Innlent

Bein út­sending: Heil­brigðisþing – Endur­hæfing - leiðir til betra lífs

Atli Ísleifsson skrifar
Alma Möller er heilbrigðisráðherra landsins.
Alma Möller er heilbrigðisráðherra landsins. Vísir/Anton Brink

„Endurhæfing – leiðir til betra lífs“ er yfirskrift árlegs heilbrigðisþings heilbrigðisráðherra sem fram fer Hótel Hilton Nordica í dag.

Þingið stendur á milli 9 og 16 í dag og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilara að neðan.

Í tilkynningu segir að dagskráin sé fjölbreytt og margir áhugaverðir fyrirlestrar um endurhæfingu ásamt pallborðsumræðum um skipulag endurhæfingar, áskoranir og framtíðarsýn.

Þingið er helgað heilbrigðistengdri endurhæfingu og verður fjallað um þróun og stöðu endurhæfingar, þjónustukeðjuna, samræmt mat á endurhæfingarþörfum og gagnreyndar árangursmælingar. Einnig verður horft til framtíðar og ræddar ýmsar áskoranir sem sjá má fyrir, meðal annars vegna lýðfræðilegrar þróunar og hvernig megi takast á við þær sem best.

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ýtt úr vör vinnu við stefnumótun í endurhæfingu innan heilbrigðiskerfisins og er þingið liður í því starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×