Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2025 10:57 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í skoðunarferð um bækistöðvar strandgæslunnar í Suður-Karólínu. Reglur gæslunnar hafa bannað notkun haturstákna eins og hakakrossins. Drög sem nýrri stefnu sem stofnunin var með í vinnslu gerðu ráð fyrir að slík tákn yrðu ekki lengur bönnuð með öllu. AP/Alex Brandon Bandaríska strandgæslan tók af tvímæli í gær um að hakakrossinn og hengingarsnörur væru haturstákn. Það gerði hún í kjölfar frétta um að hún ætlaði ekki lengur að skilgreina þau sem slík heldur „mögulega umdeild“ tákn. Tilkynning strandgæslunnar birtist sama dag og bandarískir fjölmiðlar sögðu frá drögum að stefnuskjali sem hún hafði látið gera fyrr í þessum mánuði þar sem hakakrossinn og snaran væru talin geta mögulega valdið sundurlyndi. Táknin hafa um árabil verið skilgreind sem haturstákn sem strandgæslunni er bannað að nota. Samkvæmt stefnudrögunum hefðu þau ekki lengur verið bönnuð. Stjórnendur mættu fjarlægja þau ef þau sæjust opinberlega en ekki væri bannað að hafa þau í einkarýmum fjarri augum almennings, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Tíðindi vöktu reiði og hneykslan. Menachem Rosensaft, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla sem er sjálfur gyðingur, sagði hakakrossinn helsta tákn haturs og fordóma. Að skilgreina hann ekki lengur sem slíkt væri eins og að telja krossbrennur og hettur Kú Klúx Klan-samtakanna aðeins „mögulega sundrandi“. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði tillöguna „viðbjóðslega“. Með henni æli Repúblikanaflokkurinn enn á öfgahyggju. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingmaður flokksins, sagði þá hugsun sækja að sér að þetta bendi til einhvers konar samkrulls á milli stjórnvalda og öfgaafla. Sama dag og forsetinn ýjaði að því að þingmenn yrðu hengdir Strandgæslan brást skjótt við og tók sérstaklega fram að hakakrossinn, líkt og önnur tákn sem haturshópar notuðust við, væri bannaður. „Þetta er ekki uppfærð stefna heldur ný stefna til þess að taka á misvísandi upplýsingum og ítreka að bandaríska strandgæslan bannar þessi tákn,“ sagði í tilkynningu stofnunarinnar í gær. Fyrri reglur strandgæslunnar kváðu á um að það flokkaðist sem „hatursatvik“ ef starfsmenn hennar yrðu uppvísir að notkun haturstákna. Eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við var hugtakið „hatursatvik“ fjarlægt úr reglunum en hún beitti sér af hörku gegn öllu sem hún taldi ívilna minnihlutahópum og stuðlaði að jafnrétti. Hugtakið er enn fjarverandi í reglunum eftir uppfærsluna í gær. Fréttirnar af mögulegri útvötnun á skilgreiningu hakakrossins og snörunnar birtust sama dag og Trump forseti deildi samfélagsmiðlafærslu frá notanda með járnkross sem notandamynd sína og hvatti til þess að þingmenn demókrata yrðu hengdir. Nasistar notuðu útgáfu af járnkrossinum í myndmáli sínu. Útbreitt á meðal hvítra þjóðernissinna Hakakrossinn var helsta tákn þýskra nasista þótt táknið sem slíkt væri mun eldra. Undir fána skreyttum krossinum myrtu nasistar um sex milljónir evrópskra gyðinga í helför sinni. Ýmsar nýnasista og öfgahægrihreyfingar halda hakarkossinum enn á lofti. Snaran hefur sérstaka þýðingu í Bandaríkunum en hún skírskotar til þess að Kú Klúx Klan-liðar og aðrir hvítir menn tóku blökkumenn af lífi utan dóms og laga með því að hengja þá. Áætlað er að hátt í fimm þúsund blökkumenn hafi verið hengdir í Bandaríkjunum frá síðustu áratugum 19. aldar fram á seinni hluta þeirrar tuttugustu. Stuðningsmaður Donalds Trump með Suðurríkjafánann inni í bandaríska þinghúsinu í árás æsts múgs á það 6. janúar árið 2021.Vísir/EPA Reglur strandgæslunnar hafa einnig bannað notkun fána gömlu Suðurríkjanna sem reyndu að kljúfa sig úr ríkjasambandinu til þess að halda áfram þrælahaldi á 19. öld. Hvítir þjóðernissinnar í Bandaríkjunum hafa haft sérstakt dálæti á honum í gegnum tíðina. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Tilkynning strandgæslunnar birtist sama dag og bandarískir fjölmiðlar sögðu frá drögum að stefnuskjali sem hún hafði látið gera fyrr í þessum mánuði þar sem hakakrossinn og snaran væru talin geta mögulega valdið sundurlyndi. Táknin hafa um árabil verið skilgreind sem haturstákn sem strandgæslunni er bannað að nota. Samkvæmt stefnudrögunum hefðu þau ekki lengur verið bönnuð. Stjórnendur mættu fjarlægja þau ef þau sæjust opinberlega en ekki væri bannað að hafa þau í einkarýmum fjarri augum almennings, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Tíðindi vöktu reiði og hneykslan. Menachem Rosensaft, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla sem er sjálfur gyðingur, sagði hakakrossinn helsta tákn haturs og fordóma. Að skilgreina hann ekki lengur sem slíkt væri eins og að telja krossbrennur og hettur Kú Klúx Klan-samtakanna aðeins „mögulega sundrandi“. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði tillöguna „viðbjóðslega“. Með henni æli Repúblikanaflokkurinn enn á öfgahyggju. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingmaður flokksins, sagði þá hugsun sækja að sér að þetta bendi til einhvers konar samkrulls á milli stjórnvalda og öfgaafla. Sama dag og forsetinn ýjaði að því að þingmenn yrðu hengdir Strandgæslan brást skjótt við og tók sérstaklega fram að hakakrossinn, líkt og önnur tákn sem haturshópar notuðust við, væri bannaður. „Þetta er ekki uppfærð stefna heldur ný stefna til þess að taka á misvísandi upplýsingum og ítreka að bandaríska strandgæslan bannar þessi tákn,“ sagði í tilkynningu stofnunarinnar í gær. Fyrri reglur strandgæslunnar kváðu á um að það flokkaðist sem „hatursatvik“ ef starfsmenn hennar yrðu uppvísir að notkun haturstákna. Eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við var hugtakið „hatursatvik“ fjarlægt úr reglunum en hún beitti sér af hörku gegn öllu sem hún taldi ívilna minnihlutahópum og stuðlaði að jafnrétti. Hugtakið er enn fjarverandi í reglunum eftir uppfærsluna í gær. Fréttirnar af mögulegri útvötnun á skilgreiningu hakakrossins og snörunnar birtust sama dag og Trump forseti deildi samfélagsmiðlafærslu frá notanda með járnkross sem notandamynd sína og hvatti til þess að þingmenn demókrata yrðu hengdir. Nasistar notuðu útgáfu af járnkrossinum í myndmáli sínu. Útbreitt á meðal hvítra þjóðernissinna Hakakrossinn var helsta tákn þýskra nasista þótt táknið sem slíkt væri mun eldra. Undir fána skreyttum krossinum myrtu nasistar um sex milljónir evrópskra gyðinga í helför sinni. Ýmsar nýnasista og öfgahægrihreyfingar halda hakarkossinum enn á lofti. Snaran hefur sérstaka þýðingu í Bandaríkunum en hún skírskotar til þess að Kú Klúx Klan-liðar og aðrir hvítir menn tóku blökkumenn af lífi utan dóms og laga með því að hengja þá. Áætlað er að hátt í fimm þúsund blökkumenn hafi verið hengdir í Bandaríkjunum frá síðustu áratugum 19. aldar fram á seinni hluta þeirrar tuttugustu. Stuðningsmaður Donalds Trump með Suðurríkjafánann inni í bandaríska þinghúsinu í árás æsts múgs á það 6. janúar árið 2021.Vísir/EPA Reglur strandgæslunnar hafa einnig bannað notkun fána gömlu Suðurríkjanna sem reyndu að kljúfa sig úr ríkjasambandinu til þess að halda áfram þrælahaldi á 19. öld. Hvítir þjóðernissinnar í Bandaríkjunum hafa haft sérstakt dálæti á honum í gegnum tíðina.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent