Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2025 11:02 Jökull stendur í rammanum hjá FH næsta sumar. vísir/einar Markvörðurinn Jökull Andrésson segist vera spenntur fyrir því að berjast í efri hlutanum í Bestu deildinni á næsta tímabili en hann samdi við FH á dögunum. Jökull semur við FH til ársins 2028 en hann rifti samningi sínum við Aftureldingu á dögunum en Afturelding féll úr Bestu deild karla í sumar. FH mun tilkynna nýjan þjálfara á blaðamannafundi á morgun en samkvæmt heimildum íþróttadeildar mun Jóhannes Karl Guðjónsson taka við liðinu. „Ég er búinn að vera lengi að spjalla við FH og meira segja síðan í fyrra. Þetta er ótrúlega spennandi klúbbur og þessi völlur hérna er magnaður,“ segir Jökull í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi en í viðtalinu stendur Jökull á miðjum ísilögðum Kaplakrikavelli. „Aðstaðan hérna og allt er til fyrirmyndar. Svo er ég búinn að tala við fólkið hérna, fólk í kringum þetta sem náði gjörsamlega að selja mér þetta.“ Eins og áður segir féll Afturelding í sumar. Jökull hefur minni áhuga á því að vera í fallbaráttu næsta sumar. „Ég er búinn að ræða við forráðarmenn og þjálfarana og það er stefnan að vera í toppslagnum á næsta tímabili. Ég hef fulla trú á því og get einfaldlega ekki beðið.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að fara frá Aftureldingu. „Ég átti fullt af spjöllum við fólkið þar og fjölskyldu og vini. Við fórum upp í Bestu deildina saman og því miður fórum við niður saman líka. En Afturelding lét mig smá verða ástfanginn af fótbolta aftur. Ég fór á smá dimman stað þarna úti í Englandi og ég fann aftur hamingju og þau gáfu mér það.“ Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira
Jökull semur við FH til ársins 2028 en hann rifti samningi sínum við Aftureldingu á dögunum en Afturelding féll úr Bestu deild karla í sumar. FH mun tilkynna nýjan þjálfara á blaðamannafundi á morgun en samkvæmt heimildum íþróttadeildar mun Jóhannes Karl Guðjónsson taka við liðinu. „Ég er búinn að vera lengi að spjalla við FH og meira segja síðan í fyrra. Þetta er ótrúlega spennandi klúbbur og þessi völlur hérna er magnaður,“ segir Jökull í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi en í viðtalinu stendur Jökull á miðjum ísilögðum Kaplakrikavelli. „Aðstaðan hérna og allt er til fyrirmyndar. Svo er ég búinn að tala við fólkið hérna, fólk í kringum þetta sem náði gjörsamlega að selja mér þetta.“ Eins og áður segir féll Afturelding í sumar. Jökull hefur minni áhuga á því að vera í fallbaráttu næsta sumar. „Ég er búinn að ræða við forráðarmenn og þjálfarana og það er stefnan að vera í toppslagnum á næsta tímabili. Ég hef fulla trú á því og get einfaldlega ekki beðið.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að fara frá Aftureldingu. „Ég átti fullt af spjöllum við fólkið þar og fjölskyldu og vini. Við fórum upp í Bestu deildina saman og því miður fórum við niður saman líka. En Afturelding lét mig smá verða ástfanginn af fótbolta aftur. Ég fór á smá dimman stað þarna úti í Englandi og ég fann aftur hamingju og þau gáfu mér það.“
Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira