Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. nóvember 2025 18:02 Líf Achille Polonara hefur tekið skörpum breytingum síðastliðið ár. getty / @ilpupazzo33 Ítalski landsliðsþjálfarinn í körfubolta, Luca Banchi, hefur tilkynnt sautján manna leikmannahóp fyrir landsleikina gegn Íslandi og Litaén í lok mánaðar en aðeins sextán leikmenn munu spila. Fyrirliði liðsins er með hvítblæði og nývaknaður úr dái. Achille Polonara hefur ekki spilað landsleik síðan í febrúar 2024 en hann greindist með hvítblæði í fyrra og hefur verið í meðferð við veikindunum síðan þá. Fyrir rúmum mánuði fór hann í beinmergsskipti og í kjölfar aðgerðarinnar lá hann í tveggja vikna dái, en sneri svo aftur heim í hlýjan faðm fjölskyldunnar í síðustu viku, eftir margra mánaða spítaladvöl. View this post on Instagram Polonara var svo valinn í landsliðshóp Ítalíu sem var tilkynntur í dag og verður fyrirliði liðsins í leikjunum gegn Íslandi og Litáen, þó hann muni auðvitað ekki geta hjálpað liðinu innan vallar vegna veikindanna. Hlutverk hans verður utan vallar, sem leiðtogi og milliliður fyrir þjálfarateymið en Polonara er einn reynslumesti landsliðsmaður Ítalíu með 94 landsleiki að baki. Hann mun eflaust koma til með að hjálpa nýliðunum í hópnum mikið, þeim Luigi Suigo, Diego Garavaglia og Luca Vincini. Landsliðshópur Ítalíu Stefano Tonut Amedeo Della Valle Amedeo Tessitori Gabriele Procida Diego Garavaglia Francesco Ferrari Thomas Baldasso Luigi Suigo Leonardo Candi Davide Casarin Achille Polonara Matthew Librizzi Richard Rossato Sasha Grant Nicola Akele Luca Vincini John Petrucelli Ítalski landsliðshópurinn kemur saman til æfinga þann 24. nóvember næstkomandi og tekur svo á móti Íslandi í fyrsta leik undankeppni HM þann 28. nóvember. Ítalir mæta svo Litáen á meðan Ísland tekur á móti Bretlandi þann 30. nóvember. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Achille Polonara hefur ekki spilað landsleik síðan í febrúar 2024 en hann greindist með hvítblæði í fyrra og hefur verið í meðferð við veikindunum síðan þá. Fyrir rúmum mánuði fór hann í beinmergsskipti og í kjölfar aðgerðarinnar lá hann í tveggja vikna dái, en sneri svo aftur heim í hlýjan faðm fjölskyldunnar í síðustu viku, eftir margra mánaða spítaladvöl. View this post on Instagram Polonara var svo valinn í landsliðshóp Ítalíu sem var tilkynntur í dag og verður fyrirliði liðsins í leikjunum gegn Íslandi og Litáen, þó hann muni auðvitað ekki geta hjálpað liðinu innan vallar vegna veikindanna. Hlutverk hans verður utan vallar, sem leiðtogi og milliliður fyrir þjálfarateymið en Polonara er einn reynslumesti landsliðsmaður Ítalíu með 94 landsleiki að baki. Hann mun eflaust koma til með að hjálpa nýliðunum í hópnum mikið, þeim Luigi Suigo, Diego Garavaglia og Luca Vincini. Landsliðshópur Ítalíu Stefano Tonut Amedeo Della Valle Amedeo Tessitori Gabriele Procida Diego Garavaglia Francesco Ferrari Thomas Baldasso Luigi Suigo Leonardo Candi Davide Casarin Achille Polonara Matthew Librizzi Richard Rossato Sasha Grant Nicola Akele Luca Vincini John Petrucelli Ítalski landsliðshópurinn kemur saman til æfinga þann 24. nóvember næstkomandi og tekur svo á móti Íslandi í fyrsta leik undankeppni HM þann 28. nóvember. Ítalir mæta svo Litáen á meðan Ísland tekur á móti Bretlandi þann 30. nóvember.
Landsliðshópur Ítalíu Stefano Tonut Amedeo Della Valle Amedeo Tessitori Gabriele Procida Diego Garavaglia Francesco Ferrari Thomas Baldasso Luigi Suigo Leonardo Candi Davide Casarin Achille Polonara Matthew Librizzi Richard Rossato Sasha Grant Nicola Akele Luca Vincini John Petrucelli
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira