Viðskipti innlent

Ís­búð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna

Lovísa Arnardóttir skrifar
Eflaust munu margir Vesturbæingar gleðjast yfir flutningunum.
Eflaust munu margir Vesturbæingar gleðjast yfir flutningunum. Vísir/Vilhelm

Ísbúð Huppu flytur af Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur í húsnæði við Ægissíðu þar sem veitingastaðurinn 2Guys var áður rekinn. Greint er frá flutningunum í Morgunblaðinu.

Þar segir Gunnar Már Þráinsson, framkvæmdastjóri Huppu, að húsnæðið í Vesturbænum sé skemmtilegra og því ætli þau að flytja úr húsnæði sínu við Austurströnd. Huppa hefur rekið ísbúð þar frá árinu 2022 en mun opna ísbúðina við Ægissíðu í janúar.

Ýmis rekstur hefur verið rekinn í húsnæðinu. Vísir/Vilhelm

Í húsnæðinu við Ægissíðu var lengi vel rekin videoleiga og sjoppa. Eigendur 2Guys lokuðu staðnum í janúar á þessu ári en þá hafði staðurinn verið rekinn þar í um ár. Staðurinn er í dag rekinn í Gnoðarvogi.

Árið 2016 var opnaður veitingastaðurinn Borðið í sama húsnæði og síðar veitingastaðurinn Smass sem var rekinn samhliða Chido.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×