Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2025 12:31 Alexander Isak og Viktor Gyökeres fagna marki en þeir verða væntanlega báðir á betri stað í mars en þeir eru núna. Getty/Michael Campanella/ Svíar og Danir segjast hafa dottið í lukkupottinn þegar dregið var í umspilið um síðustu fjögur lausu sæti Evrópu í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Miðað við viðbrögð Svía og Dana þá telja þjóðirnar sig vera í dauðafæri að tryggja sig inn á mótið. Svíþjóð mætir Úkraínu í undanúrslitum á útivelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Póllands og Albaníu á heimavelli. Svíar eru ánægðir með það. Bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu „Þetta verður að teljast augljóst tækifæri, miðað við styrkleikaröðun liðanna. Miðað við forsendurnar tel ég að bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu, sem spilar ekki einu sinni á heimavelli, og Pólland og Albanía virðast líka möguleg,“ sagði sænski fótboltalýsandinn Olof Lundh við TV4. Í undankeppni HM spilaði Úkraína á mismunandi leikvöngum í Póllandi. Þetta er eiginlega ótrúleg „Nánast fullkominn dráttur. Undankeppni Svía fyrir HM er ein löng brekka þar sem þeir hafa klesst á, keyrt út í skurð, bakkað á staur en fá samt tækifæri til að taka bílprófið, það er að segja að komast á HM. Þetta er eiginlega ótrúlegt, við ættum að vera þakklát,“ sagði Jonas Eriksson, sérfræðingur SVT. Danmörk mætir Norður-Makedóníu í sínum undanúrslitaleik og það á heimavelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Tékklands og Írlands á útivelli. Heimir Hallgrímsson og strákarnir verða á heimavelli komist þeir í leikinn. Ekstra Bladet í Danmörku kallar það áfall og óheppilegan drátt að þeir þurfi að spila hugsanlegan úrslitaleik á útivelli. Drógu Svarta-Pétur „Örlögin höguðu því þannig að Danmörk dró Svarta-Pétur,“ skrifa þeir. Hjá danska BT er það samt kallað hneyksli ef þeir komast ekki áfram. „Allt annað en Svíþjóð. Danmörk er sigurstranglegast. Danmörk hefur sjálf komið sér í þessar ógöngur. Við verðum sjálf að koma okkur út úr þeim. Það eigum við að geta, allt annað væri hneyksli,“ sagði Lasse Vøge, íþróttafréttastjóri BT. Brian Riemer, landsliðsþjálfari Dana, var feginn að sleppa við Svíþjóð en hefði kosið heimavöll í hugsanlegum úrslitaleik umspilsins. „Ég vildi gjarnan sleppa við Svíþjóð þar sem mér finnst liðið, með sína stjörnusveit, hafa mun meiri gæði en það hefur sýnt. Auk þess eigum við okkur sögu með Svíþjóð sem myndi gera þetta að mjög sérstökum leik,“ sagði Brian Riemer við BT. „Ég er búinn að kanna Norður-Makedóníu aðeins og við vitum að þetta er Balkanskagalið sem spilar af hjartans lyst. Nú þurfum við að fara að gera ítarlegri greiningu. Það verður ferli næstu mánuði og þegar leikirnir koma í mars munum við vita allt um þá, niður í smæstu atriði,“ sagði Riemer. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira
Miðað við viðbrögð Svía og Dana þá telja þjóðirnar sig vera í dauðafæri að tryggja sig inn á mótið. Svíþjóð mætir Úkraínu í undanúrslitum á útivelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Póllands og Albaníu á heimavelli. Svíar eru ánægðir með það. Bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu „Þetta verður að teljast augljóst tækifæri, miðað við styrkleikaröðun liðanna. Miðað við forsendurnar tel ég að bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu, sem spilar ekki einu sinni á heimavelli, og Pólland og Albanía virðast líka möguleg,“ sagði sænski fótboltalýsandinn Olof Lundh við TV4. Í undankeppni HM spilaði Úkraína á mismunandi leikvöngum í Póllandi. Þetta er eiginlega ótrúleg „Nánast fullkominn dráttur. Undankeppni Svía fyrir HM er ein löng brekka þar sem þeir hafa klesst á, keyrt út í skurð, bakkað á staur en fá samt tækifæri til að taka bílprófið, það er að segja að komast á HM. Þetta er eiginlega ótrúlegt, við ættum að vera þakklát,“ sagði Jonas Eriksson, sérfræðingur SVT. Danmörk mætir Norður-Makedóníu í sínum undanúrslitaleik og það á heimavelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Tékklands og Írlands á útivelli. Heimir Hallgrímsson og strákarnir verða á heimavelli komist þeir í leikinn. Ekstra Bladet í Danmörku kallar það áfall og óheppilegan drátt að þeir þurfi að spila hugsanlegan úrslitaleik á útivelli. Drógu Svarta-Pétur „Örlögin höguðu því þannig að Danmörk dró Svarta-Pétur,“ skrifa þeir. Hjá danska BT er það samt kallað hneyksli ef þeir komast ekki áfram. „Allt annað en Svíþjóð. Danmörk er sigurstranglegast. Danmörk hefur sjálf komið sér í þessar ógöngur. Við verðum sjálf að koma okkur út úr þeim. Það eigum við að geta, allt annað væri hneyksli,“ sagði Lasse Vøge, íþróttafréttastjóri BT. Brian Riemer, landsliðsþjálfari Dana, var feginn að sleppa við Svíþjóð en hefði kosið heimavöll í hugsanlegum úrslitaleik umspilsins. „Ég vildi gjarnan sleppa við Svíþjóð þar sem mér finnst liðið, með sína stjörnusveit, hafa mun meiri gæði en það hefur sýnt. Auk þess eigum við okkur sögu með Svíþjóð sem myndi gera þetta að mjög sérstökum leik,“ sagði Brian Riemer við BT. „Ég er búinn að kanna Norður-Makedóníu aðeins og við vitum að þetta er Balkanskagalið sem spilar af hjartans lyst. Nú þurfum við að fara að gera ítarlegri greiningu. Það verður ferli næstu mánuði og þegar leikirnir koma í mars munum við vita allt um þá, niður í smæstu atriði,“ sagði Riemer.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Sjá meira