenn musterisins heyrðu þó lágt bank úr kistunni og skipaði framkvæmdastjórinn þeim að opna kistuna hið snarasta. Konan reyndist þá lifandi. Pairat segir að bróðir hennar hafi gefið þá skýringu að konan hafi verið veik og rúmföst í um tvö ár. Heilsa hennar hafi svo versnað til muna á undanförnum dögum og um helgina hafi hún virst hætt að anda. Maðurinn lagði hana því í líkkistu og keyrði hana um fimm hundrað kílómetra leið til Bangkok á sjúkrahús en konan mun áður hafa lagt til að hún vildi gefa sjúkrahúsinu líffæri sín. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að taka við líki konunnar, þar sem bróðir hennar var ekki með dánarvottorð, samkvæmt sögunni sem bróðirinn sagði Pairat. Umrætt musteri býður upp á ókeypis líkbrennslu en starfsmenn þess vildu ekki heldur taka við líki konunnar og brenna það, þar sem bróðirinn var ekki með dánarvottorð. Það var á meðan verið var að útskýra fyrir bróðurnum hvernig hann gæti fengið dánarvottorð þegar starfsmennirnir heyrðu bankið í kistunni. Konan var í kjölfarið send á sjúkrahús en Pairat segir að musterið muni greiða kostnaðinn af meðferðinni sem konan fær. Taíland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Pairat Soodthoop, framkvæmdastjóra musterisins, Wat Rat Prakhong Tham að bróðir 65 ára gamallar konunnar hafi komið með hana í líkkistu í musterið á sunnudaginn og beðið um að hún yrði brennd. Starfsmenn musterisins heyrðu þó lágt bank úr kistunni og skipaði framkvæmdastjórinn þeim að opna kistuna hið snarasta. Konan reyndist þá lifandi. Pairat segir að bróðir hennar hafi gefið þá skýringu að konan hafi verið veik og rúmföst í um tvö ár. Heilsa hennar hafi svo versnað til muna á undanförnum dögum og um helgina hafi hún virst hætt að anda. Maðurinn lagði hana því í líkkistu og keyrði hana um fimm hundrað kílómetra leið til Bangkok á sjúkrahús en konan mun áður hafa lagt til að hún vildi gefa sjúkrahúsinu líffæri sín. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að taka við líki konunnar, þar sem bróðir hennar var ekki með dánarvottorð, samkvæmt sögunni sem bróðirinn sagði Pairat. Umrætt musteri býður upp á ókeypis líkbrennslu en starfsmenn þess vildu ekki heldur taka við líki konunnar og brenna það, þar sem bróðirinn var ekki með dánarvottorð. Það var á meðan verið var að útskýra fyrir bróðurnum hvernig hann gæti fengið dánarvottorð þegar starfsmennirnir heyrðu bankið í kistunni. Konan var í kjölfarið send á sjúkrahús en Pairat segir að musterið muni greiða kostnaðinn af meðferðinni sem konan fær.
Taíland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira