Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2025 12:31 Alexander Isak og Viktor Gyökeres fagna marki en þeir verða væntanlega báðir á betri stað í mars en þeir eru núna. Getty/Michael Campanella/ Svíar og Danir segjast hafa dottið í lukkupottinn þegar dregið var í umspilið um síðustu fjögur lausu sæti Evrópu í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Miðað við viðbrögð Svía og Dana þá telja þjóðirnar sig vera í dauðafæri að tryggja sig inn á mótið. Svíþjóð mætir Úkraínu í undanúrslitum á útivelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Póllands og Albaníu á heimavelli. Svíar eru ánægðir með það. Bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu „Þetta verður að teljast augljóst tækifæri, miðað við styrkleikaröðun liðanna. Miðað við forsendurnar tel ég að bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu, sem spilar ekki einu sinni á heimavelli, og Pólland og Albanía virðast líka möguleg,“ sagði sænski fótboltalýsandinn Olof Lundh við TV4. Í undankeppni HM spilaði Úkraína á mismunandi leikvöngum í Póllandi. Þetta er eiginlega ótrúleg „Nánast fullkominn dráttur. Undankeppni Svía fyrir HM er ein löng brekka þar sem þeir hafa klesst á, keyrt út í skurð, bakkað á staur en fá samt tækifæri til að taka bílprófið, það er að segja að komast á HM. Þetta er eiginlega ótrúlegt, við ættum að vera þakklát,“ sagði Jonas Eriksson, sérfræðingur SVT. Danmörk mætir Norður-Makedóníu í sínum undanúrslitaleik og það á heimavelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Tékklands og Írlands á útivelli. Heimir Hallgrímsson og strákarnir verða á heimavelli komist þeir í leikinn. Ekstra Bladet í Danmörku kallar það áfall og óheppilegan drátt að þeir þurfi að spila hugsanlegan úrslitaleik á útivelli. Drógu Svarta-Pétur „Örlögin höguðu því þannig að Danmörk dró Svarta-Pétur,“ skrifa þeir. Hjá danska BT er það samt kallað hneyksli ef þeir komast ekki áfram. „Allt annað en Svíþjóð. Danmörk er sigurstranglegast. Danmörk hefur sjálf komið sér í þessar ógöngur. Við verðum sjálf að koma okkur út úr þeim. Það eigum við að geta, allt annað væri hneyksli,“ sagði Lasse Vøge, íþróttafréttastjóri BT. Brian Riemer, landsliðsþjálfari Dana, var feginn að sleppa við Svíþjóð en hefði kosið heimavöll í hugsanlegum úrslitaleik umspilsins. „Ég vildi gjarnan sleppa við Svíþjóð þar sem mér finnst liðið, með sína stjörnusveit, hafa mun meiri gæði en það hefur sýnt. Auk þess eigum við okkur sögu með Svíþjóð sem myndi gera þetta að mjög sérstökum leik,“ sagði Brian Riemer við BT. „Ég er búinn að kanna Norður-Makedóníu aðeins og við vitum að þetta er Balkanskagalið sem spilar af hjartans lyst. Nú þurfum við að fara að gera ítarlegri greiningu. Það verður ferli næstu mánuði og þegar leikirnir koma í mars munum við vita allt um þá, niður í smæstu atriði,“ sagði Riemer. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Miðað við viðbrögð Svía og Dana þá telja þjóðirnar sig vera í dauðafæri að tryggja sig inn á mótið. Svíþjóð mætir Úkraínu í undanúrslitum á útivelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Póllands og Albaníu á heimavelli. Svíar eru ánægðir með það. Bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu „Þetta verður að teljast augljóst tækifæri, miðað við styrkleikaröðun liðanna. Miðað við forsendurnar tel ég að bestu möguleikarnir séu gegn Úkraínu, sem spilar ekki einu sinni á heimavelli, og Pólland og Albanía virðast líka möguleg,“ sagði sænski fótboltalýsandinn Olof Lundh við TV4. Í undankeppni HM spilaði Úkraína á mismunandi leikvöngum í Póllandi. Þetta er eiginlega ótrúleg „Nánast fullkominn dráttur. Undankeppni Svía fyrir HM er ein löng brekka þar sem þeir hafa klesst á, keyrt út í skurð, bakkað á staur en fá samt tækifæri til að taka bílprófið, það er að segja að komast á HM. Þetta er eiginlega ótrúlegt, við ættum að vera þakklát,“ sagði Jonas Eriksson, sérfræðingur SVT. Danmörk mætir Norður-Makedóníu í sínum undanúrslitaleik og það á heimavelli. Í hugsanlegum úrslitaleik mæta þeir sigurvegaranum úr leik Tékklands og Írlands á útivelli. Heimir Hallgrímsson og strákarnir verða á heimavelli komist þeir í leikinn. Ekstra Bladet í Danmörku kallar það áfall og óheppilegan drátt að þeir þurfi að spila hugsanlegan úrslitaleik á útivelli. Drógu Svarta-Pétur „Örlögin höguðu því þannig að Danmörk dró Svarta-Pétur,“ skrifa þeir. Hjá danska BT er það samt kallað hneyksli ef þeir komast ekki áfram. „Allt annað en Svíþjóð. Danmörk er sigurstranglegast. Danmörk hefur sjálf komið sér í þessar ógöngur. Við verðum sjálf að koma okkur út úr þeim. Það eigum við að geta, allt annað væri hneyksli,“ sagði Lasse Vøge, íþróttafréttastjóri BT. Brian Riemer, landsliðsþjálfari Dana, var feginn að sleppa við Svíþjóð en hefði kosið heimavöll í hugsanlegum úrslitaleik umspilsins. „Ég vildi gjarnan sleppa við Svíþjóð þar sem mér finnst liðið, með sína stjörnusveit, hafa mun meiri gæði en það hefur sýnt. Auk þess eigum við okkur sögu með Svíþjóð sem myndi gera þetta að mjög sérstökum leik,“ sagði Brian Riemer við BT. „Ég er búinn að kanna Norður-Makedóníu aðeins og við vitum að þetta er Balkanskagalið sem spilar af hjartans lyst. Nú þurfum við að fara að gera ítarlegri greiningu. Það verður ferli næstu mánuði og þegar leikirnir koma í mars munum við vita allt um þá, niður í smæstu atriði,“ sagði Riemer.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira