Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2025 09:31 Elías Már Ómarsson skoraði átta mörk fyrir NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni síðasta vetur, áður en hann flutti til Kína í sumar. Getty/Marcel van Dorst Líklegt þykir að sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson snúi heim til Íslands í vetur og ljóst að félög í Bestu deildinni fylgjast grannt með þróun mála hjá þessum þrítuga fótboltamanni. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar, segir þó ekkert hægt að segja til um það að sinni hvort að Elías spili í Bestu deildinni næsta sumar. Elías er í dag leikmaður Meizhou Hakka í kínversku ofurdeildinni, og hefur skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í þrettán leikjum, eftir að hafa skorað átta mörk á síðustu leiktíð í hollensku úrvalsdeildinni. Gætu fallið á morgun Hakka rambar hins vegar á barmi falls niður í næstefstu deild og þarf að vinna Beijing Guoan í lokaumferðinni í fyrramálið, og treysta á að næsta lið fyrir ofan (Qingdao Hainiu) tapi sínum leik. „Fall getur breytt hlutunum,“ segir Ólafur en Elías er með samning við Hakka sem gildir fram í júlí á næsta ári. Ljóst er að hans gamla félag Keflavík hefur mikinn áhuga á að fá Elías í sínar raðir, sem eflaust hefði mikil áhrif á nýliðana, og að flest af toppliðunum í deildinni renna einnig hýru auga til hans. Áratugur í atvinnumennsku Elías, sem á að baki 9 A-landsleiki, hefur víða skorað mörk á löngum atvinnumannaferli eftir að hann kvaddi Keflavík og hélt til Noregs árið 2015. Hann lék með Vålerenga í Noregi, Gautaborg í Svíþjóð og svo Excelsior í Hollandi þar sem hann skoraði átta mörk í efstu deild og svo 34 mörk á tveimur leiktíðum í næstefstu deild Hollands. Elías fór svo til Nimes í Frakklandi 2021 og skoraði þar sjö mörk í 41 leik í næstefstu deild, áður en hann sneri aftur til Hollands og lék bæði í næstefstu og efstu deild með NAC Breda, þar sem hann skoraði 23 mörk á þremur leiktíðum. Hann hélt svo til Kína síðastliðið sumar. Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar, segir þó ekkert hægt að segja til um það að sinni hvort að Elías spili í Bestu deildinni næsta sumar. Elías er í dag leikmaður Meizhou Hakka í kínversku ofurdeildinni, og hefur skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í þrettán leikjum, eftir að hafa skorað átta mörk á síðustu leiktíð í hollensku úrvalsdeildinni. Gætu fallið á morgun Hakka rambar hins vegar á barmi falls niður í næstefstu deild og þarf að vinna Beijing Guoan í lokaumferðinni í fyrramálið, og treysta á að næsta lið fyrir ofan (Qingdao Hainiu) tapi sínum leik. „Fall getur breytt hlutunum,“ segir Ólafur en Elías er með samning við Hakka sem gildir fram í júlí á næsta ári. Ljóst er að hans gamla félag Keflavík hefur mikinn áhuga á að fá Elías í sínar raðir, sem eflaust hefði mikil áhrif á nýliðana, og að flest af toppliðunum í deildinni renna einnig hýru auga til hans. Áratugur í atvinnumennsku Elías, sem á að baki 9 A-landsleiki, hefur víða skorað mörk á löngum atvinnumannaferli eftir að hann kvaddi Keflavík og hélt til Noregs árið 2015. Hann lék með Vålerenga í Noregi, Gautaborg í Svíþjóð og svo Excelsior í Hollandi þar sem hann skoraði átta mörk í efstu deild og svo 34 mörk á tveimur leiktíðum í næstefstu deild Hollands. Elías fór svo til Nimes í Frakklandi 2021 og skoraði þar sjö mörk í 41 leik í næstefstu deild, áður en hann sneri aftur til Hollands og lék bæði í næstefstu og efstu deild með NAC Breda, þar sem hann skoraði 23 mörk á þremur leiktíðum. Hann hélt svo til Kína síðastliðið sumar.
Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira