Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 23:17 Tindastólsmenn komust í úrslit á Íslandsmótinu í fyrra en voru heillum horfnir í Grindavík á fimmtudagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Tindastólsmenn voru í dauðafæri til að vinna toppslaginn á móti Grindavík í áttundu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta en útkoman var allt önnur en menn bjuggust við. Grindvíkingar, án tveggja byrjunarliðsmanna, sundurspiluðu Stólana og Bónus Körfuboltakvöld henti í einn góðan samanburð eftir að hafa orðið vitni að lélegasta leik Tindastólsliðsins í langan tíma. „Stólarnir, sem fóru í einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í vor og alla leið í oddaleik, voru allt annað en frábærir í þessum leik. Strákar, þetta minnti á eitt því þetta minnti ekki um neitt annað heldur en ódauðlega kvikmynd,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Bónus Körfuboltakvölds. Stefán sýndi í framhaldinu nokkrar furðulegar sóknir Stólana í samanburði við hvernig NBA-stjörnurnar litu út í Space Jam-myndinni. Klippa: Körfuboltakvöld bar saman Tindastólsmenn og NBA-stjörnurnar í Space Jam „Þetta var ótrúleg frammistaða hjá Tindastólsmönnum. Egill Birgisson er búinn að liggja yfir Space Jam í allan dag, búinn að finna bestu klippurnar,“ sagði Stefán Árni og sýndi myndbrot úr þeirri frægu mynd. Þeir bara týndu hæfileikunum „Þeir bara týndu hæfileikunum. Þetta er rosalegt. Umræðan fyrir þennan leik, strákar, var bara þannig að Tindastóll myndi bara vinna þennan leik mjög sannfærandi,“ sagði Stefán. Hann spurði sérfræðing sinn, Teit Örlygsson, um það hvort að þetta hafi verið vanmat. Allt liðið sleppti því að mæta „Ég held þetta, af því þetta hafi verið svona sitt lítið af hvoru. Maður spilaði svona marga leiki þar sem einhverjir leikmenn mættu ekki til leiks. Leikur sem átti að vinnast auðveldlega varð erfiður og jafnvel tapleikur,“ sagði Teitur. „Svo sérðu ekkert oft allt liðið bara sleppa því að mæta eins og Tindastólsliðið í gær og ég held að þeir hafi fundið það mjög fljótlega,“ sagði Teitur. „Ég sá viðtalið við Arnar eftir leikinn og Arnar var löngu búinn að jafna sig. Leikurinn var búinn að vera tapaður í klukkutíma þegar viðtalið var tekið við Arnar,“ sagði Teitur. Teitur hefur ekki áhyggjur af Stólunum „Hann sá alveg að þetta er bara einn af þessum dögum og svona gerist. Ég held þetta hafi engin áhrif á Tindastólsliðið og ég held þeir verði bara alveg flottir strax í næsta leik,“ sagði Teitur. „Þetta gerist og segir kannski ungu leikmönnum hvað hugurinn skiptir miklu máli í íþróttum. Það skiptir akkúrat engu máli hvað þú ert góður í einhverju ef hugurinn fylgir ekki,“ sagði Teitur. Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
„Stólarnir, sem fóru í einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í vor og alla leið í oddaleik, voru allt annað en frábærir í þessum leik. Strákar, þetta minnti á eitt því þetta minnti ekki um neitt annað heldur en ódauðlega kvikmynd,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Bónus Körfuboltakvölds. Stefán sýndi í framhaldinu nokkrar furðulegar sóknir Stólana í samanburði við hvernig NBA-stjörnurnar litu út í Space Jam-myndinni. Klippa: Körfuboltakvöld bar saman Tindastólsmenn og NBA-stjörnurnar í Space Jam „Þetta var ótrúleg frammistaða hjá Tindastólsmönnum. Egill Birgisson er búinn að liggja yfir Space Jam í allan dag, búinn að finna bestu klippurnar,“ sagði Stefán Árni og sýndi myndbrot úr þeirri frægu mynd. Þeir bara týndu hæfileikunum „Þeir bara týndu hæfileikunum. Þetta er rosalegt. Umræðan fyrir þennan leik, strákar, var bara þannig að Tindastóll myndi bara vinna þennan leik mjög sannfærandi,“ sagði Stefán. Hann spurði sérfræðing sinn, Teit Örlygsson, um það hvort að þetta hafi verið vanmat. Allt liðið sleppti því að mæta „Ég held þetta, af því þetta hafi verið svona sitt lítið af hvoru. Maður spilaði svona marga leiki þar sem einhverjir leikmenn mættu ekki til leiks. Leikur sem átti að vinnast auðveldlega varð erfiður og jafnvel tapleikur,“ sagði Teitur. „Svo sérðu ekkert oft allt liðið bara sleppa því að mæta eins og Tindastólsliðið í gær og ég held að þeir hafi fundið það mjög fljótlega,“ sagði Teitur. „Ég sá viðtalið við Arnar eftir leikinn og Arnar var löngu búinn að jafna sig. Leikurinn var búinn að vera tapaður í klukkutíma þegar viðtalið var tekið við Arnar,“ sagði Teitur. Teitur hefur ekki áhyggjur af Stólunum „Hann sá alveg að þetta er bara einn af þessum dögum og svona gerist. Ég held þetta hafi engin áhrif á Tindastólsliðið og ég held þeir verði bara alveg flottir strax í næsta leik,“ sagði Teitur. „Þetta gerist og segir kannski ungu leikmönnum hvað hugurinn skiptir miklu máli í íþróttum. Það skiptir akkúrat engu máli hvað þú ert góður í einhverju ef hugurinn fylgir ekki,“ sagði Teitur.
Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira